Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 2

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 2
F A X I Björn Antoníusson stýrimaður. Vilhj. Ásmundsson 1. vélstjóri. Magnús Berentsson matsveinn. Jón Sveinsson háseti. Ólafur Guðmundsson háseti. stöðum, Guðmundar og Guðrúnar ]óns- dóttur. Björn Antonsson stýrimaður, Skipasundi 31 Reykjavík, þrítugur að aldri, ættaður frá Fáskrúðsfirði. Lætur eftir sig konu, Guðrúnu Mikkelsen, og 2 dætur, 5 og 2 ára. Vilhjálmur Ásmundsson 1. vélstjóri, til heimilis Suðurgötu 6, Sandgerði, 33 ára. Hann lætur eftir sig konu, Gróu Axels- dóttur, og 4 börn. Magnús Berentsson matsveinn, til heim- ilis að Krókskoti, Sandgerði, 42 ára, ókvæntur. Bjó hjá öldruðum foreldrum sínum, þeim Kristínu Þorsteinsdóttur og Berent Magnússyni. Jón Björgvin Sveinsson háseti, til heim- ilis að Uppsalavegi 4, Sandgerði, 36 ára. Hann lætur eftir sig unnustu, Unni Lárus- dóttur og 2 börn, móður átti hann á lífi, Kristínu Guðmundsdóttur, sem var á heimili hans. Ólafur Guðmundsson háseti, 36 ára, til heimilis að Arnarbæli, Miðneshreppi. Hann var fyrirvinna aldraðra foreldra sinna, Guðrúnar Ólafsdóttur og Guð- mundar Eyjólfssonar.. Minningarguðsþjónusta um hina látnu sjómenn fór fram í Útskálakirkju sunnu- daginn 17. janúar að viðstöddu fjölmenni. Sóknarpresturinn, sr. Guðmundur Guð- mundsson, flutti minningarræðuna. Faxi vottar aðstandendum hinna horfnu sjómanna innilega hluttekningu, vegna hins sviplega fráfalls þeirra. Drottinn blessi minninguna um þá og veiti ástvinum þeirra þrek til að bera sinn þunga harm. Að morgni þess 17. þ. m. urðu menn varir við eld í hásetaklefa á m.b. Vísi, þar sem hann lá í Keflavíkur- höfn. Slökkviliði Keflavíkur var gert viðvart og kom það fljótlega á staðinn og tókst því á skömmum tíma að slökkva eldinn, en miklar skemmdir urðu á bátnum, bæði innréttingu á hásetaklefa og einnig brann dekk bátsins að neðanverðu yfir hásetaklefanum. Senni- legt þykir, að kviknað hafi út frá eldavél bátsins. í fyrra voru gerðir út í Keflavík og Njarðvik 57 bátar, en talið er, að nú á þessari vertið verði þeir yfir 60. — Von er á 4 nýjum bátum til útgerðar- manna og fyrirtækja og verður þeirra nánar getið síðar. Frá minningarathöfninni í Útskálakirkju sunnudaginn 17. jan. s.l. Mikill mannfjöldi var við athöfnina og gátu ekki nærri allir komist inn í kirkjuna. a

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.