Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 3

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 3
F A X I Marta Valgerður Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Næsta hús norðan megin og neðan við Eldhús var Kot. Var það ágætt hús að þeirrar tíðar hætti, þótt nefnt væri Kot, hafði nafnið haldizt frá því að þarna stóð lágur og lítill moldarbær. A milli hús- anna, Eldhúss og Kots, var gamall vatns- farvegur nokkuð djúpur, en planki eða göngubrú yfir. Þessi farvegur var þurr, nema í leysingum, en þá gat þarna orðið talsvert flóð. Þessi vatnsflaumur, sem kom ofan úr heiðinni í leysingum, beljaði niður Melana fyrir neðan Nónvörðuna, kom svo niður hjá Litlabænum og við norðan- verðan túnfótinn á Norðfjöi;ðstúni, en sunnan við Þorvarðarhús og niður milli Eldhúss og Kots, beygði svo fyrir Kots- lóðina og rann til norðurs niður á móts við gamla vatnspóstinn, lagði þá enn lykkju á leið sína niður með Ishússtíg og rann til sjávar fyrir sunnan Miðbryggj- una. Þá sögu heyrði ég hjá gömlum Kefl- víkingum, að eitt sinn í svarta myrkri, hefði maður drukknað í þessari rás milli Eldhúss og Kots. I Koti bjuggu langa ævi Anna Skúla- dóttir og Högni Ketilsson, fyrirtaks sæmdarhjón. Þar var allt svo hreint og snyrtilegt inni og úti, að unun var á að líta. Voru þau hjón samhent f umgengni og snyrtimennsku svo ekki mátti á milli sjá. Það var sama, hvert litið var, inn á sjálft heimilið eða inn í hjall og útihús á lóðinni, allt var þar fágað og prýtt, svo að til fyrirmyndar var. Bæði voru þau hjón prúð í framkomu, stillileg og óáleitin um annarra hag. Anna var lagleg kona í sjón, í meðallagi há, grönn á vöxt, létt á fæti og sómdi sér einkar vel. Hún var alltaf mjög snyrtilega klædd, hvort sem hún klæddist spariföt- um eða var í hversdagsbúningi sínum. Hún var glöð í lund og gamansöm í góðra vina hópi, undi sér bezt innan síns heimilis og var einkar hjálpsöm við vini og nágranna. Hún var ágætlega vel vinn- andi og saumaði öll föt á heimilisfólkið. Högni var niikill starfsmaður og féll aldrei verk úr hendi. Aðal atvinna hans fram eftir ævi var sjómennska. Var hann í félagi við þá frændur sína Jón og Bjarna Högni Ketilsson. Ólafssyni og Árna Geir. Þeir félagar verk- uðu hinn mikla afla sinn, er á land kom, sameiginlega. Var dálítið stakkstæði fyrir neðan Kot, er lá út að Hafnargötu. Þar þurrkuðu þeir fisk sinn. Mátti á sólhjört- um sumardögum sjá þá félaga ásamt kon- um sínum sýsla við fiskinn, breiða, taka saman og stakka. Högni starfaði einnig mikið að ýmiskonar netavinnu, reið net, bætti net og felldi þau á teina og margt fleira, sem að netavinnu laut. Anna Skúladóttir var fædd 23. júní 1863 á Miðgrund undir Eyjafjöllum. For- eldrar hennar voru Skúli Þorvarðarson bóndi á Miðgrund og kona hans Elín, f. 31. maí 1838, Helgadóttir bónda á Stein- um undir Eyjafjöllum, f. um 1795, Guð- mundssonar bónda í Kálfhaga í Kald- aðarnessókn, f. 1752, Jónssonar. Þegar Anna var á fyrsta ári, fluttust foreldrar hennar að Fitjarmýri í Stóradalssókn og bjuggu þau þar í 20 ár, þaðan fluttust þau að Berghyl í Hrunamannahreppi og bjuggu þar til 1903, en þá fluttust þau að Austurey í Laugardal og þar önduðust þau hjón, Elín 15. nóv. 1907 ,en Skúli 3. júlí 1909. Skúli Þorvarðarson var fæddur 31. okt. 1831. Voru foreldrar hans séra Þorvarður, f. 1798, d. 1869, Jónsson, þá aðstoðar- prestur föður síns á Breiðabólstað í Vestur- hópi og kona hans Anna Skúladóttir Anna Skúladóttir. stúdents, smiðs og bónda að Stóru-Borg í Víðidal, f. 1764, d. 1853, Þórðarsonar. Skúli var fyrirmaður í sveit sinni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, var hreppstjóri og hreppsnefndaroddviti og rækti þau störf með alúð og samvizku- semi. Síðar varð hann alþingismaður, fyrst 2. þm. Rangæinga 1881—85, svo 2. þm. Árnesinga 1886—91. Hann var mikið vand- aður maður, gætinn, stilltur og hóglátur í öllu dagfari og þótti sæmdarmaður í hví- vetna, en þannig var honum lýst af sam- tíðarmönnum. Fleimili þeirra hjóna var vinsælt og vel metið, enda Elín húsfreyja mikil myndarkona. Af 11 börnum þeirra hjóna lifðu þau aðeins 3. en þau voru: 1. Anna, kona Högna. Þau giftust 20. sept. 1886, sama árið, sem þau fluttust til Keflavíkur. 2. Helga, giftist 12. okt. 1894 Oddleifi Jóns- syni. Bjuggu þau í Langholti í Hruna- mannahreppi. Sonur þeirra er Skúli, faðir séra Ólafs, er þjónað hefur Keflavíkur- prestakalli síðan í haust og Helga leikara í Reykjavík. 3. Skúli Skúlason, lengi smið- ur í Keflavík, mikill geðprýðismaður, prúð- menni og hvers manns hugljúfi. Synir hans eru Guðmundur trésmiður og Skúli byggingafulltrúi, báðir í Keflavík. Systir þeirra er Sigríður, er rekur verzlun í Keflavík ásamt manni sínum, Halldóri Fjalldal. Alls voru börn Skúla sex. (Sjá

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.