Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1956, Page 5

Faxi - 01.12.1956, Page 5
F A X I 117 Jólin 1884 Ljóðabréf til föður Mörtu Valgerðar Jónsdóttur fró Guðmundi Guðmundssyni í Landakoti. in mein og vandamál. Öllu varð að líkna og allt varð að bæta og þó fann engin betur en hún sjálf hve vanmáttug hún var. Það var hennar lífsþraut. Það er til marks um mat mitt á Mar- grétu í bernsku minni, að barnshugurinn myndaði ósjálfrátt um hana helgisögn: Þetta var ekki mennsk kona, hún var engill guðs, sem hann hafði sent niður á jörðina til þess að okkur liði vel. Og þó að þessi barnshugmynd gufaði upp er lengra leið á ævina, þykir mér enn í dag, að ég hafi ekki kynnst sérstæðari konu, sem átti jafn erfitt með að lifa því hrjúfa lífi sem þessi jörð bíður. Margrét Björnsdóttir var fædd á Búr- felli í Grímsnesi 11. okt. 1835, dóttir hjón- anna þar Björns Jónssonar og Ragnhildar Jónsdóttur prests í Klausturhólum, Jóns- sonar prests í Hruna Finnssonar biskups Jónssonar. Miðkona séra Jóns í Klausturhólum og móðir Ragnhildar var Margrét Kolbeins- dóttir prests og skálds í Miðdal Þorsteins- sonar. Það stóðu því að Margrétu í móður- ætt gáfu- og menntamenn. I föðurætt voru góðar bændaættir i meiri hluta. Björn faðir hennar var silfursmiður og hagur á allar smíðar og mikið valmenni, Jón faðir hans bjó einnig á Búrfelli, hann var Vernharðs- son bónda og stúdents á Búrfelli Ófeigs- sonar. Kona Jóns Vernharðssonar og móðir Björns var Ingunn Magnúsdóttir bónda í Laugardalshólum Rögnvaldssonar. Ekki varð þeim Landakotshjónum barna auðið, en fósturbörn þeirra voru: Jón Jónsson kennari og bóndi í Innri- Njarðvík, síðar kaupmaður í Revkjavík, hann var bróðursonur Margrétar, dóttir hans er Margrét kona Þorbergs Þórðar- sonar rithöfundar. María Eiríksdóttir hús- frú í Hafnarfirði, fædd í Landakoti, dóttir hjónanna Eiríks Eiríkssonar frá Ólafsvöll- um á Skeiðum (föðurbróðir Sigurgeirs biskups Sigurðssonar og frændi Margrét- ar) og konu hans Höllu Matthíasdóttur. Halla var frændkona Guðmundar, var amma hennar í móðurætt Guðríður Magnúsdóttir, alsystir Guðrúnar móður Margrétar Egilsdóttur, voru þau Halla og Guðmundur því þremenningar að frænd- semi. María reyndist fósturforeldrum sínum mæta vel, tók hún við húsmóðurstörfum í Landakoti er fóstra hennar veiktist, en hún lá rúmföst í átta ár fyrir andlát sitt 15. des. 1915, var María húsmóðir í Landa- Af því að ferðin fellur bein fer ég línu að klóra þér, enguvi samt gjöra mun það mein og mein er ekki að frétta hér. Kólera í Frakkland komin er og kannske víðar. Bóla í Höfn. Alltaf kvefskrattinn unir hér þó altlaf séu veðrin jöfn Að Kalmannstjörn ég kom og fann konuna þar og hvalinn með, smærra af því kyni heldur en hann hefi ég varla fyrri séð. koti þar til Guðmundur andaðist 29. maí 1920. Guðjón Bjarnason verkamaður í Hafn- arfirði kvæntur Maríu Eiríksdóttur. Móðir hans Ragnhildur Jónsdóttir var bróður- dóttir Margrétar. Björn Jónsson albróðir Jóns kennara í Njarðvík var langa tíð í Landakoti, var hann eins og fóstursonur, þótt hann kæmi þangað tvítugur að aldri. Hann varð bóndi í Nofðurkoti á Vatnsleysuströnd og kvænt- ist Höllu Matthíasdóttur, ekkju Eiríks Eiríkssonar. Börn þeirra, Eiríkur og Mar- grét, eru í Hafnarfirði. Kristín Arnadóttir bónda í Bergskoti á Vatnsleysuströnd, Þorlákssonar kona Sig- urðar Guðnasonar vkm. í Reykjavík. Hjú voru mörg og góð í Landakoti, unnu þau öll að heill og hag heimilisins, en þeim verða ekki gerð verðug skil hér í svo stuttri grein. Eg er nú komin æði langt frá byrjun- inni, jólafagnaðinum í Landakoti. Eftir að staðið var upp frá borðum og steik og sætsúpu höfðu verið gerð góð skil, voru tekin fram spil og settist eldra fólkið að borði í borðstofunni og spilaði „Púkk“, var þá glatt á hjalla og hlegið dátt, en unga fólkið fór fram í nyrðra húsið og skemmti sér þar við leiki og dans. Síðar um kvöldið var svo dúkað borð á ný og borið fram súkkulaði og allskonar kökur. Líkar þessu voru jólaveizlurnar í Landa- koti ár hvert. En í huga mínum er hver heimsókn mín að Landakoti eins og jóla- hátíð. Fimmtíu krómtr fékk ég þó fyrir erfingja Guðmundar, ég held það vera næsta nóg nælt gat ég ekki meira þar. Málaferlin nú móka um sinn margt er skrafað. Já það er víst sýslu — þeir meina að — maðurinn muni ætla að hltfa síst. Enginn veit samt hvað undir býr yfirvaldinu, þvt að hann er svo þögull, já út úr snýr ef til vill þeim ,sem spyrja vann. Laus og frjáls ég um landið fer hvað lengi sem ég drasla fæ? Samt úr málinu sagt er.mér sé ég sloppinn, ég að því hlæ. lnn í Reykjavík — ef ég verð óhindraður — ég fara mun. Það verður trauðla þögul ferð þar á hefi ég sterkan grun. Ágúst fyrsta ég fer af stað og fjórir aðrir kunningjar. Ræður, veizlu, ég veit ei hvað vafs — og sönglist skal halda þar. Stjórnarskrár minning stendur til að standi þessi hátíð i. Máska það nefnist „narraspil“ af nokkrum, sem ei hlynna að því. Einn heitann rétt á þar að þyggja og þar mcð kaldan mat og vín. Þá ríðtir á að tauga og tyggja og tala svo verði úr því grín. Fjórar krónur og fimmtíu aura fyrir þetta allt borgar hver. Eg er smeykur við ganginn gaura sem gjörist þegar kvelda fer. Þér allir héðan heilsa biðja heima sem eru. — Æ núi ég finn þetta morguns — er þarflaus yðja — þig kveður síðast vinur þinn. Gtiðm. Gnðmundsson. P.S. Séra Stefán í sálmagargi situr nú þessa daga i Vík. Eg í stfeldu sveitarargi sveima og vitlausri pólitik.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.