Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 5
F A X I S5 Á ég að gefa þér flaggið? sagði hann. Drengurinn starði á hann. Og snöggvast var eins og draumurinn yrði djarfari og kæmi feimulausar fram í augum hans. Fiðlarinn hélt áfram: Þá geturðu flaggað eins og sannur Is- lendingur. Þá geturðu flaggað á fullveldis- daginn. Drengurinn tók við fánanum og fór með hann til konunnar fram í eldhús. Síðan fór maðurinn að borða. Hann vildi ekki grásleppuna, en fékk heitan velling með slátrinu. Konan dundaði frammi í eldhúsi. Hún var að þvo fánann. Svo hengdi hún hann upp á snúru, og hann blakti í gustinum, sem smaug inn í húsið. Allt í einu heyrði hún undarlega hljóma. Fiðlarinn var farinn að spila. Spörfugl tísti í fiðlunni hans og spói vall og lóa söng. Drengirnir hlógu en maðurinn sprellaði, stökk í loft upp og dansaði um gólfið. Þegar hann hafði líkt eftir fuglum af undraverðum fimleika fór hann að leika lög. Elzti drengurinn færði sig út í dimmt horn. Allt í einu hætti fiðlarinn. Hvað er það, sem þú styður þig við? spurði hann elzta drenginn. Orgel. Orgel ? Hann pabbi spilar í kirkjunni. Fiðlarinn fór til drengsins og ætlaði að opna orgelið. Drengurinn studdi hendinni á lokið, en fiðlarinn ýtti henni frá. Svo fór fiðlarinn að spila, en drengurinn stökk yfir gólfið og henti sér upp í rúm og grúfði sig ofan í koddann. Maðurinn lék eitt og annað, sálma og dansa, en dreng- urinn bærði ekki á sér. Konan fór til hans, og meðan yngri strákarnir háttuðu sig og skreiddust í bólið, dró hún klæðin af hon- um. Svo breiddi hún ofan á hann. Hann þurfti aldrei að líta upp. Næsta morgun var komið sólskin. Þegar konan var búin að mjólka, fór elzti dreng- urinn að moka fjósið. Að því búnu fór hann inn í hjall og leitaði þar í braki, en fann enga spýtu við hæfi. Hann hljóp niður t fjöru og rölti meðfram þangbyngj- um og gróf upp tré úr morknuðum bara, en kastaði þeim aftur, þegar hann hafði sannfærzt um gildisleysi þeirra. Loks lagði hann leið sína að naustinu og skreið undir bátinn föður síns. Þaðan dró hann fram ár með rifnu blaði. Hann hljóp með hana heim í skemmu, þar sem net og lóðir héngu. Hann boraði gat í blaðið með spor- járni sjálfskeiðung og rak þaksaum hálfan á kaf í handfangið. Svo tók hann sér lóða- tein og dró í gatið en vafði endanum um naglann. Og alltaf á meðan lifði draum- urinn í augum hans. Hann fór inn í eldhús og náði í fánann, en hann var allur annar en í gærkvöldi. Hann var orðinn hreinn og litirnir skærir, og konan hafði jafnað trosnaðan jaðar. Uti á hlaði biðu yngri bræðurnir. Þeir báru svo árina suður fyrir bæinn og bjuggu henni festingu í sprungu og skorðuðu hana með steinum. Yngri bræðurnir vildu draga fánann við hún hið bráðasta, en elzti drengutinn sagði nei. Þegar pabbi kemur heim, flöggum við, sagði hann. Þegar þeir höfðu mátað fánann og at- hugað hvernig þeir áttu að binda hann á snúruna, leystu þeir böndin og fánann og tóku árina niður. Á hlaðinu mættu þeir fiðlaranum. Hann horfði furðu lostinn á fánann. Tarna er fínt flagg, sagði hann, áttu þetta flagg? Þú gafst mér það í gærkvöldi, sagði drengurinn niðurlútur. Hún fóstra mín þvoði það. Er það satt? sagði maðurinn, anzi er þetta fallegt flagg. Svei mér ég hefði gefið það ef mig hefði grunað hvað það gæti orðið fallegt. Þú ættir að láta mig fá flaggið. Konan heyrði til þeirra og kom út í dyr. Svona flögg eru dýr, sagði maðurinn við konuna. Eg þarf á flaggi að halda á hljóm- leikunum, og svona flögg eru dýr. Þetta flagg er svo til alveg nýtt. Eg þarf á því að halda. Gaf maðurinn það ekki í gærkvöldi ? spurði konan. Jú, sagði maðurinn. Hann tvísteig á hlaðinu og enginn sagði neitt. Það var fiðlarinn, sem aftur tók til máls. Svona flögg eru dýr, sagði hann, það kostaði mig krónu. Alþingismaður gaf manninum flaggið, sagði konan. Það var annað flagg, sagði fiðlarinn, ég man það núna. Eg er fátækur og ég verð lengi að öngla saman fyrir öðru flaggi. Það er aumt að vera fátækur. Láttu manninn fá flaggið, sagði konan. Drengurinn hreyfði sig ekki. Við skulum ekki ræna manninn flagg- inu, sagði konan. Hann gaf mér flaggið, sagði drengur- inn. Hann gaf þér skítugt flagg og ljótt, sagði konan, hann gaf þér ekki hreina, fallega flaggið sitt. Hvar er þá skítuga flaggið? sagði dreng- urinn. Þú átt það, sagði konan, en það er ekki lengur til. Guð fyrirgefi mér að ég skyldi verða til þess að eyðileggja það. Eins og ekki sé nóg samt. Eg ætla að kaupa af þér flaggið, sagði maðurinn, seklu mér flaggið mitt fyrir tíu aura. Láttu manninn fá flaggið, sagði konan. Nei, sagði drengurinn. Maðurinn á flaggið. Nei. Þú átt ekki flaggstöngina, sagði fiðlar- inn. Jú, sagði drengurinn, ég á ár. Það verður að vera vegleg stöng, sagði fiðlarinn, maður notar ekki ár fyrir flagg- stöng á fullveldisdaginn. Blessað barn, sagði konan, að þú skulir vera að hugsa um að flagga á fullveldis- daginn. Hún brá svuntuhorninu upp að auga sér og hélt svo áfram: Þú þarft víst fyrst að flagga yfir líkhör- um föður þtns. Drengurinn leit á hana og augu hans voru tóm. Svo henti hann fánanum til mannsins og hljóp inn í bæ. Fiðlarinn tók það, vafði því saman og kvaddi. En konan fór inn og fann drenginn í dimmasta horni baðstofunnar. Forsíðuinynd. Forsíðumyndin í blaðinu að þessu sinni er frá Sjómannadeginum 1959. Myndin er tekin af Ólafi Sigurðssyni, Vatnsvegi 15, Keflavik, en hann hefur oft áður verið blaðinu hjálp- legur með góðar myndir. Þingstúkufundur. Sunnudaginn 8. maí síðastliðinn hélt Þing- stúka Gullbringusýslu aðalfund sinn í sam- komuhúsinu í Gerðum. Þingtemplar, Guðni Magnússon, stjórnaði fundi. Stigveiting fór fram á fundinum, en um hana höfðu sótt félagar í stúkunni Framför í Garði og einn úr stúkunni Vík í Keflavík. A fundinum var frú Petrea Jóhannsdóttir kosin fulltrúi á Stórstúkuþing, sem haldið verður í þessum mánuði. Mælt var með Jóni Eiríkssyni sem umboðs- manni stórtemplars. Fulltrúi á Umdæmis- stúkuþing var kosin Una Guðmundsdóttir. Keflvíkingar! Munið 200 nietra sundið.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.