Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 11

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 11
F A X I 91 Fyrir nokkru kom aldraður maður, Að- algeir Flóventsson frá Krossliúsum, að máli við undirritaðan og afhenti honum fimm hundruð krónur og óskaði eftir, að þeim yrði varið til þess að gleðja skóla- börnin og fylgdu gjöfinni hans beztu árn- aðaróskir til barnanna og skólans, sem áður hafði annast um fræðslu barna hans, og nú barna-barna. Skólastjóri og skólanefnd þakka hjart- anlega þessa myndarlegu gjöf og þá víð- sýni og velvild, sem hún vitnar um. Bráðlega verður ákveðið, hvernig þess- um peningum verður varið í samræmi við vilja gefandans. E. K. E. Frá barnaskólanum í Njarðvíkum Barnaskóla Njarðvíkur var sagt upp 1. maí síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Nemendur skólans voru í vetur um 180, þar af luku 30 barnaprófi. Fastir kennarar við skólann voru fimm, auk skólastjóra. Iveir kennaranna veiktust um miðjan janúar og urðu að hætta kennslu til vors og voru í þeirra stað ráðnir tveir stunda- kennarar. Heilsufar nemenda var ágætt. Allir nemendur skólans nutu ljósbaða nokkurn hluta vetrarins, en tækin hafði Kvenfélag- ið Njarðvík gefið. Farið var með flestalla nemendur skól- ans í Þjóðleikhúsið til að sjá „Karde- mommubæinn", og s. 1. laugardag fóru nemendur 6. bekkjar í eins dags ferðalag austur um Arnessýslu og var víða komið við. Til 15. maí starfaði vorskóli, og voru í honum 109 nemendur, þar um 39 nýliðar. Eins og að undanförnu gaf Rotary- klúbbur Keflavíkur verðlaunabækur þeim börnum, er hæsta einkunn hlutu í sínum bekkjum, þó voru ekki nema ein verðlaun til tvískiptra bekkja. Eftirtalin börn hlutu verðlaunin ásamt þessum einkunnum: Auðbjörg Guðjónsdóttir, 6. bekk A. aðaleinkunn 9,00. Gréta Ásbjörnsdóttir, 5. bekk — 8.37 Steinunn Jónsdóttir, 3. bekk — 7,53. E'jóla Gránz, 4. bekk — 8,91. Sigríður Árnadóttir, 2. bekk A — 6,13 Ragnheiður Hlynsdóttir, 1. bekk — 3,60. Nokkur hluti 7 ára barna var í 2. bekk B, og var af þeirra hálfu hæstur Vilhjálm- ur Ivar Sigurjónsson með aðaleinkunn 6,00. Að þessu sinni öfluðu börnin tekna í ferðasjóð sinn með því að halda hluta- veltu, og var hagnaðurinn af henni kr. 2.80o'o0. Sigurbjörn Ketilsson. Frá barnaskólanum í Gerðum Gerðaskóla var slitið sunnudaginn 1. maí. Skólinn starfaði í 7 bekkjardeildum, barnaskólinn í 5 og unglingadeildin í 2. Alls voru við nám 110 nemendur á skóla- árinu. Skólasókn var góð og heilsufar ágætt. Nemendur héldu nokkrar skemmtanir á vetrinum til eflingar á ferðasjóði sínum. Þá var farið í Þjóðleikhúsið og horft á sýningu á Kardemommubænum. Við skólaslit mættu félagar úr Rotary- klúbb Keflavíkur og veittu nemendum barnaskólans bókaverðlaun. Þessir nemendur hlutu hæstar einkunnir á vorprófi: Barnaskólinn: 1. Sigurður Gestsson, 1. bekk. 2. Guðveig Sigurðardóttir, 1. bekk. 3. Guðmunda Kristjánsdóttir, 1. bekk. 1. Guðný Júlíusdóttir og Soffía M. Egg- ertsdóttir, 2. bekk. 2. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, 2. bekk. 3. Ingibjörg Jóh. Guðmundsd., 2. bekk. 1. Erla Þorsteinsdóttir, 3. bekk. 2. Þóra M. Sigurðardóttir, 3. bekk. 3. Marta Guðmundsdóttir, 3. bekk. 1. Róbert Magnússon, 4. bekk. 2. Guðmundur Ingi Hildisson, 4. bekk. 3. María Ogmundsdóttir, 4. bekk. 1. Ragnheiður Hjálmarsdóttir, 5. bekk. 2. Guðrún Erla Björnsdóttir, 5. bekk. 3. Jórunn Þórðardóttir, 5. bekk. Ungl i ngaskól inn: 1. Guðlaug Helga Eggertsdóttir, 1. bekk. 2. Anna Þórðardóttir, 1. bekk. 3. Svanhvít Guðmundsdóttir, 1. bekk. 1. Júlíus Gestsson, 2. bekk. 2. Steinunn Vilhjálmsdóttir, 2. bekk. 3. Hjördís Bjarnadóttir, 2. bekk. Gerðaskóla, 10. maí 1960. Þorsteinn Gíslason. Frá barnaskólanum í Sandgerði Barna- og unglingaskólanum í Sand- gerði var slitið laugardaginn 30. apríl. — Kennsla hófst 1. október, en lauk 30. apríl, 'nema hjá börnum, sem sækja vorskólann, en honum lýkur í lok maí. I skólanum voru í vetur 162 nemendur. I barnaskól- anum voru 136 nemendur í 6 bekkjar- deildum, en í unglingaskólanum voru 26 nemendur (tveir aldursflokkar). Þessi börn hlutu hæstar einkunnir á vorpróf i: Barnaskólinn: Ingunn G. Jónsdóttir............1. bekk Sigfús Kristmannsson 2. bekk Júlíus Jón Júlíusson .......... 3. bekk Magnús Ingvarsson 4. bekk Tómasína Einarsdóttir 5. bekk Sigurbjörg Eiríksdóttir 6. bekk Unglingaskólinn: Kristjana Kristinsdóttir .......1. bekk Aðalsteinn Guðnason ........... 2. bekk Bókaverðlaun kvenfélagsins hlaut Þor- gils Baldursson. Þessi verðlaun hlýtur sá nemandi, sem mest hækkar sína aðalein- kunn frá síðasta ársprófi. Heilsufar nem- enda var yfirleitt gott í skólanum í vetur. Handavinnusýning nemenda var á sum- ardaginn fyrsta. Allir nemendur skólans fóru í Þjóðleikhúsið á vetrinum. Kennarar voru þeir sömu og í fyrra, 4 fastir kennarar og 2 stundakennarar. Nú í vor innrituðust í vorskólann 29 börn, sem orðin eru 7 ára eða verða það á árinu. Kvikmyndasýningar voru þriðju hverja viku til fróðleiks og skemmtunar. Þrengsli í skólanum eru mjög mikil og há þau skólastarfinu eðlilega mjög. Sumarið 1958 var byrjað á viðbyggingu við skólann, og standa vonir til, að það húsnæði verði not- hæft í haust. Sigurður Olafsson. Frá barnaskólanum í Höfnum Laugardaginn 26. fyrra mánaðar fóru fram skólaslit barna- og unglingaskólans í Höfnum. Hæstu einkunn fékk Signý Eggerts- dóttir, í unglingadeild, 9,10 í aðaleinkunn. Hæst í eldri deild barnaskólans varð Hulda Kristinsdóttir, 9 í aðaleinkunn. Hæstur í yngri deild varð Vilhjálmur Nikulásson, 6,09 í aðaleinkunn. Skólastjóri var fröken Erna Guðmunds- dóttir og handavinnukennari frú Hulda Newman.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.