Faxi - 01.03.1952, Síða 13
F A X I
45
Skýrsla um rekstur bæjarsjóðs
og bæjarstofnana
Samin af nefnd kosinni af bœjarstjórn Keflavíkur 27. nóvem-
ber 1951, að tilhlutan félagsmálaráðuneytisins.
Framhald úr síðasta blaði.
7. Almannatryggingar:
Sú hefur orðið raunin á undanfarin ár,
vegna fjárhagsörðugleika bæjarfélaganna, að
flest hafa þau látið tillög til Almannatrygg-
inganna sitja á hakanum. Orsakir til þess
skulu ekki raktar hér, þó benda megi á, að
ein ástæðan geti m. a. verið sú, að Trygg-
ingarstofnunin hafi ekki gengið nógu hart
eftir greiðslum fyrstu árin meðan stofnunin
var rekin með hagnaði og hafði þá nægilegt
fé frá öðrum tekjustofnum.
Þessi óskilvísi bæjarfélaganna við Trygg-
ingarstofnunina eru því óeðlilegri, að hún
hefur tvímælalaust stórlétt framfærsluþunga
þeirra.
Fer hér á eftir yfirlit yfir tekjur og gjöld
tryggingarumboðsins í Keflavík árin 1949 og
1950:
1949:
T e k j u r :
'Tilfallin persónuiðgjöld ...... kr. 215.160.00
— skírteinagjöld ......... — 750.00
— atvinnurekstrariðgjöld — 69.199.20
— vátrygging ökumanna — 42.887.35
— iðgjöld sjómanna .... — 95.057.50
Framlag Keflavíkurhrepps 1949 — 140.000.00
Kr. 563.054.05
Gjöld:
Ellilífeyrir ................. kr. 220.755.80
Örorkulífeyrir ................. — 24.532.27
Örorkustyrkur .................. — 9.081.00
Barnalífeyrir, endurkræfur .... — 42.750.00
Barnalífeyrir, óendurkræfur .. — 39.342.10
Ejölskyldubætur ................ — 83.325.00
Paeðingarstyrkur ............... — 56.100.00
Ekkjubætur ......................— 12.410.20
Makabætur ...................... — 540.00
Slysa- og sjúkrabætur .......... — 26.153.27
Kr. 514.989.64'
1950:
T e k j u r :
Tilfallin persónuiðgjöld kr. 275.920.00
— skírteinagjöld — 800.00
— atvinnurekstrariðgj öld — 81.137.95
— vátrygging ökumanna — 29.738.10
— iðgjöld sjómanna .... — 95.150.90
Eramlag Keflavíkurkaupst. 1950 — 147.771.56
Kr. 630.518.51
G j ö 1 d :
Ellilífeyrir ................. kr. 343.884.53
Örorkulífeyrir ................. — 49.950.60
Örorkustyrkur .................. — 16.462.56
Barnalífeyrir, endurkræfur .... — 64.330.00
Barnalífeyrir, óendurkræfur .. — 62.520.00
Fjölskyldubætur ................ — 125.930.00
Fæðingarstyrkur ................ — 61.455.00
Ekkjubætur ..................... — 7.764.21
Slysa- og sjúkrabætur .......... — 53.515.75
Kr. 785.812.65
Allt fram til ársins 1950, greiddu bæjarbúar
meira til trygginganna en þeir fengu frá þeim.
En á árinu 1950 snýst þetta við. Þá greiða
tryggingarnar um 155 þúsund krónum meira
til bæjarbúa en þeir til þeirra. Er sú upphæð
meiri en allt framlag bæjarins það ár, sem
var kr. 147.000.00. Að vísu má bæta við þá
upphæð endurkræfum barnalífeyri, en hann
verður bærinn að greiða og á hann síðan
kröfu á barnsfeður. Ekki liggja enn fyrir
niðurstöðutölur ársins 1951, en likur benda
til að niðurstaðan verði á sömu leið og árið
1950. Ellilífeyrir mun á því ári verða um
420.000.00 og öll gjöld nálægt einni milljón.
Keflavíkurbær hefur á undanförnum árum
safnað skuldum hjá Tryggingarstofnuninni, en
nú eru líkur til að þær verði greiddar að
fullu, að nokkru með lántöku hjá stofnun-
inni til vatnsveituframkvæmda, en þær fram-
kvæmdir hafa verið mjög fjárfrekar undan-
farin ár og farið fram úr áætlun, og m. a.
tekið til sín fé, sem ætlað hefur verið til
greiðslu á framlagi til Trygginganna.
Tillögur:
1. Sjúkrasamlögin verði sameinuð Trygg-
ingarstofnuninni hið fyrsta.
2. Tryggingastofnunin greiði þá sjúkra-
húsvist og ýmiskonar veikindaaðstoð,
sem bæjar- og sveitarfélögum ber nú
að greiða.
8. Sjúkrasamlagið:
Síðan lögin um Almannatryggingar voru
sett, hefur það staðið til að leggja niður
sjúkrasamlögin og sameina starf þeirra
Tryggingastofnuninni. Þessu hefur verið
frestað ár eftir ár og nú síðast til ársins 1954,
af einhverjum dularfullum ástæðum. En að
því ber að stefna, að þessar stofnanir verði
sameinaðar hið fyrsta. Mætti með því spara
bæði í starfsmannahaldi og skrifstofuhús-
næði og fleiru.
Eins og nú háttar og með tilliti til afskifta
Tryggingastofnunarinnar af starfsháttum
sjúkrasamlaga, virðast stjórnir þeirra, sem
eru launaðar, vera orðnar næsta þarflausar.
Tillögur :
1. Felld verði niður laun stjórnar Sjúkra-
samlagsins.
9. Byggingarsjóður verkamanna:
Bæjarsjóður hefur síðan árið 1943, að
Byggingarfélag verkamanna var stofnað,
greitt tillag til Byggingarsjóðs verkamanna.
Hafa verið byggðar á þessum árum 26 íbúðir
og fjórar eru í smíðum.
Framlag bæjarins hefur á undanförnum
árum verið um kr. 30.000,00 og eykst eftir
því sem bærinn stækkar, því það er miðað
við íbúatölu.
Ekki hafa bæjarfélögin neinn íhlutunarrétt
um stjórn byggingarfélaga verkamanna.
Þau þrjú mál, sem rakin hafa verið hér á
undan, Almannatryggingarnar, Sjúkrasamlag-
ið og Byggingarsjóður verkamanna, eiga það
sameiginlegt að framlög til þeirra eru lög-
bundin og eru framlögin miðuð við íbúafjölda.
Bæjarstjórn hefur þar af leiðandi lítinn sem
engan ákvörðunarrétt um upphæð þessara
framlaga.
Það er vert að vekja athygli á þessu um
leið og bent er á, að löggjafinn hefur á undan-
förnum árum lagt bæjar- og sveitafélögun-
um á herðar að standa undir margskonar
framkvæmdum, án þéss að sjá þeim jafn-
framt fyrir nýjum tekjustofnum.
10. Framfærslukostnaður:
Framfærslukostnaður bæjarins hefur verið
mikill undanfarin ár. Hefur hann verið hærri
en .meðalframfærslukostnaður á öllu landinu.
Hefur bærinn þess vegna fengið tillag úr
Jöfnunarsjóði síðustu árin.
Framfærslukostnaðurinn greinist aðallega í
þrennt: 1. Meðlag með börnum. 2. Sjúkrahús-
vist. 3. Annar framfærslustyrkur. Fer hér á
eftir yfirlit yfir framfærslukostnað árin 1949
og 1950.
1949:
Til styrkþega bæjarins:
Meðl. m. börn. 119.816,69
Sjúkrahúsvist 35.943,15
Annar framf.st. 107.769,87
----------- 263.529,71
Til annarra sveita:
Meðl. m. börn. 34.650,00
Annar framf.st. 14.370,52
----------- 49.020,52
312.550,23
Endurgreitt:
F. styrkþ. bæj. 26.342,00
F. öðrum sveit. 33.784,00
----------- 60.126,00
252.424,23