Faxi - 01.12.1956, Page 15
F A X I
127
OOOOOOOOOOOOOOOOOOO^^
Á
A
I
A
/
A
I
A
1
NYJA FISKBUÐIN
Sími 826
Se/ur daglega:
1. fl. fisk af öllum teg-
undum: nýjan, saltaðan, x
reyktan og siginn. X
Harðfisk, barinn og óbar- X.
inn. X
Niðursoðinn fisk. x
Niðursoðna síld, sérstak- ý
lega ódýr.
Gulrófur frá Hornafirði. ý
Úrvals kartöflur, gull- X
auga o. fl. teg. x
Framleiðir: í;
Fiskhakk með lauk, úr A
glænýrri ýsu. y
Fiskflök. y
Nætursaltaður fiskur. %
Kryddsíld, í lauk og vín- x
kryddi. £
Iiamsafeiti í fiskmótum X
o. fl. |
Athugið: %
Odýrasti og bezti matur-
inn er fiskur og hrossa-
kjöt.
Hreinlætis gætt í hví-
vetna.
Kæliklefi á staðnum.
Þægileg og góð afgreiðsla.
Óskiim öllum
viösktptamönnum okkar
gltöilegra jóla og jarsœls
nýárs meö þökk fyrir við-
skiptin á liöandi ári.
NÝJA FISKBÚÐIN
Hringbraut
Sími 826. Heimasími 326.
Athugið:
Búðin hefir fengið síma
826. Sendum heim þegar
pantað er minnst tíu kg
í einu.
NÝJA FISKBÚÐIN
Sími 826
><><><><><><><><><>0<><><><><><><><><><^^
Ritgerðarsamkeppni barna um
bindindismál
Eins og getið var í fréttum útvarps og
blaða í byrjun yfirstandandi árs, efndi Bind-
indisfélag ísl. kennara til ritgerðarsamkeppni
meðal allra 12 ára barna í landinu, og var rit-
gerðarefnið þetta:
Er það hyggilegt að vera bindindismaður
og hvers vegna?
Fékk stjórn félagsins starfandi námsstjóra
landsins til þess að sjá um þessa keppni að
öllu leyti, sem þeir fúslega gerðu. Þrennum
verðlaunum var heitið á hverju námsstjóra-
svæði. I. verðlaun kr. 200,00, II. verðlaun kr.
125,00 og III. verðlaun 75,00 krónur. Þátt-
taka var almenn og góð, þó bárust ritgerðir
aðeins frá einum skóla í Reykjavík. Athyglis-
vert þótti við lestur þessara ritgerða, hve
börnin vita mikið um þessi mál og hafa um
þau ákveðnar skoðanir, sem þau rökstyðja
mjög vel.
Nokkur börn í barnaskóla Keflavíkur tóku
þátt í þessari samkeppni og hlaut Unnur
Berglind Pétursdóttir I. verðlaun. Unnur er
dóttir hjónanna Kristínar Danivalsdóttur og
Péturs Lárussonar umsjónarmanns gagn-
fræðaskólans í Keflavík.
Faxi hefir fengið leyfi til þess að birta rit-
gerð Unnar og óskar henni um leið til ham-
ingju með þessa ágætu frammistöðu.
Þao er auðvelt að svara þessari spurn-
ingu. Eg hygg, að það sé bezt að halda
sér algerlega frá allri áfengisnautn. Það er
ekki til meira böl en að drekka frá sér
vitið. Maðurinn verður sljór, af því að
dómgreind og siðferðisþrek bilar. Utlit
mannsins afskræmist og allt látbragð ein-
kennist af taugaæsingi og tryllingi. Sem
betur fer, eru ekki allir drykkjumenn
svona, en allt of margir. Mörg heimili hafa
eyðilagst af völdum áfengis. Börn, sem
alast upp á slíkum heimilum, bíða þess
aldrei bætur. Það sjá því eflaust allir, hví-
líkt böl það er, þegar foreldrarnir taka
peninga, sem ættu að fara fyrir mat handa
börnunum sínum, og kaupa áfengi fyrir.
Allar verstu meinsemdir þjóðfélagsins eiga
rætur sínar að rekja til vínsins, svo óþarfi
er að telja upp í einstökum atriðum.
Það er áreiðanlega óheilbrigt, þegar
unglingar venja sig á að sitja inni á krám
eða smáveitingastöðum og þamba gos-
drykki og reykja. Það er upplýst mál, að
þar er byrjunin hjá mörgum, að venjast
ýmsum áfengum drykkjum. Fíknin eykst
eftir því sem eitrið í drykknum nær meira
valdi á manninum. Enginn veit fyrirfram,
hvort hann geti verið hófdrykkjumaður.
Nýlega hefur verið stofnað drykkju-
mannahæli, sem heitir Bláa bandið. Það
hefur áreiðanlega hjálpað mörgum of-
drykkjumönnum. Margir drykkjumenn
eru vel gefnir og prýðilegir menn. Það
hefur enginn þeirra ætlað sér að verða of-
drykkjumaður, en fyrir flestum fer það
svo, að þá langar í meira, er þeir hafa
drukkið úr fyrsta staupinu. Það er því
áhyggjuminnst að bragða aldrei dropa af
áfengi.
Það er voðalegt að sjá unglinga undir
áhrifum víns. I fyrstu hefur hann ekki ætl-
að sér að drekka vín, en oft er það svo, að
félagarnir eru komnir út á drykkjubraut-
ina og tæla hann til að vera með sem kallað
er. Þeir sem ekki vilja fylgjast með verða
að háði og athlægi.
Ég óska þess að fleiri drykkjumanna-
liæli verði reist hér á landi og geti hjálpað
drykkjumönnum, sem hata orðið fyrir því
óláni, að verða vínnautninni að bráð. Þeir
eru sjúklingar og eiga heimtingu á, ekki
síður en aðrir, að fá bót meina sinna.
Ég álít, að enginn ætti að vera í vafa um
það, hvort hann eigi að vera með eða móti
bindindi.
Unnur Berglind Pétursdóttir.
„Rammar og gler“
er ungt fyrirtæki hér í bæ, er flestir nú
orðið kannast þó við, þar sem það hefir mikið
auglýst starfsemi sina i Faxa. Fyrirtækið var
stofnað 1953 og er eigandi þess Guðmundur
Guðjónsson.
„Rammar og gler“ framkvæmir allskonar
glerskurð og glerslípun og hefir til þess full-
komin tæki. Er það til mikils hægðarauka,
þar sem áður þurfti að sækja alla glerslipun
til Reykjavíkur. Ennfremur framleiðir fyrir-
tækið spegla, myndaramma o. fl. Nú í sumar
var byggt við verkstæðið allverulega, og véla-
kostur aukinn. Er ráðgert, að í þessu nýja
húsnæði verði einnig lítil sölubúð, er verði
opnuð nú fyrir jólin, þar sem verzlað verði
með glervörur, myndir og málverk og margt
fleira heppilegt til tækifærisgjafa, sbr. augl.
hér í blaðinu.