Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 2

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 2
82 F A X I Marta Valgerður Jónsdóttir: Minmngar frá Keflavík Hjónin Björg Arinbjarnardóttir og Þorsteinn Þorvarðsson og synir þeirra Friðrik og Ari. Þann yngsta, Ólaf, vantar á myndina. Þorvarðarhús stóð á sléttri flöt smáspöl fyrir ofan Bjarnahús, en vestan við Norð- fjörðstún, rétt við túnfótinn. Þetta hús hafði Þorvarður beykir látið byggja eftir að hann kom til Keflavíkur, en hann flutt- ist þangað 1870 ásamt konu sinni Ragn- liildi Guðmundsdóttur, ungri og fríðri myndarkonu, og tveimur sonum þeirra, Helga fimm ára og Stefáni á fyrsta ári. Höfðu þau hjón komið frá Reykjavík, en þar höfðu þau byrjað búskap 1863, en þau voru gefin saman í Reykjavíkurdóm- kirkju 9. júní það ár. Þorvarður lærði beykisiðn utanlands. Hygg ég, að um hann hafi leikið ævintýraljómi hins fjarlæga, eins og um siglda menn í þá daga og reyndar um þau hjón bæði, komin frá sjálfri Reykjavfk og fín eins og embættis- mannafólk. Þarna settust þau að í litla kauptúninu og kunnu þar svo vel við sig, að þau fóru ekki aftur. Þetta var þeim munað, og það var ævinlega virðulegur blær í röddinni, er gömlu konurnar röktu minningar fyrri daga um þetta góða fólk, einkum Ragnbildi. Þorvarður var fæddur í Viðey 31. maí 1836. Hann andaðist í Keflavík 14. des. 1894. Foreldrar hans voru Helgi prentari í Viðey, svo í Reykjavík, við Landsprcnt- smiðjuna og síðast á Akureyri, f. 10. nov. 1807, d. 4. júní 1862, Helgason bónda á Efra-Reyni við Akranes, f. 1741, d. 5. ág. 1807, Guðmundssonar bónda á Kirkjuboli Brandssonar. Kona Helga á Reyni og móðir Helga prentara var Guðrún, f. 1777, d. 26. ág. 1839, Sæmundsdóttir bónda á Geitabergi Guðmundssonar. Kona Helga prentara og móðir Þorvarð- ar var Guðrún, f. 25. apríl 1802, d. 22. okt. 1877, Finnbogadóttir verzlunarmanns í Reykjavík, f. 1761, d. 25. jan. 1838, Björns- sonar bónda á Þursstöðum í Borgarfirði Runólfssonar. Kona Finnboga og móðir Guðrúnar var Arndís, f. 1775, d. 1850, Teitsdóttir vefara í Reykjavík Sveinssonar og konu hans Guðríðar Gunnadóttir. Er þetta gömul Reykjavíkurætt og fjölmenn mjög. Til gamans má geta þess, að prestsfrúin á Utskálum, frú Steinvör Kristofersdóttir, er fjórði maður frá Finnboga verzlunar- manni Björnssyni. Ragnhildur, kona Þorvarðar beykis, var fædd 14. júní 1837 á Brekku í Biskups- tungum. Voru forcldrar hennar Guðmund- ur bóndi á Brekku, f. 1805, Guðmundsson bónda í Austurldíð í Biskupstungum, f. 1737, Magnússonar og konu hans Onnu, f. 1770, Snorradóttur. Kona Guðmundar og móðir Ragnhildar var Helga, f. 1808, Jónsdóttir Bachmann prests, síðast í Klaust- urhólum, f. 29. ág. 1775, d. 11. júní 1845, Hallgrímssonar læknis í Bjarnarhöfn, f. 22. marz 1739 eða 1741, d. 20. marz 1811 Jóns- sonar. Kona Hallgríms læknis Bachmanns var Halldóra, f. 1750, d. 1821, Skúladóttir landfógeta Magnússonar. Kona séra Jóns Bachmanns og móðir Helgu var Ragn- hildur, f. 26. febr. 1774, d. 14. maí 1856, Björnsdóttir prests á Setbergi Þorgríms- sonar. Eins og sjá má af þessari upptalningu, eru þetta allt kunnar ættir, sem auðvelt er að rekja langt í aldir fram. Ragnhildur var lítil vexti og fínleg, kvik í spori og létt í hreyfingum. Hún bar svip- mót hefðarkonunnar og var í senn alþýð- leg og hlý í viðmóti við hvern mann. Hún stjórnaði húsi sínu með miklum myndar- brag, var allt hreint og firnum fágað á heimili hennar. Þeim Ragnhildi og Þor- varði varð ellefu barna auðið. Komust fjögur til fullorðinsára, og elzti sonur

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.