Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 3

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 3
F A X I 35 Marta Valgerður Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Við göngum nú frá Skólanum upp ís- hússtíginn, sem er svolítið á fótinn, í átt- ina að húsi Bjarna Olafssonar. Þarna stóð lítið grænt hús, er þau hjón Vilborg Bene- diktsdóttir og Bjarni Olafsson höfðu látið byggja nokkru fyrir aldamótin. Var það líkt í sniðum og hús þau, er byggð voru á þessu tímabili í Keflavík, stofa, eldhús og gangur niðri og svefnherbergi á lofti. Ifjarni Olafsson var nafnkenndur formað- ur, áræðinn og aflasæll, fyrirhyggjusamur og rólyndur, ákveðinn og öruggur, enda fylgdi formannsferli hans mikil gifta. Á langri formannsævi hans henti hann aldrei slys. Var þó sjór sóttur í skammdegis- myrkri á opnum skipum alla leið suður í Miðnessjó og jafnvel langt á haf út. Þeir voru albræður Bjarni og Jón formaður, er bjó við Vesturgötu í Keflavík, báðir snill- ingssjómenn og framúrskarandi stjórn- endur, enda samhentir um allar fram- kvæmdir bæði á sjó og landi. Voru þeir bræður svo nátengdir í vitund fólks, að varla var annar nefndur svo að hins væri ekki getið uin leið. Kona Bjarna, Vilborg Benediktsdóttir, var mikil dugnaðarkona, hagsýn og ráð- deildarsöm. Ekki undu þau hjón lengi við litla húsið sitt. Létu þau rífa það og byggja annað hús á sama stað. Var það stórt og myndarlegt tvílyft hús og varð þá stærsta íbúðarhús í Keflavík, þegar verzlunarhúsin og gamla læknishúsið voru frádregin. Á hvorri hæð voru þrjár stofur, ágætt eldhús og stórt búr. Voru þetta einkar vistleg húsakynni og sólrík. I þessu húsi bjuggum við Björn í þrjú ár (1913— ’16). Leigðum við hjá þeim ágætu hjón- um, Vilborgu og Bjarna efri hæðina, utan eina stofu er þau hjón höfðu fyrir sig. Vorum við þarna í góðurn vinahöndum. Sýndu þau hjón okkur Birni einstaka vináttu, og voru okkur í emu og öllu eins og beztu og nánustu ættmenni. Að sjálf- sögðu kynntist ég Vilborgu náið. Var sú kynning mjög ánægjuleg. Það var háttur okkar að byrja daginn með því að drekka saman morgunkaffið. Bar þá margt skemmtilegt á góma. Vilborg kunni frá mörgu að segja og lét talið berast að hin- um betri hliðum daglegs lífs, en aldrei minntist hún á neina erfiðleika. Vilborg var alltaf hóflega glöð og hress í anda. Þegar við höfðum drukkið morgun- kaffið, sneri Vilborg sér að daglegum störfum með sama gleðiblænum og var þá svo eldfljót og hagsýn í verkum að allt var búið á ótrúlega stuttum tíma. Verkin léku í höndum hennar. Það var einn þátt- ur í daglegu starfi húsmæðra í Keflavík á vertíðum að verka sundmaga. Var það mikið magn, þar sem margir hlutir komu saman eins og hjá Vilborgu. Sundmaginn var svo þurrkaður og seldur kaupmönn- um, sem gáfu oft vel fyrir þessa útflutn- ingsvöru, en liúsmæður fengu sjálfar and- virðið. Þessi sundmagaverkun var sein- virk og þótti mörgum það leiðindaverk. Ongvan hef ég séð vinna þetta verk af eins miklum hraða og Vilborgu, hún var svo handfljót, að hún var á örskammri stundu búin með fulla fötu og tekin til við aðra og svo koll af kolli unz allt var búið. Og alltaf var hún í sama létta og góða skapinu. Á sumrum vann Vilborg að fiskverkun með bónda sínum. Hef ég áður getið þess að þeir bræður Bjarni og Jón, Árni Geir og Högni verkuðu allan fisk sinn sjálfir og sameiginlega. Unnu konur þeirra með þeim í þurrum fiski. Á vetrum sat Vilborg löngum við rokk- inn og spann, vann hún mikið að allri ullarvinnu og var þar hraðvirk eins og í öðrum verkum. Og svo hafði hún alltaf tíma til þess að búa sig uppá og heim- sækja vini og kunningja. En þegar voveif- legir atburðir gerðust, var Vilborg stærst. Eg minnist þess, er hún vordag einn brá mér á einmæli og sagði mér andlát tengda- sonar sins, Sigurður Bjarnasonar bæjar- fulltrúa og kaupfélagsstjóra í Hafnarfirði, en hann hafði orðið bráðkvaddur þennan morgun. Eg minnist þess, hve hún sam- einaði þá á aðdáanlegan hátt hinn bljúga trega og örugga og styrka skapgerð. Eg minnist sumarsins, er á eftir fór, er hún hafði dótturina ástkæru, Vilborgu Þor- steinsdóttur, hjá sér ásamt lítilli dóttur- dóttur, Guðrúnu Sigurðardóttur, og hvernig hún, af móðurlegri nákvæmni hressti og gladdi þær mæðgur. Og alltaf var lundin létt og glöð hið ytra, en undir bjó djúp alvara og þreklund. Bjarni Olafsson var einstakt prúðmenni, liæglátur, stilltur og grandvar í orðum og athöfnum, heldur fáskiptinn hversdags- lega, en lagði ævinlega gott til mála, til- svör oft hnittin, stutt og hæglátleg, en liittu beint í mark. Loforð hans voru gulls ígildi og þegar hann lét hjálp sma i té, var það ævinlega gert með miklum mynd- arbrag. Bjarni Olafsson var framúrskarandi starfsamur maður og mátti segja, að hon- um félli aldrei verk úr hendi. Þegar hann var í landi, sýslaði hann um veiðarfærin,

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.