Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 8

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 8
8 F A X I Nýjar bækur í safnið. Schnabel, Ernst: Hetja til hinztu stundar. Frásögn um Onnu Frank. Appelton, Victor: Kjarnorkuborinn, barnabók. Blyton, Enid: Baldintóta, barnabók. — Fimm á smyglarahæð, barnabók. Verne, Jules: Umhverfis jörðina á áttatíu dögum, barnabók. Tatham, Julie: Rósa Bennett á hvíldarheimili, barnabók. Wells, Helen: Leyndarmál flugfreyjunnar, barnabók. Brisley, J. L.: Millý-Mollý-Mandý, II., barnab. Ármann Kr. Einarsson: Flogið yfir flæðarmáli, barnabók. Blaine, John: Týnda borgin, barnabók. Kullman, Harry: Steinar sendiboði keisarans, barnabók. Floden, Halvor: Tataratelpan, barnabók. Hartog, Jan de: Hetjur í hafróti, sjóferðabók. Meissner, Hans-Otto: Njósnarinn Sorge, skáldsaga. Hafsteinn Sigurbjarnarson: Draumurinn, skáldsaga. Ingibjörg Sigurðardóttir: Systir læknisins, skáldsaga. Valtýr Stefánsson: Menn og minningar. Charles, Theresa: Sárt er að unna, skáldsaga. Freuchen, Peter: Heimshöfin sjö. Magnús Björnsson: Hrakhólar og höfuðból. Matthías Jochumsson: Bréf til Hannesar Haf- steins. Euwe, M.: Teflið betur. Jón Helgason: Islenzkt mannlíf II. Dannebrog, H. M.: Jan og stóðhesturinn, barnabók. London, Jack: Ævintýri, skáldsaga. — Spennitreyjan, skáldsaga. — Obyggðirnar kalla, skáldsaga. Sigurður A. Magnússon: Nýju fötin keisar- ans, skáldsaga. Verne, Jules: Ferðin til tunglsins, barnabók. Meister, Knud: Jói getur allt, barnabók. Stark, Sigge: Heimasætan snýr aftur, barnab. Michener, James A.: Sayonara, skáldsaga. Loftur Guðmundsson: Enginn sér við Ásláki, barnabók. Defoo, Daniel: Róbonson, barnabók. Böðvar frá Hnífsdal: Strákar í stórræðum, barnabók. Thorolf Smith: Abraham Lincoln. Meister, Knud: Jói blaðamaður, barnabók. Lim, Janet: Seld mansali. Segja má, að nokkuð langur tími sé lið- inn frá því þetta var, enda hefir margt gerzt í sögu símamálsins á þessu tímabili. Stundum hefir því miðað vel áleiðis en í annan tíma hafa erfiðleikar og tafir orðið á vegi þess, en samt hefir alltaf þokað í rétta átt og með tilliti til þess, að hér var um stórmál að ræða, getur árangurinn í heild talizt mjög góður og lofsamlegur. Urn það geta varla orðið skiptar skoðanir. Ritstj. Fa I Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- A A I stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 5,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni. Ising á götum í hinni góðu tíð, sem ríkt hefir að undan- förnu hefir stundum borið mikið á ísingu á vegum, einkum þó á hinum malbikuðu göt- um, sem verða þá flughálar, svo slysahætta í umferðinni vex mikið. í sambandi við þetta vil ég benda á, að börn og ung- lingar fara oft ógætilega á umferðargötum, taka ekki sem skyldi tillit til framanskráðra aðstæðna. Virðast börn ekki gcra sér nægi- lega ljóst, að á ísing og hálku er stóraukin slysahætta á götunum. Þurfi bifreiðastjóri að hemla snögglega, t. d. vegna þess að ein- hvcr hleypur út á götuna framan við farar- tækið er sáralítil von til þess að komizt verði hjá slysi, cða stórskemmdum á ökutækjum og ef til vill fleiru. Sé gatan óhál er oft hægt að forðast slys með því að bcita hemlunum duglega, en sé hálka gegnir öðru máli, enda eru bifreiða- stjórar mjög varaðir við að liemla undir slíkum kringumstæðuin þar sem búast má við að bifrciðin snúist við á götunni og rcnni stjórnlaus á hvað, sem fyrir kann að verða. Ég vek máls á þessu hér vegna þess að nú á dögunum, er ísing var á götuni, kom það fyrir, oftar en einu sinni að gálausir unglingar hlupu fyrir bíla og urðu með því valdir að óhöppum í umferðinni og skcmmd- um á farartækjum. Er fyllsta ástæða til að brýna það fyrir foreldrum, að þeir bcndi börnum sínum á hver hætta þeim og öðrum geti stafað af ógætni í umfcrðinni og cinnig að þcir gæti þess að lítil óvita börn séu ckki að leik á miðjum götunum þar sem hættan er alltaf á næsta leiti. Parkinson, Northcote: Lögmál Parkinsons. Björgúlfur Ólafsson: Ástralía og Suðurhafs- eyjar. Ólafur Jóh. Sigurðsson: Ljósir dagar. Ólafur Briem: Útilegumenn og auðar tóftir. Arnór Sigurjónsson: Einars saga Ásmunds- sonar, II. Mauriac, Francois: Skriftamál, skáldsaga. Lundquist, Eric: Söngur suðurhafa, íerðasaga. Helgi Pjeturs: Ferðabók. Johns, W. E.: Út í geiminn. barnabók. Ott, Wolfang: Hákarlar og hornsíli. Sigurður Haralz: Hvert er ferðinni heitið? Barclay, Florence: Leyndarmál Helenu, skáld- saga. Hart, E. A.: Klara og stelpan sem strauk, barnabók. Einar H. Kvaran: Mannlýsingar. Sigurður Nordal: Þrjú Eddukvæði. Selma Jónsdóttir: Dómsdagurinn í Flatatungu. Weier, Edvard: Frumstæðar þjóðir. Margrét Jónsdóttir: Geira glókollur í Reykja- vík, barnabók. Moberg, Vilhelm: Vesturfararnir, skáldsaga. Guðmundur G. Hagalín: Fílabeinshöllin, ævi- saga. Kristján Eldjárn: Staksteinar. Gunnar Dal: Októberljóð. Gordon, Richard: Læknakandidatinn, skálds. Berthold, Will: Að sigra eða deyja, skáldsaga. Stevns, Gretha: Sigga í hættu stödd, bamabók. Schulz, Wenche Norberg: Leynifélagið og bláu brönugrösin, barnabók. Hassel, Sven: Hersveit hinna fordæmdu, skáldsaga. Hall, Peggy: Hamingjuleytin, skáldsaga. Burroughs, Edgar Rice: Tarsan í landi leynd- ardómanna, barnabók. Kristmann Guðmundsson: Ævintýri i himin- geimnum, skáldsaga. Krist, H. Helmut: Með þessum höndum, skáldsaga. Sigfús Daðason: Hendur og orð. Óbundin. Kemur ekki í útlán strax. Heinesen, William: I töfrabirtu, skáldsaga. Maó-tse-tung: Ritgerðir I. Levi, Carlo: Kristur nam staðar í Eboli, skáldsaga. Það er vert að taka það fram að af vin- sælustu bókunum eru keypt allmörg eintök, þó nægir það hvergi hinni auknu aðsókn. „Litlu jólin“. Þann 19. desember voru hin svo kölluðu Litlu jól hátíðleg haldin í barnaskóla Kefla- víkur, en sú venja hefir ríkt við skólann um all langt skeið, að börn og kennarar noti síð- asta dag skólans fyrir jól til þess að fagna skólaleyfinu með smáskemmtunum í skóla- stofum sínum og hafa börnin sjálf undirbúið þær með tilsjón kennara sinna. Að þessu sinni hófst hátíðin með því, að hver bekkjar- deild gekk með sínum kennara yfir í leik- fimisal skólans, þar sem skólastjórinn ávarp- aði börnin og las jólaguðspjallið, en börnin sungu jólasálma, en Erlingur Jónsson kennari leiddi sönginn með fiðluleik. Eftir þessa at- höfn hófust skemmtanir barnanna í öllum kennslustofum skólans. Þess má geta, að bæjarstjórn hafði nú eins og að undanförnu látið tendra fagurt jólatré fyrir framan barna- skólann, er setti hátíðlegan svip á þenna ánægjulega hátíðisdag barnanna.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.