Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 7

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 7
F A X I 7 Þar með urðu kapitulaskipti í símaþjón- ustu hér í Keflavík. — Nýi tíminn var genginn í garð með nýju ári. Fyrir hönd heimamanna tóku til máls þeir Eggert Jónsson bæjarstjóri og Guðmundur Guð- mundsson, varaforseti bæjarstjórnar. Að lokinni þessari athöfn var gestum sýnd stöðin og þágu þeir síðan góðgerðir, sem póst- og símamálastjórnin veitti. Almenn hrifning ríkti meðal viðstaddra, enda er hér um að ræða stórstígar fram- farir í símamálum Keflavíkur og ná- grennis. Gamla símstöðin, sem verið var að kveðja, hefir gegnt hér merku hlut- verki um hálfrar aldar skeið. Við hana hefir gott fólk unnið frá fyrstu tíð. Um mánaðarmótin sept.—okt. 1908 var fyrst talsamband opnað milli Keflavíkur og Reykjavíkur og þá opnuð hér landssíma- stöð. Fyrsti stöðvarstjóri var Marta Val- gerður Jónsdóttir, sem er öllum Faxales- endum að góðu kunn, og var hún skráður stöðvarstjóri til 1913, en þá tók við embætt- inu mágkona hennar, Anna Þorgríms- dóttir, og er hún skráður stöðvarstjóri í eitt ár. Árið 1914 tekur Karl Vilhjálmsson við stöðvarstjórn og gegndi starfinu í eitt ár. Karl er ennþá starfsmaður Landssím- ans og vinnur á radióverkstæðinu. 1915 tekur svo C. A. Möller við stöðinni og er stöðvarstjóri til ársins 1929, en þá tekur Sverrir Júlíusson við starfinu og gegnir því fram til ársins 1940, er núverandi símstjóri, Jón Tómasson, tekur við því. Við breytinguna hafa allmargar síma- stúlkur hætt störfum og mun þeim enn fækka all verulega, þegar landssímaaf- greiðslan verður líka sjálfvirk, en það mun verða að verulegu leyti seinnipartinn á Frá vinstri: Ragnar Benediktsson, B. Hernike verkfr., Þorvarður Jónsson verkfr., Vignir Erlendsson, Gauti Indriðason, T. Kedeskog, O. Olafson, Ólafur K. Ólafsson, S. Hermanson, Leó Ingólfsson verkstj., Svavar Hauksson. þessu ári. Ymsir munu sakna símastúlkn- anna og þurfa nokkurn tíma til þess að venjast hinni nýju tækni. Það er nefni- lega svoleiðis með okkur mennina, að við þurfum að hafa nöldrið okkar við hend- ina. T. d. var ég fyrir nokkru staddur í húsi, en meðan ég stóð þar við, hringdi þangað maður, sem hafði ætlað að hringja í annað númer. Er hann varð mistaka sinna var, sagði hann: „Æ, hafa þær nú gefið mér skakkt númer?“ Annar hringdi á upplýsingaþjónustu nýja kerfisins og sagði: „Hvernig er það, stendur hann Margeir alltaf í sambandi hjá ykkur, ég hefi verið að hringja á hann í hálftíma og hann er alltaf á tali“. Þannig hafa sjálf- sagt margir brandarar orðið til um það leyti sem nýja stöðin tók til starfa. Frá vinstri: Gunnlaugur Briem póst- og símamála- stjóri velur fyrsta númerið, Þorvarður Jónsson verkfræð- ingur, er sá um uppsetning vélanna, Jón Tómasson símstöðvarstjóri og Jón A. Skúlason yfirverkfræðingur, sem hafði yfir- umsjón með bygg- ingarframkvæmd- um og uppsetningu sjálfvirku sím- stöðvarinnar í Keflavík. Já, nú höfum við sem sagt fengið nýja og glæsilega sjálfvirka símstöð, sem veitir betri og fullkomnari þjónustu en þekkist hér á landi og sem þó á eftir að fullkomn- ast til muna, þegar aðrar stöðvar á land- inu hafa verið gerðar samvirkar henni. Við megum því vel við una, hvað þetta snertir, og horfa björtum augum á fram- tíðina. Ég býst við að allir, sem að þessu máli hafa staðið, hafi unnið því vel, allt frá ráðherrum og fyrirmönnum landssímans til iðnaðar- og verkamanna. Og ber okkur Keflvíkingum vissulega að þakka það. En í þessu sambandi minnist ég þess, að í viðtali við stöðvarstjórann, Jón Tómasson, vildi hann þakka sérstakléga góðar undir- tektir fyrrverandi póst- og símamálastjóra, Guðmundi Hlíðdal svo og núverandi póst- og símamálastjóra, Gunnlaugi Briem, en báðir þessir menn hafa staðið að því með einlægum áhuga, að láta draum okkar hér um sjálfvirka símstöð rætast. Þá má heldur ekki gleyma því, að yfirverkfræð- ingur landssímans, Jón A. Skúlason, sem hefir stjórnað þessum framkvæmdum, er borinn og barnfæddur Keflvíkingur og hefir því sjálfsagt verið hans metnaðar- mál, að gera hlut Keflavíkur sem beztan. Ég vil svo að lokum geta þess, að fyrir um það bil 10 árum mun núverandi stöðv- arstjóri hafa vakið máls á sjálfvirkri sím- stöð hér, bæði í Faxa og síðar í bæjarstjórn Keflavíkur, sem hann þá átti sæti í. Þetta leiddi svo til nefndakosninga og til ferða á fundi mdð póst- og símamálastjórn.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.