Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 6

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 6
38 F A X I — M i n n i n g — Gróa Erlendsdóttir Gróa andaðist að Elliheimilinu Grund þann 28. fyrra mánaðar og var jarðsungin frá Keflavíkurkirkj u 7. marz s.l. Hún var fædd 4. júní 1877 að Skíð- bakka í Austur-Landeyjum. Foreldrar hennar voru hjónin Oddný Arnadóttir og Erlendur Erlendsson, sem þar bjuggu. Var hún ein sjö systkina, er öll komust til fullorðinsára. Bræður hennar þrír eru látnir, en á lífi eru þrjár systur hennar, Jórunn, sem býr í Vestmannaeyjum, Guð- rún, er dvelur á Elliheimilinu Grund og Oddný, sem einnig er búsett í Reykjavík. Gróa ólst upp á Skíðbakka hjá foreldr- um sínum og mun hún lítið liafa dvalið utan æskuheimilis síns, þar til hún giftist frænda sínum, Þórði Helgasyni, frá Bakka- koti á Rangárvöllum, árið 1900. Þau hófu búskap að Artúnakoti á Rang- árvöllum og bjuggu þar í 3 ár. Þaðan fluttu þau að Hallanda í Hraungerðis- hreppi í Arnessýslu og bjuggu þar til ársins 1921. Þaðan fluttust þau að Bolla- stöðum í sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1935, er þau brugðu búi og fluttu til Keflavíkur. Voru þau þá komin á efri ár, og heilsa Gróu mjög hnignandi. Þau höfðu þá að baki langan starfsdag. Börn eignuðust þau 13, en Þórður heitinn átti son áður en hann giftist. Tvö barnanna dóu ung, en ellefu komust til fullorðins- ára. Eina dóttur, Guðbjörgu, misstu þau uppkomna, en hún var búsett hér í Kefla- vík, gift Ragnari Guðleifssyni. Eru því nú á lífi 10 af börnum þeirra hjónanna, 5 dætur og 5 synir. Það má öllum ljóst vera, að þau hjónin hafa í búskap sínum haft mörgu að sinna, bæði úti og inni, því öll ólust börnin upp heima, að einu undanskildu. Húsmóður- störfin hafa þó einkum verið umfangs- mikil, en efni hins vegar af skornum skammti. Það kom sér þá líka vel, að hús- freyjan var bæði hagsýn og vinnusöm og taldi ekki eftir sér, að leggja nótt með degi. Samúð þeirra hjónanna var góð, enda voru þau samhent og samhuga við að koma börnum sínum til manns. Eftir andlát manns síns, var Gróa hjá börnum sínum um nokkurt skeið, fyrst i Keflavík og síðar í Reykjavík, en flutt- ist fyrir nokkrum árum á Elliheimilið Grund, þar sem hún síðan hefir dvalizt Gróa Erlendsdóttir. til hinztu stundar. Börnin voru henni ávallt góð og nærgætin og reyndu að gera henni lífið bjart og ánægjulegt, eftir því sem kostur var. Það sama má segja um tengdabörn hennar, en hjá syni sínum, Guðlaugi og konu hans, Maríu, voru þau hjónin bæði um nokkurt skeið, meðan Þórður lifði, og Gróa eftir fráfall hans. Var María tengdamóður sinni mjög góð og nærgætin eins og bezta dóttir. Sá, sem þetta ritar, átti því láni að fagna, að kynnast þessum sæmdarhjónum á efri árum þeirra og eiga með þeim margar ánægjulegar samverustundir. Fyrir það vil ég nú þakka við leiðarlok og lýk svo þessum fátæklegu kveðjuorðum með innilegri ósk um bjarta framtíð á landi lifenda fyrir handan móðuna miklu. H. Th. B. Hér að ofan hefur verið rakinn að nokkru æviferill Gróu Erlendsdóttur, og ætla ég ekki að auka þar við. Aðeins vil ég hér færa hinni góðu konu þakklæti mitt og hinztu kveðju, fyrir góð kynni, umhyggju hennar og ástúð mér til handa, þann tíma, er við áttum samleið. Það var vorið 1935, að leiðum okkar bar saman. Það vor fluttist Gróa ásamt manni sínum, Þórði heitnum Helgasyni frá Bollastöðum í Hraungerðishreppi, til Keflavíkur, og áttum við heima, undir sama þaki, næstu 12 árin. Þegar Gróa fluttist til Keflavíkur hafði hún lokið miklu starfi, enda þá komin fast að sextugu. Þau hjónin höfðu þá komið upp stórum og mannvænlegum barnahóp. Tveir yngstu drengirnir af 11 börnum þeirra hjóna, er upp komust, voru þá á fermingaraldri. Þeir einir, sem þekktu til geta skilið hver störf húsfreyja í sveit, á þeim tíma, þurfti að leggja af mörkum við uppeldi slíks barnafjölda. Og þegar það einnig er haft í huga, að hér var kona, sem um áratugi átti við heilsuleysi að stríða, verður það ljóst, að þessi störf voru henni oft erfið, sérstaklega meðan börnin voru ung. Gróa var að upplagi létt í lund og glað- vær, dugmikil kona og vel gefin. Hún hafði á langri ævi lært að taka erfiðleik- um lífsins með jafnaðargeði. Þolgæði henn- ar og þrautseigja komu gleggst fram í hinum löngu sjúkdómslegum hennar. Hún lézt á 83. aldursári og hafði þá legið rúm- föst síðustu árin. Hér var góð kona á ferð, sem ég er þakklátur fyrir að hafa kynnzt og kveð nú með virðingu og þökk. R. G. Smyglmál. Fyrir nokkrum dögum komst lögreglan í Keflavík á snoðir um, að allmiklu af áfengi hefði verið smyglað úr M.s. Langjökli. Lög- reglan brá skjótt við og tók háseta af skip- inu fastan, en á honum lá grunur. Þegar lög- reglan kom á staðinn var einn hásetanna kominn í land með 284 flöskur af Vodka, og búinn að koma birgðunum fyrir í bifreið. Lögreglan tók hásetann og vínið í sína vörzlu og gerði síðan leit í skipinu, en ekkert fannst. Skipið hafði haft viðkomu í tveimur islenzk- um höfnum og verið tollskoðað. Skipið sigldi síðan til Reykjavíkur með tvo tollverði innan- borðs. Málið var tekið fyrir í Reykjavík og hefur 3. stýrimaður á Langjökli játað að vera eigandi vínsins ásamt hásetanum. Höfðu þeir keypt vínið í næstu ferð á undan og íalið það í rennusteinum í lestargólfi. Sorglegur atburður. Klukkan tvö eftir hádegi þann 26. febrúar varð banaslys á Sunnubraut í Keflavík. Þriggja ára drengur, Baldvin Rúnar Gunn- arsson, varð fyrir stórum olíuflutningabíl og stórslasaðist. Var litli drengurinn strax flutt- ur á sjúkrahúsið í Keflavík, þar sem hann andaðist skömmu síðar af völdum mikilla höfuðáverka. Foreldrar hans voru þau hjónin Valgerður Baldvinsdóttir og Gunnar Jóhanns- son trésmiður á Sunnubraut 4. Vottar Faxi ástvinum hins látna barns dýpstu samúð í þeirra þungu og sáru sorg. Jarðarför Bald- vins litla fór fram frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 5. marz, að viðstöddu fjölmenni.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.