Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 4

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 4
36 F A X I hirti þau og gerði, eða lét gera við það, sem ónýtt reyndist. Svo þurfti mikinn tíma til að hirða afla, sem barst frá bátun- um heim á heimilin. Það þurfti að hirða um þorskhausana og fisk þann, sem ætl- aður var til herzlu og ótal margt fleira. Voru verkefni því ævinlega yfrið nóg. Oft voru fallegir hlaðar í hjallinum, þegar leið að vertíðarlokum, en allt var hreint og vel umgengið. Þessar afurðir voru svo seldar sveitabændum fyrir landbúnaðar- afurðir og þótti mörgum þau skipti gefast mæta vel. Strax og vélbátar komu til sög- unnar, varð Bjarni þátttakandi í þeirri út- gerð. Fyrst var þessi útgerð í smáum stíl og voru margir saman um einn bát. En brátt urðu skipin stærri og eigendur færri um hvert skip. Var Bjarni í fremstu röð þeirra vélbátaeigenda, sem útgerð ráku í Keflavík. Var þeirri vítgerð stjórnað af mikilli forsjá og myndarbrag. Hjarni Olafsson var fæddur 2. janúar 1861 á Brennu undir Eyjafjöllum. For- eldrar hans þau Olafur Eyjólfsson og kona hans Vigdís Jónsdóttir, bjuggu þá í Brennu, en árið 1868 fluttust þau suður í Keflavik og settust að á Náströnd og bjuggu þar til æviloka. Ég hefi áður mionst á Ólaf í Faxa 1955 (XV, 2. tbl.), og síðar í sama blaði 1957 (XVII, 2. tbl.). Ólafur á Náströnd var snilldarmaður. Hann var fæddur 22. júlí 1830, dáinn 21. júní 1914, Eyjólfsson bónda í Hvammi undir Eyjafjöllum, f. 1804, d. 29. maí 1842 Ketilssonar bónda á Sauðhúsvelli í sömu sveit, f. 1765, Valdasonar. Kona Eyjólfs, móðir Ólafs, var Jórunn, f. 1804, Ólafs- dóttir bónda í Hvammi undir Eyjafjöll- um, Tómassonar. Kona Ólafs og móðir Jórunnar var Ólöf, f. 1762, Sveinsdóttir. Ólöf bjó í Hvammi eftir mann sinn. Hún var ljósmóðir í Holtssókn langa ævi. Kona Ólafs á Náströnd var Vigdís, f. 14. febr. 1825 á Núpi undir Eyjafjöllum, d. 12. maí 1902. Voru foreldrar hennar Jón Ólafsson bóndi á Núpi og kona hans, Sólveig, f. 1793, Bjarnadóttir bónda á Ásólfsskála, f. 1759, Vigfússonar. Vilborg, kona Bjarna Ólafssonar, var fædd 19. marz 1856 í Tröð á Álftanesi, en þar bjuggu foreldrar hennar, Benedikt Benediktsson og kona hans Guðríður Halldórsdóttir. Benedikt faðir Vilborgar var norðlenzkur að faðerni, en fæddur var hann á Eyvindarstöðum á Álftanesi 10. jan. 1826, en móðir hans var Margrét, f. 17. febr. 1802, Þórðardóttir bónda á Hliðsnesi, Bræðurnir Albert og Olafur Bjarnasynir ásamt hálfsystur þeirra, Vilborgu Þor- steinsdóttur. Myndin er tekin á silfurbrúðkaupsdegi þeirra bræðranna, 1. vetrardag 1946. En þeir kvæntust báðir sama daginn á heimili foreldra sinna árið 1921, og þar hafa þeir síðan búið alla tíð í bezta bróðerni. svo Eyvindarstöðum, f. 1762, Gíslasonar bónda í Sviðholti Jónssonar. Faðir Benedikts í Tröð var Benedikt í Litladal í Svínadal, stundaði lækningar og var nefndur blóðtökumaður, f. 1794, Bene- diktsson bónda á Ytri-Ey á Skagaströnd, f. 1765, d. 1843, Jónssonar á Balaskarði, f. 1734, Jónssonar á Mörk í Laxárdal, Jóns- sonar í Málmey, svo hreppstjóra í Höfða, d. 1738, Jónssonar prests á Hjaltabakka Þorgeirssonar. Kona Benedikts í Tröð (28. okt. 1854) var Guðríður, f. 15. sept. 1831, Halldórs- dóttir í Galtarvík í Skilmannahreppi, f. 1799, drukknaði í júlí 1842, Sumarliða- sonar bónda í Mágahlíð i Lundareykja- dal, f. 1747, Gíslasonar. Kona Sumarliða var Vilborg, f. 1768, Bjarnadóttir. Kona Halldórs og móðir Guðríðar var Guðrún, f. 1794, Böðvarsdóttir bónda á Vatnsenda í Skorradal, f. 1764, Bjarna- sonar bónda í Hvanneyrarsókn, f. 1793, Olafssonar. Kona Böðvars var Guðríður, f. 1769, Björnsdóttir. Þau Vilborg og Bjarni gengu í hjóna- band 21. okt. 1893. Voru þau gift í Út- skálakirkju. Svaramenn þeirra voru Jón Gunnarsson og O. Norðfjörð verzlunar- fulltrúar í Keflavík. Að sjálfsögðu hafa þau farið ríðandi út að Útskálum og hefur þetta því verið góð skemmtiferð, en Vil- borgu þótti ævinlega gaman að sitja á góð- um hesti og láta spretta úr spori. Synir þeirra Vilborgar og Bjarna eru þeir Ólafur Benedikt, f. 18. sept. 1894 og Albert, f. 27. nóv. 1897. Hafa þeir báðir verið miklir sjósóknarar og rekið útgerð í stórum stíl. Báðir búa þeir í húsi foreldra sinna og hafa stækkað það og prýtt. Kona Ólafs er Severína Högnadóttir (Faxi XX, 1. tbl.). Elínu, einkadóttur þeirra Severínu og Ólafs hefi ég áður getið í janúarblaði Faxa. Kona Alberts er Lísibet Gestsdóttir (Faxi XVIII, 6. tbl.), báðar miklar myndar- konur í sjón og raun. Börn Lísibetar og Alberts eru Bjarni, forstjóri í Keflavík, kvæntur Ingibjörgu Gísladóttur i Gerðum í Garði, Sighvatssonar, Hinrik, skipstjóri í Keflavík, kvæntur Ráðhildi Guðmunds- dóttur í Höfnum, Magnússonar, Helga, gift Hjálmari Guðmundssyni í Keflavík og Sigrún, heima í foreldrahúsum. Dóttir Vilborgar var Vilborg Þorsteins- dóttir, f. 14. sept. 1876 á Marðarnúpi í Vatnsdal. Hún giftist 13. okt. 1900 Sigurði Bjarnasyni skipstjóra, síðar bæjarfulltrúa og síðast kaupfélagsstjóra í Hafnarfirði, en hann andaðist 26. maí 1915, en Vilborg kona lians 17. júní 1949. Börn þeirra eru þrjú, Jón vélstjóri í Hafnarfirði, Jakob kaupmaður í Reykja- vík og Guðrún, frú í Hafnarfirði. Systkini Vilborgar Benediktsdóttur voru Margrét, er átti Elías Ólafsson í Akra- koti á Álftanesi. Þau fór util Ameríku með börn sín nokkru fyrir aldamót. Jón Sigurður Benediktsson var fiskimats- maður í Reykjavík. (P. Z. Vík. bls. 547). Bjarni Ólafsson andaðist í Keflavík 2. maí 1929 og Vilborg kona hans 15. jan. 1934.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.