Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 10

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 10
10 F A X I MINNINGARORÐ: Matthildur Jóhannesdóttir frá Gauksstöðum í Garði. Þótt nokkuð sé um liðið síðan grein þessi birtist, hefi ég fengið leyfi höf- undar til þess að birta hana í Faxa, þar eð ég tel rétt og skylt að varð- veita minningu þessarar ágætu konu í blaði okkar Suðurnesjamanna. Faxi vottar Gauksstaðahjónunum og öðrum ástvinum hinnar látnu, innilegustu samúð. Þá hefir Sigurður Magnússon beðið Faxa fyrir meðfylgjandi minningarorð frá sér, en Gauksstaðafjölskyldan hefir ætíð reynst honum vel, eins og reyndar öllum öðrum, sem þar hafa borið að garði. I dag verður til moklar borin að Utskál- um í Garði Matthildur Jóhannesdóttir frá Gauksstöðum í Garði. Hún var dóttir sæmdar og ágætishjónanna á Gauksstöð- um, Helgu Þorsteinsdóttur og Jóhannesar Jónssonar, útvegsbónda. Matthildur var fædd 22. apríl 1935, en lézt 5. nóvember s.l. Vafalaust hefur sumarylurinn ahkizt hjá hjónunum á Gauksstöðum við fæðingu litlu stúlkunnar, þá fögru vordaga fyrir rúmum 24 árum. En í hamingjusömu hjónabandi þeirra hafa þau eignast 14 falleg og mannvænleg börn og var Matta, eins og hún var jafnan kölluð meðal vina og vandamanna, næst yngst. Fyrir 17 árum kom ég fyrst að Gauks- stöðum. Það er einkum tvennt, sem fest- ist þá í huga minn og hefur átt þar ból- festu síðan, það er hjartahlýja húsráðenda og hinn stóri, fjörmikli barnahópur. Hvert af öðru uxu svo börnin út úr barnahópn- um, inn í líf og starf hinna fullorðnu þar sem þau hafa reynzt í bezta lagi hlut- gengir þjóðfélagsþegnar. Ein er sú minn- ing um Matthildi, sem mér finnst rétt að geta, en það er frá íþróttamóti í Keflavík, er hún tók þátt í, þá á fermingaraldri. Táp hennar og fjör speglaðist í hverri hreyfingu og hógværð að unnum sigri. Það duldist ekki að hér fór gott íþrótta- efni. Enda mun það hafa verið vilji hennar og þrá að gera íþróttakennslu að ævistarfi. En því miður voru ekki forlög hennar þann veg ráðin. Eftir að hafa lokið héraðs- skólanámi 1952, mun hún hafa ætlað sér að fara á íþróttakennaraskóla, en áður en til þess kom, mun sjúkdómur sá, er Matthildur Jóhannesdóttir. nú hefur fært hana úr tölu okkar lifenda — gert vart við sig, og breytt fögrum fyrirætlunum og góðum fyrirheitum í van- heilsu og sjúkrahússvist. Tíu mánaða sjúkrahússlega kom í stað skólagöngu og síðar margar skemmri legur. Oftast var harka sjúkdómsins svo mikil, að maður gat búizt við sigri mannsins með sigðina. Iþrótt Matthildar varð því sú að glíma við hann. Og við, sem stóðum álengdar — áhorfendur — gátum ekki annað en dáðst að æskuþrótti og manndómi hennar. Hvað eftir annað náði hún svo öruggum yfirtökum, að jafnvel þeir sem bezt áttu að vita, gerðu sér vonir um að sigurinn væri alger. En þá var athafnaþráin, at- orkan og óhlífnin svo mikil að hún sást ekki fyrir. Smátt og smátt bilaði viðnáms- þrótturinn og lífsins lokastund upp runnin, hverri Matthildur tók á móti með sinni kunnu geðró og hugprýði. Af framan sögðu mætti ætla, að vinnu- stundir Matthildar hafi ekki orðið margar. En athafnaþráin var henni í blóð borin. A átjánda ári réðst hún til símaþjónustu á símastöðina í Garðinum og síðar á síma- stöðina í Keflavík, en bjó alltaf heima í foreldrahúsum þar sem hún vann jafnan að lokinni símavakt. A Gauksstöðum var margt að snúast bæði úti og inni, stórt heimili, landbúnaður og útgerð, með fisk- verkun, síldarsöltun og öllu því sem þar að lýtur, og í þungri sjúkdómslegu móður sinnar fékk hún sig leysta frá símaþjón- ustu í nokkra mánuði til að taka að sér húsmóðurstörfin. Auk þessa gat hún fórnað góðum tíma til félagsmála og starfs í þeirra þágu, lék t. d. í ýmsum sjónleikum við góðan orð- stír. Þar sem við unnum saman við síma- þjónustuna í Keflavík, er mér kunnugt um að hún gekk heils hugar að starfi. Hún var starfsglöð, ábýggileg og örugg. Vel greind og vel virk og vildi vinna. Þess vegna ávann hún sér vinsemd og hlýhug alls samstarfsfólks. Andlátsfregnin lét því illa í eyrum og það var erfitt að sætta sig við þá staðreynd að aldrei framar mætti rödd hennar heyrast — aldrei framar gæti framkoma hennar og hátt- prýði orðið til fyrirmyndar. Um leið og við starfssystkini hennar kveðjum hana og þökkum henni góð kynni og gott samstarf, vottum við öldr- uðum foreldrum hennar og öðrum vin- um og vandamönnum innilega samúð. Jón Tómasson. Kósir fölna fyrr en varir, frostnótt deyðir margoft blóm. Aldraður þótt áfram hjari eftir verður heldimmt tóm. Margir sakna mætrar rósar. Menn og fljóð í þessum heim. Er hún hverfur æskuljósa, ómælis í víðan geim. Enn hún blómgast öðru á sviði æðsti kraftur veitir líf. Umvafin í cnglafriði. Og þá laus við dauðans kíf. Sigurður Magnússon, Valbraut. Sigurður Magnússon, útsölumaður Faxa í Garði og Leiru, sendir Faxa eftirfarandi: Uti er jarðlífsævin senn, af því hugur vaki. Attatíu og einnig tvenn eru jól að baki. Sigurður hlýddi á Rósberg G. Snædal rit- höfund lesa frumsamda smásögu í útvarpið og kvað þá þetta: Myndar sögur margskonar, margoft ljóð til þjóðar syngur. Rækir störf við ritsmíðar, Rósberg Snædal, Húnvetningur.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.