Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 11

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 11
F A X I 23 Hclgidagavaktir læknanna í marz—apríl ’57: 2.—3. marz Guðjón Klemensson. 9.—10. marz Bjarni Sigurðsson. 16.—17. marz Björn Sigurðsson. 23.—24. marz Einar Astráðsson. 30.—31. marz Guðjón Klemensson. 6.—7. apríl Bjarni Sigurðsson. 13.—14. apríl Björn Sigurðsson. 20.—21. apríl Einar Astráðsson. 27.—28. apríl Guðjón Klemensson. Næturvaktir (mánudag til föstudags): 4.—8. marz Björn Sigurðsson. 11.—15. marz Einar Astráðsson. 18.—22. marz Guðjón Klemensson. 25.—29. marz Bjarni Sigurðsson. 1.—5. apríl Björn Sigurðsson. 8.—12. apríl Einar Ástráðsson. 15.—19. apríl Guðjón Klemensson. 22.—26. apríl Bjarni Sigurðsson. 29. apríl til 3. maí Björn Sigurðsson. TJtsölustaðir Faxa utan Kcflavíkur: Reykjavík: Söluturninn við Arnarhól. Hafnarfjörður: Verkamannaskýlið. Grindavík: Útibú Kaupfélags Suðurnesja. Sandgerði: Kaupfélagið Ingólfur. A Vatnsleysuströnd annast Viktoría Guð- Mundsdóttir fyrrverandi skólastjóri útsöluna, en í Garði og Leiru Sigurður Magnússon í Valbraut. I Keflavík fæst Faxi á eftirtölduni stiiðuni: Bókabúð Keflavíkur, Verzlun Danivals Danivalssonar, Verzlun Þórðar Einarssonar, í bryggjuviktarskúrnum og í Matstofunni Vík. Steingrímur Árnason hefir tekið á leigu hraðfrystihús Ytri- Njarðvíkur af Karvel Ögmundssyni til þriggja ára og hafið starfrækslu þess. Hlutafélagið Miðnes hefir fengið fiskflökunarvél, Bader 99 og komið henni fyrir í hinu nýja fiskverkunar- °g aðgerðarhúsi sínu, sem er 1600 ferm. að Ratarmáli. Væri æskilegt að geta sagt nánar af þessum framkvæmdum síðar hér i blaðinu. Skólpveita. A s. 1. sumri var unnið að lagningu á skólpveitu í Innri-Njarðvík. Er nú að mestu lokið við verkið, það er að leggja til húsanna 1 þorpinu, en þá er eftir að leggja aðal frá- rennslisæðina niður í sjó. Skólpveita hefur ekki áður verið í Innri-Njarðvík. Hjiirn Finnbogason í Gerðum hefir hætt að verzla, en leigir verzluninni Nonni og Bubbi húsnæði undir verzlun í nýju húsi, sem hann hefir byggt upp við aðalveginn í Garðinum. Góð aðstoð. Flestum mun í fersku minni hinn mikli snjór sem féll í janúarmánuði í óveðurskafl- anum, sem þá gekk yfir hér sunnanlands og olli víða miklum umferðatrufiunum. Seint í mánuðinum bar svo við, að þyrilvængja, sem var á leiðinni milli Reykjavíkur og Kefla- víkur hlekktist á, er hún var yfir Vogunum og varð að nauðlenda þar. Tveir menn, er voru í vængjunni komust með bíl, sem var á leið til Keflavíkurflugvallar, en þaðan héldu þeir svo aftur eftir skamma dvöl á tveim skriðdrekum og með allt innanborðs, er talið var þurfa til þess að koma vængjunni á loft, ef veðurskilyrði ekki bönnuðu. Tókst viðgerð og flugtak vel og flugu mennirnir vélinni til flugvallarins um kvöldið. Skriðdrekarnir höfðu verið útbúnir matvælum og ýmsum góðum hjálpartækjum í þessa för, ef þörf kynni að vera fyrir þá til aðstoðar vegfar- endum í hinni þungu færð. Reyndist það svo, og kom aðstoð þeirra að góðum notum, enda hjálpuðu þeir mörgum bílum, er sátu fastir í fönninni og komust ekki leiðar sinnar. Flogið mcð sjúkan mann. Til afreksverka var það talið, að einhverja mestu snjóanóttina hér, þegar vegurinn til Reykjavíkur var með öllu lokaður, flugu 2 bandarískir flugmenn Dakota flugvél frá varnarliðinu með fárveikan félaga sinn til Reykjavíkur til uppskurðar á Landsspítalan- um. Er talið, að þetta flug hafi verið nauð- synlegt, þar sem ekki var hægt að fram- kvæma skurðaðgerðina á sjúkrahúsi flug- vallarins, en líf mannsins í bráðum voða, ef beðið hefði. FLugmennirnir lögðu þarna líf sitt í hættu við að bjarga félaga sínum og gekk ferðin þeim vel og fékk maðurinn full- an bata. Skurðaðgerðina framkvæmdi Snorri Hallgrímsson yfirlæknir á Landsspítalanum með aðstoð dr. E. A. Kantor, sem er læknir í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Leiðrétting. í erindi um hafið eftir Sigurð Magnússon í síðasta blaði slæddist villa í 4. línuna, þar stóð: . . . til heljar síðan leitt. Átti að vera: . . . til heljar tíðum leitt. Þetta leiðréttist hér með. Um hina stirðu veðráttu, sem verið hefir að undanförnu segir Sigurður: Vindar æstir auka mátt, allt er á reiðiskjálfi. Hryggir þvílíkt hugann þrátt. Hræðist sérhver bjálfi. Keflavíkurbær hefir fest kaup á fjórum íbúðum í hinni stóru byggingu við Faxabraut og notið til þess að- stoðar Hins almenna veðlánakerfis, samkv. lögum um útrýmingu heilsuspillandi húsnæð- is. Þá munu einnig flestar aðrar íbúðir húss- ins vera seldar og eru fyrstu kaupendurnir þegar fluttir í húsið. Bærinn hefir nú tekið í notkun áhaldaliús sitt við Vesturbraut og fara þar fram véla- viðgerðir og framleiðsla á skólprörum fyrir Vatnsveitu og holræsagerð Keflavíkur. Skeinmtikvöld Samvinnnfólks. Hið árlega, sameiginlega mót starfsmanna og stjórna kaupfélaganna í Hafnarfirði og Keflavík, sem haldin eru til skiptis, sitt árið í hvorum bæ, var að þessu sinni haldið í Hafnarfirði laugardaginn 23. febrúar. Guðmundur Halldórsson hefir nú flutt húsgagnabólstrun sína í ný og rúmgóð húsakynni á Faxabraut 32 og mun því hér eftir geta tekið að sér meiri vinnu er verið hefir fram að þessu. Lesið auglýsingu frá Guðmundi á öðrum stað hér í blaðinu. Ungmennafélag Keflavíkur hélt árshátíð sína laugardaginn 23. febrúar í Ungmennafélagshúsinu. Mjög miklar um- ferðatruflanir hafa verið hér undanfarið sökum fannkomu. — Þannig var útlitið, einn morguninn, í einni götu í Keflavík, þegar risið var úr rekkju.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.