Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1956, Síða 4

Faxi - 01.12.1956, Síða 4
116 F A X I Vatnsleysuströnd 1789—1825, GuSmunds- sonar bónda á Ásgarði í Grímsnesi, Magn- ússonar. Bróðir Magnúsar á Brunnastöðum var Jón í Flekkuvík langafi Guðjóns skipa- smiðs í Keílavík (Faxi XVI., 6. tbl.). Kona Magnúsar á Brunnastöðum var Margrét Erlendsdóttir frá Snorrastöðum í Laugar- dal, „góð kona og stilt í mannraunum". Guðmundur Brandsson var merkismað- ur, gáfaður og skemmtilegur, smiður ágæt- ur og hinn bezti búhöldur. Hann var son- ur Brands hreppstjóra og skipasmiðs í Kirkjuvogi í Höfnum „mikill gáfumaður og vel að sér“ Guðmundssonar bónda á Víkingslæk svo í Kirkjuvogi, Brandsson- ar bónda á Felli í Mýrdal Bjarnasonar á Víkingslæk, Halldórssonar. En móðir Guðmundar Brandssonar var Gróa Hafliðadóttir bónda í Kirkjuvogi í Höfnum, Arnasonar bónda í Hábæ í Þykkvabæ Þórðarsonar Skálholtsráðs- manns i Háfi og lengi skrifara Árna Magnússonar meðan hann dvaldist hér á landi, Þórðarsonar. Heimili þeirra Guðmundar Brandssonar og Margrétar Egilsdóttur var mikið gott, ríkti þar reglusemi samfara góðvild hús- bænda til heimilisfólks, en þar var mann- margt á vertíðum, því á þeirri tíð var upp- gripaafli á Vatnsleysuströnd, sótti þá fjöldi manna úr fjarlægum byggðum suður um Nesin. Afi minn Hannes Eyjólfsson réri þar margar vertíðir, var það upphaf að langri og góðri tryggða vináttu milli Landakotsfólks og móðurforeldra minna, er gekk svo í erfðir til foreldra minna. Margrét Egilsdóttir húsfrú í Landakoti 1840 til 1878 og bróður- og fósturdóttir hermar Guðrún Magnúsdóttir. Guðmundur Guðmundsson hreppstjóri í Landakoti og kona hans Margrét Björnsdóttir. Þeim Landakotshjónum varð fjögurra sona auðið. Elztur var Guðmundur óðals- bóndi og hreppstjóri í Landakoti fyrr- nefndur, þá Brandur, svo Egill sem varð bóndi á Þórustöðum og langyngstur var Guðmundur, f. 5. apríl 1857. Voru þessir bræður allir frábærlega efnilegir og voru miklar vonir við þá bundnar. A þessum árum var auðsæld í búi og gnægð sjávar- afla og hamingjusól í heiði. En skyndilega syrti að. Guðmundur Brandsson drukkn- aði 11. okt. 1861 í sjóferð úr Hafnarfirði suður á Vatnsleysuströnd ásamt tveimur bræðrum Margrétar, Magnúsi og Jóni, er báðir voru kvæntir og áttu börn. Fundust lík þerira bræðranna og voru jörðuð 26. okt. er vonlítið var orðið um að lík Guð- mundar fyndist. Þann 29. okt. sama ár andaðist Guðmundur litli í Landakoti yngsti sonur hjónanna, hið mesta efnisbarn. Um sama leyti fannst lík Guðmundar Brandssonar rekið af sjó við Keilisnes, fóru lík þeirra feðga saman í eina gröf. Þann 13. des. 1862 andaðist Brandur son- ur þeirra Landakotshjóna, þá 19 ára að aldri. Margrét Egilsdóttir hélt áfram búi í Landakoti, gerði út mörg skip á vertíð- um og hélt öllu í horfi. Sást nú best hver skörungur hún var. Sá er fann lík Guðmundar Brandssonar var ungur drengur, Eyjólfur Jónsson að nafni, sonur hjónanna í Flekkuvík, Jóns Þorkelssonar og Guðrúnar Eyjólfsdóttur frá Hrólfsskála. Hafði hann verið að huga að kindum er hann fann líkið. Þessum dreng bauð Margrét Egilsdóttir dvöl á heimili sínu, var það með þökkum þegið af foreldrum hans. Var Eyjólfur síðan á vist með Margrétu og fór þaðan ekki fyrr enn hann reisti sjálfur bú, en þá gaf Mar- grét honum hálfa jörðina Þórustaði á Vatnsleysuströnd, bjó hann þar síðan langa ævi og var ágætur búhöldur. Eftir drukknan þeirra mága tók Mar- grét til fósturs bróðurbörn sín tvö. Var það Guðrún dóttir Magnúsar þá 4 ára og Bjarni sonur Jóns þá 1. árs. Ol Margrét þessi börn upp sem sín eigin börn, einkum var Guðrún augasteinn hennar, var hún snemma frábær að þroska og hugljúfi allra er henni kynntust, komst hún til hárrar elli og var að verðleikum elskuð og virt af öllum er hana þekktu. Guðrún var tvígift, fyrri maður hennar var Gísli Bjarnason formaður á Vatnsleysu, hálfbróðir Bjarna Stefánssonar er lengi bjó á Stóru-Vatns- leysu. Gísli drukknaði 1880, sjö vikum eftir brúðkaup þeirra. Síðari maður Guð- rúnar var Jón Þórðarson bóndi á Hliði á Alftanesi, síðar lengi kaupmaður í Hafn- arfirði, hinn ágætasti maður. Guðrúnu varð ekki barna auðið, en fósturdóttir hennar er Guðrún Eiríksdóttir kona Olafs Þórðarsonar skipstjóra í Hafn- arfirði. Hún er alsystir Maríu í Landakoti. Margrét Egilsdóttir andaðist í Landakoti 26. júlí 1878 61 árs að aldri. Margrét Björnsdóttir kona Guðmundar Guðmundssonar var að allra dómi falleg og góð kona, svipurinn hreinn og heiður og framkoma öll hæglát og kurteis. Sú hjartans góðvild er hún bjó yfir var svo sterk að öirmannamein og vandamál mannlegs lífs, er hún komst á einhvern hátt í snertingu við, urðu sem hennar eig- Nálapúði með örsmáum krosssaum, sem Mar- grét Bjömsdóttir húsfrú í Landakoti saum- aði, er hún var ung. Púðinn er nú yfir 100 ára gamall.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.