Faxi - 01.12.1956, Síða 8
120
F A X I
Sveinsína Þórunn Jónsdóttir 95 óra
Sveinsína Þórunn Jónsdóttir, ein af
merkustu og ágætustu konum þessa bæjar
varð 95 ára 24. október síðastliðinn. Hún
var fædd og uppalin í Mosfellssveitinni,
átti merka og góða foreldra, en varð fyrir
þeirri miklu sorg, að missa móður sína er
hún var aðeins 9 ára gömul.
Æskuárin urðu henni erfið eftir móður-
missirinn og ótrúlega mikil voru störfin,
er hún leysti af höndum á bernsku og
æskuárunum þar í fæðingarsveit sinni. En
úr þeirri eldraun kom hún þó heil og
hraust og að mörgu leyti vel undirbúin
til að mæta skini og skúrum lífsins.
Laust fyrir þrítugsaldur fluttist hún suð-
ur að Tjarnarkoti í Njarðvíkum og þar
kynntist hún manni sínum er síðar varð,
Guðmundi Árnasyni, fríðleiksmanni,
gagnheiðarlegum og góðum dreng. Allan
sinn búskap bjuggu þau í Keflavík. Þau
byggðu sér ofurlítinn bæ rétt fyrir ofan
„Bakaríistúnið" og þar bjuggu þau ásamt
sonum sínum tveim, Jóni og Janusi og for-
eldrum 'Guðmundar, er bæði önduðust hjá
þeim.
Bærinn var ekki stór, en hann var bjart-
ur og fallegur og ekki þótti okkur ná-
grönnunum lítið til koma er hún var búin
að mála hann að innan sjálf, það var ekki
venja að konum kæmi til hugar að reyna
við sltk verk í þá daga.
Þarna ólust synir þeirra upp og urðu
báðir prýðismenn. En brátt bar dimman
skugga á hinn heiða himin fjölskyldunnar.
Þegar Jón, sem var eldri, var kominn ná-
lægt tvítugu, veiktist hann og var sendur
á Vífilsstaðahæli, sem þá var fyrir skömmu
tekið til starfa. Aldrei sýndi Sveinsína það
betur en þá, hve mikill maður hún var
Hún gekk marga ferðina inn að Vífils-
stöðum tii að heimsækja hann og getur
maður skilið, hve þung þau spor hafa ver-
Sveinsína Þórunn Jónsdóttir.
ið. En þyngst hefur þó gangan verið, er
hún gekk þangað ein að banabeði hans,
en bæði maður hennar og yngri sonur
voru þá á Austfjörðum í sumaratvinnu.
Enginn sá henni bregða er hún kom
heim með lík þessa unga og glæsilega son-
ar, er svo mjög líktist hcnni bæði í sjón
og lundarfari. Allur hennar kærleikur og
umhyggja beindist nú að yngri syninum
og allt var gert til að vernda heilsu hans
og veita honum þau lífsþægindi er unnt
var. Þennan kærleika sinn hefur hún nú
fengið ríkulega launaðann í ellinni hjá sín-
um ágæta syni og prýðilegu tengdadóttur.
Einnig eru sonardóttirin og litlu dreng-
irnir hennar fagrir sólargeislar í lífi ömmu
þeirra. Arið 1928 andaðist Guðmundur
maður hennar eftir langvarandi veikindi
og síðan hefur hún dvalist á heimili sonar
síns og tengdadóttur.
Sveinsína var ein af þeim konum, sem
settu skemmtilegan og frábærlega snyrti-
legan svip á okkar litlu og fábrotnu Kefla-
vik á fyrri hluta þessarar aldar. Ekki var
það þó vegna þess, að hún stæði í stórræð-
um út á við, eða hefði gnóttir veraldarauðs.
Hún hafði annað til að bera, hún var
gædd næmum fegurðarsmekk og einstakri
snyrtimennsku. Hún gekk betur klædd en
konur voru hér almennt þá, og hún var
svo vel verki farin, að allt sem hún gerði
mátti heita snilldarhandbragð. Ung hafði
hún vanist hverskonar tóskap og var þá
fengin víða til að spinna hinn fínasta þráð
til vefjar og öll var hennar handavinna
eftir því.
A æskuárunum dvaldist hún nokkuð í
Reykjavík og kynntist þá störfum og hús-
stjórn á fyrirmyndarheimilum þar, og mun
það hafa orðið henni drjúgur skóli.
Hún er greind kona og gagnmerk í orð-
um. Frábær dýravinur var hún og garð-
yrkjukona svo að af bar. Svo draumspök
hefur hún verið, að fátt hefur henni á
óvart komið sem kalla má að hafi valdið
straumhvörfum í lífi hennar.
Hún hefur alla æfi liðið við vosbúð
æskuáranna og heilsan hefur oft verið
mjög erfið, en þrátt fyrir það hefur hún
haldið sér mjög vel fram á síðustu ár, lesið
góðar bækur, tekið í handavinnu eða hvílt
sig eftir þörfum. En nú síðustu mánuðina
liefur hún aðallega notið hvíldarinnar.
Æfi þessarar góðu vinkonu minnar er
svo merkileg, að um hana mætti skrifa
langt mál, en hér skal nú staðar numið.
Við systurnar þökkum henni nær 50 ára
vináttu og marga fróðleiks- og skemmti-
stund. Guð blessi henni ókomna æfidaga.
Er ég leit hana á 95 ára afmælinu kom
mér í hug vísa Steingríms:
Elli, þú ert ekki þung
anda guði kærum.
Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum.
Hún á svo vel við hana.
J. Guðjónsd.
•0*0*0*0*0*0«0*‘
0»0»0*0*0«0»0«0*0«0*0'
%
1
• *
\
• ••••••••• •••••••
'C>moéu*ú9o»oéo»o»o0o9o»o»úéoéo0o0oéo9(
IfOfQfOfOaO* )*GfO*0*0fO*O*0*0*O*0f0*QfC 0 •0*0*c.*0*0*0*0*0*0*:« .!• ;0'*0*0*0*0*0«0*0*0«0f0»0*0*0* • '0OéO»OéQ9OéO
löéoéoéoé jéOéOéöéoéoéOéOéoéoéOéOéOéOéOéOé o* • j» j*o»o*c*o*. o w.e • .éoéoéoéöéoé • éc»oéöéoéOé.,éOéoéoéoéOé^»
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á árinu.
Maf-vörubúðin „Breiðablik
##
\
:•
••
''éOéOéOéOéOéOéOé ,éOéOéOéOéOéOéOéQéOéOér>é' é->éOéOé :é • • • éOéOéOé ••••'•• fOfO«OfOfQfOfOfOfQfOfOfOfO* • • • • • *Of CfOfOf Of QfQfOfQfOf
léoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéöéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoécéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoéoé