Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 13

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 13
F A X I 45 uSu þessir flokkar með yfirburðum hver sinn riðil (3. fl. með 11:0, 4. fl. með 10:1 og 5. fl. með 10:2). Til úrslita keppti svo ÍBK við KR í 4. flokki og sigraði ÍBK með 1:0 og hlaut þar með sinn fyrsta Islandsmeistaratitil. í 5. fl. Keppti ÍBK til úrslita við Fram og sigraði Fram með 1:0, og í 3. fl. var úrslitaleikurinn einnig háður við Fram og lauk þeim fyrsta með jafn- tefli 0:0, en í aukaleik sigraði Fram 3:0. 2. fl. IBK tók og þátt í íslandsmótinu og stóð sig allvel. Var frammistaða flokks- ins mun betri en árið áður. I I. deild tókst iBK að vinna tvo leiki, Þrótt með 8:1 og Val með 3:2, einnig gerði IBK jafntefli við Þrótt í Reykjavík 1:1. Hlaut IBK 5 stig í I. deildarkeppn- inni og tryggði sér áframhaldandi setu í 1. deild næsta sumar. Er IBK fyrsta liðið sem unnið hefur sig upp úr II. deild og tekizt að halda velli tvö keppnistímabil í röð í I. deild. Enn er róðurinn all þungur fyrir IBK í 1. deild en með tilliti til þess að yngri flokkar bandalagsins lofa mjög góðu, og þar er margan efnilegan knatt- spyrnumanninn að finna, þá ætti að vera óþarfi að örvænta. S.l. sumar tóku 17 drengir úr IBK brons- merki KSÍ og hafa þá alls 22 Keflvíkingar leyst þessar fyrstu knattþrautir. Margir eru vel á veg komnir með að ná silfur- merkinu. 3. og 4. flokkur ÍBK fóru í keppnisferð til Vestmannaeyja s.l. sumar og meistara- flokkur fór til Akureyrar. Alls voru leiknir 82 knattspyrnuleikir s.l. sumar á vegum ÍBK. Af þeim léku lið ÍBK 64 leiki. Skoraði ÍBK í þeim 179 mörk gegn 103 og fóru leikir þannig, að ÍBK vann 38 leiki, gerði 7 jafntefli og tap- aði 19. Meistaraflokkur lék 20 leiki, vann 7, jafntefli 2, tapaði 11. Skoraði 61:65. 2. flokkur lék 7 leiki, vann 2, jafntefli 2, tapaði 3. Skoraði 16:14. 3. flokkur lék 12 leiki, vann 7, jafntefli 2, tapaði 3. Skoraði 22:15. 4. flokkur lék 14 leiki, vann 13, jafntefli 0, tapaði 1. Skoraði 57:5. 5. flokkur lék 11 leiki, vann 9, jafntefli 1, tapaði 1. Skoraði 23:4. Þjálfarar IBK í knattspyrnu s.l. ár voru: Meistarafl. og 2. fl. Hafst. Guðmundsson og Guðmundur Guðmundsson. 3. og 4. fl. Hafst. Guðmundsson og Friðjón Þor- leifsson. 5. fl. Hólmbert Friðjónsson. S.l. sumar sá IBK tim A-riðil í Islands- móti 5. flokks og fór sú keppni fram í Keflavík. Þá sá ÍBK einnig um 5 leiki í íslandsmóti I. deild. Þrír Keflvíkingar, Högni Gunnlaugsson, Hörður Guðmundsson og Guðm. Guð- mundsson, voru valdir til Færeyjafarar með B-landsliði í knattspyrnu. Þá var Hólmbert Friðjónsson valinn í unglinga- landsliðið. Handknattleikur. Handknattleiksæfingar bafa verið stund- aðar af rniklu kappi í íþróttahúsinu. Hafa þeir Gunnlaugur Hjálmarsson, Ragnar Jónsson og Sigurður Steindórsson séð um þjálfunina. Hafa flokkar ÍBK tekið þátt í mörgum keppnum á liðnu starfsári, m. a. i handknattleiksmóti íslands, en í það mót sendi IBK þrjá flokka (3. fl. A og B og 2. fl. karla), og hraðkeppnum í Reykja- vík. Þá hefur verið efnt til móta hér í íþróttahúsinu og boðið til þess flokkum úr Reykjavík og Hafnarfirði og Mosfells- sveit. Keflavíkurmót í bandknattleik, það fyrsta sem haldið er hér innanhúss, var haldið í iþróttahúsinu og keppt í 1., 2. og 3. fl. karla og 1. og 2. fl. kvenna. Stutt er síðan farið var að iðka hand- knattleik innanhúss hér í Keflavík, en framfarir hafa orðið miklar, sérstaklega í yngri flokkunum. Þannig eigum við nú tvo flokka 3. fl. karla og 2. fl. karla, sem nú keppa á Islandsmótinu og hafa staðið sig mjög vel. Ekki er þó hægt að reikna með því að við náum mikið lengra í handknattleikn- um fyrr en við fáum stærra hús til æfinga. Væntanlega lagast það með tilkomu íþróttahúss við nýja Gagnfræðaskólann. Nýjar bækur í safnið. Kristinn E. Andrésson: Byr undir vængjum, ferðasaga. Cavling, Hendrik: Héraðslæknirinn, skólds. Arvidson, Stellan: Gunnar Gunnarsson, ævi- saga skáldsins. Poulsen, Svenn: Islandsferðin 1907. Ceram, C. W.: Grafir og grónar rústir, merk bók um fornleifafræði. Gestur Hansson: Strákar í stríði, barnabók. Jakob Jónasson: Myndin sem hvarf, skáld- saga. By, Sverre: Anna Lísa og litla Jörp, barna- bók. Sagan, Francoise: Dáið þér Brahms, skáldsaga. Guðmundur Daníelsson: I húsi náungans, sam- töl. Guðrún Guðmundsdóttir: Kveðjubros, kvæða- bók. Ragnar Ásgeirsson: Skrudda I—III, þjóðlegur fróðleikur. Indriði Einarsson: Menn og listir, greinar. Nýkomnar eru mikill fjöldi bóka úr bandi. * Baldvin Rúnar Gunnarsson Fæddur 6. febr. 1957. — Dáinn 26. febr. 1960. Kveðja frá mömmu, pabba, systkinum, ömmu og afa Það deyja tíðum lítil ljós, sem lifa jörðu á. Og stunduin fellur fögur rós, sem fær ei þroska nó. í skyndi lífs þín brustu bönd, ó, Baddi, hér á jörð. Nú dýrðar sæl þín dvelur önd með drottins englalijörð. Þau liðu fljótt þín fáu ár en fögur minning er, og nú þig geymir herrann liár í himins dýrð hjá sér. Við áttum marga yndisstund já, ungi vin með þér. I skyndi hlaustu banablund það beiskur harmur er. Og þín var ung og óspillt sál til yndis liverja stund, og vonum framar vit og mál sem vina gladdi lund. En ó, j)ú blessað barn, sem beiðst ið harða stríð. Nú ertu laus við lieimsins hjarn og hættur alla tíð. Æ, vertu sæll, ó vinur kær og víst skal minnast þin. Sá guð, sem öllu lífið ljær þig leiðir heim til sín. Á. P.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.