Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 12

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 12
44 F A X I SIMAHAPPDRÆTTI S.L.F ORÐSENDING til símnotenda í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og Keflavík Heiðraði símnotandi! Enn býður Styrktarfélag Lamaðra og Fatlaðra yður að vera þátttakandi í símahappdrætti sínu. , Um leið og þér greiðið afnotagjald af sima yðar, fáið þér afhentan miða, sem veitir yður rétt til þess að kaupa happdrættismiða í símahappdrættinu með simanúmeri yðar. Við sérstakt borð í innheimtusal Landssímans verða happdrættismiðarnir seldir gegn afhendingu heimildarmiðants. Happdrættismiðinn kostar kr. 100,00. Enginn liappdrættismiði verður seldur nema gegn afhendingu heimildar- miðans til 15. maí 1960, en eftir þann tíma og til 21. júní 1960, er dregið verður, má selja hann hverjunr sem hafa vill. Ætlunin er, að hver símnotandi hafi samkvæmt þessu forgangsrétt til kaupa á happdrættismiða með símanúmeri sínu til 15. maí 1960. Að morgni dags 21. júní 1960 verður dregið um vinninga í happdrættinu á skrifstofu borgarfógeta í Reykjavík, og á samri stund verður hringt í vinn- ingsnúmerin og tilkynnt um vinningana, sem eru Opel Caravan bifreið að verðmæti kr. 160.000,00 og Volkswagenbifreið, stationgerð, að verðmæti kr. 150.000,00. Þá verða og fjórir aukavinningar, sem eru ávísun á vöruúttekt, hver að upphæð kr. 10.000,00. Með aðstoð yðar við fyrri símahappdrætti S. L. F. áttuð þér yðar þátt í því, að hægt var að halda áfram rekstri æfingastöðva félagsins, og kann það yður alúðar þakkir fyrir. Lamaðir og fatlaðir sem nú njóta meðferðar á æfingastöðinni, eða bíða eftir að komast að, vona að þér bregðist einnig vel Nú og hjálpið þeim til þess að geta lijálpað sér sjálfir. Virðingarfyllst, Styrktarfélag Lamaðra og Fatlaðra

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.