Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 7

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 7
F A X 1 39 Hilmar Jónsson: Haldið á Þórsmörk Ferðaþáttur II Samkvæmt ferðaáætlun okkar var Þórs- merkurferð fyrirhuguð 11.—12. júlí. Eg fór í Reykjavík daginn áður og kom ekki fyrr en seint um kvöldið, þó þótti mér réttara að hringja til Hafsteins Magnússonar til að fullvissa mig um að allt væri í lagi. Manni brá því óneitanlega í brún, þegar Hafsteinn sagði, að ekkert yrði af ferðinni. Það höfðu aðeins 7 skrifað sig á listann og það var alltof fámennur hópur til að kaupa áætlunarbíl með. Kefl- víkingar virtust ekki hafa áhuga á að sjá Þórsmörk Undirritaður var hins vegar staðráðinn að yfirgefa rykið og gangstéttirnar. Ég hringdi því í Hafstein Guðmundsson, en hann hafði ásamt konu sinni pantað far, og spurði hann, hvort hann vildi fara með Reykvíkingum, ef við ættum þess kost. Hann var mjög áfram um að fara, sama sinnis var nafni hans. Því miður hafði ég ekki tíma til að ná í önnur hjón, sem ráðgert höfðu að fara með okkur. Nú var spurningin bara þessi, hvort allt væri ekki komið í eindaga; hvort Reyk- víkingar vildu nokkuð með okkur hafa. I fyrstu tilraun leit heldur ekki vel út, þar eð aðeins var rúm fyrir tvo hjá Ferða- félagi Islands. Næst hringdi ég í Pál Ara- í Snorraríki. son og hann aumkaði sig yfir okkur. Lagði hann af stað klukkan tvö á laugardag með meginherinn í stórum vatnabíl. Aftur á móti lét hann okkur Keflvíkingunum í té ágætan sendiferðabíl, sem vitaskuld var miklu þýðari en trukkurinn. A meðan maður beið settist ég niður á Austurvelli en frá Hótel Borg og að Líkn gat að líta samfellda röð af langferðabílum. Þetta var útgerð Ferðafélags Islands. Svona skemmta Reykvíkingar sér um helgar. Það var athyglisvert, hversu margir þessara ferðalanga voru æskumenn. Á Sel- fossi hafði Páll það við orð, að við yrðum flutt í vatnabílinn. Illa leizt okkur Kefl- víkingum á þá fyrirætlun, og ákváðum að blanda sem minnst geði við trukk- fólkið. Á Hvolsvelli drukkum við kaffi út af fyrir okkur. Þar bættist einn í hópinn: Jón Bjarnason, skáld og veitingahúseig- andi í Reykjavík. Hafði hann áður verið í vatnabílnum, en leizt að sjálfsögðu mun betur á okkur. Var hann hinn skemmti- legasti ferðafélagi og kunni skil á mörgu, þótt sum fræðsla hans væri hreinn „skáld- skapur“. Við Krossá urðum við að yfir- gefa sendiferðabílinn. Tjölduðum við í góðu veðri í Mörkinni en síðan var farið að litast um. Okkur til leiðsagnar var gamall og góður Austfirðingur, sem ég hafði áður kynnzt á Þorrablóti. Sá hét Sveinbjörn Björnsson. Fyrst var haldið upp á Valahnúk og þar tók ég meðfylgjandi mynd. Síðan var gengið og gengið, þangað til klukkan að ganga tvö. Höfðu þá einhverjir fram- kvæmdasamir náungar kveikt bál rétt hjá tjaldbúðunum. Sungu menn og dönsuðu kringum bálið. Var þangað kominn karla- kórinn Fóstbræður og skemmti hann okkur langt fram eftir nóttu. Á sunnu- daginn var eitt bezta veður, sem kom á þessu votviðrasama sumri. Heiðskír him- inn og mikill hiti. Lágum við í sólbaði fram eftir degi. Við Hafsteinn Magnús- son fórum þó og skoðuðum Snorraríki, en það er hellir skammt frá skála F. I. í Húsadal. Ærin raun hefur það verið áður fyrr að komast í Snorraríki en nú er það hægðarleikur. Margir þeirra. sem klifrað Horft af Valahnúk.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.