Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 6

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 6
F A X I 86 Skúli Oddfeifsson umsjónarmaður barnaskólans í Keflavík, sextugur Hann er fæddur 10. júní árið 1900 í Langholtskoti í Hrunamannahreppi. For- eldrar hans voru hjónin Helga Skúladóttir frá Berghyl og Oddleifur Jónsson frá Hell- isholtum. Skúli er greindur vel, vörpulegur á velli og þrekmaður, víkingur til vinnu, enda lagt á margt gjörva hönd. Hafa þeir sagt mér, sem þekktu hann á sínum yngri ár- um, að því hafi verið við brugðið, hve röskur sláttumaður hann var. Hingað til Keflavíkur fluttist Skúli árið 1930 og vann hér fyrstu árin m. a. sem landmaður við báta og síðar í mörg ár í Dráttarbraut Keflavíkur. Þegar kennsla hófst í skólahúsi því, sem nú er notað, árið 1952, var hann ráðinn umsjónarmaður skólans og hefur gegnt því starfi síðan. Hefur hann leyst það af hendi með prýði og sérstakri samvizku- semi, svo að ekki verður á betra kosið. Skúli hefur tekið virkan þátt í félags- málum hér í bæ. M. a. verið í deildarstjórn kaupfélagsins og í stjórn Arnesingafélags- ins frá stofnun þess. Mun það vera fyrsta átthagafélagið, sem hér er stofnað. Skúli er kvæntur Sigríði Ágústsdóttur frá Birtingaholti, hinni ágætustu konu, sem hefur búið manni sínum gott heimili. Eiga þau hjónin fjögur mannvænleg börn, sem hafa getið sér hið bezta orð. Elzt þeirra er séra Ólafur, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, Helgi, starfandi leikari hjá Þjóðleikhúsinu, Móeiður og Ragnheið- ur eru enn í foreldrahúsum. Á þessum tímamótum í lífi húsbóndans árna ég þeim hjónum og börnum þeirra allra heilla og þakka þeim fyrir góð og ánægjuleg kynni. Hermann Eiríksson. Skúli Oddleifsson, umsjónarm. barna- skóla Keflavíkur varð sextugur 10. þ. m. Árin ber hann ekki utan á sér, svo léttur er hann í spori og öllum hreyfingum, að vel gæti hann þess vegna verið 10 árum yngri. Fyrir 30—40 árum bar leiðum okkar Skúla fyrst saman. Við vorum þá skipsfé- lagar, unnum saman í landi við mótorbát. Skúli Oddleifsson. Vinnuaðbúðin var frumstæð og laus við öll þægindi, miðað við daginn í dag. Að fiskinum var gert úti undir beru lofti, hvernig sem viðraði, í éljagangi og frosti, í ágjöf og úrhellisrigningu. Skúli stóð þá við flatningsborðið og flatti þann gula. Því var þá oft veitt at- hygli hver afbragðs verkmaður hér var að starfi. Aldrei virtist hann flýta sér, en hreyfingar hans voru öruggar og ekkert handbragð var um of, og svo leikinn var hann og afkastamikill við flatninguna, að fáum þýddi þar við hann að keppa. En það var ekki aðeins við flatninguna, sem Skúli sýndi viss og örugg handbrögð, hinni sömu leikni hafði hann náð við beitning- una, þar var hann alltaf fyrstur, þó oft væri um það keppt. Eg þekkti Skúla ekki sem sláttumann, en þar gæti ég trúað að hann hefði sýnt yfirburði sem annars stað- ar, því Skúli var á sínum yngri árum vel að manni og fylginn sér. Þótt það hafi orðið hlutskipti Skúla, sem margra annarra á hans aldri, að þurfa alla tíð að strita fyrir brauði, þá hefur hann ekki látið allan bóklegan fróðleik framhjá sér fara. Hann er bókhneigður mjög og þá einkum ljóðelskur og kann að meta vel gerða stöku og ljóð, í þvi formi, sem mót- aðist og stóð í blóma fyrir „atómöld“. Eg lýsi hér engum öðrum störfum né æviatriðum Skúla, þau eru stuttlega rakin hér að framan. En þessar línur eru að- eins svipmyndir úr minningu liðins tíma, sem koma fram í huga minn við þessi aldurstímamót hans, og þeim á að fylgja mín afmæliskveðja með árnaðaróskum um langa framtíð. Ragnar Guðleifsson. Tuttugu og fimm ára. Iðnaðarmannafélag Keflavíkur hélt fyrir nokkru upp á aldarfjórðungsafmæli sitt með veglegu hófi í Ungmennafélagshúsinu í Kefla- vik. Félagið var stofnað 4. nóv. 1934. Voru stofnendur 21 í 8 iðngreinum, 10 trésmiðir, 4 múrarar, 2 málarar, 2 járnsmiðir, 1 raf- virki, 1 rakari og 1 klæðskeri. Nú eru í fé- laginu yfir 70 menn og fleiri iðngreinar hafa bætzt við á þessu tímabili. Þórarinn Ólafsson trésmíðameistari var fyrsti formaður félagsins, enda einn aðal hvatamaður að stofnun þess. Fyrstu áhuga- mál félagsins voru launakjör og réttindamál félagsmanna. Þá lét félagið snemma til sin taka fræðslumál iðnaðarmanna og árið 1935 kom það á stofn iðnskóla í Keflavík, sem það hélt uppi á sinn kostnað óslitið til ársins 1955, er hin nýju fræðslulög tóku gildi. Eftir það féllu iðnskólar inn í fræðslukerfi lands- ins og eru nú starfræktir sem fagskólar. Nú á síðasta ári luku 37 prófi frá iðnskólanum í Keflavík í 11 iðngreinum, sem má teljast mjög gott miðað við iðnskóla í sambærileg- um bæjum. Mörgum þörfum málum hefir félagið veitt brautargengi, t. d. hafði það forustu um, að skipuð var í Keflavík bygg- ingarnefnd, er annaðist um skipulagsmál hins ört vaxandi bæjarfélags. A liðnum aldar- fjórðungi hefir félagið haldið yfir 100 fundi, þar sem hin ýmsu málefni hafa verið rædd. A starfstima félagsins hafa 9 menn skipað formannssætið, en Guðni Magnússon málara- meistari mun hafa skipað það lengst allra, því hann var formaður félagsins í 9 ár sam- fleytt. Núverandi formaður er Þorbergur Friðriksson málarameistari, sem hefir gegnt formannsstörfum s.l. 5 ár. Faxi óskar Iðnaðarmannafélagi Keflavíkur til hamingju með þenna merka áfanga á starfsferli félagsins. Vissulega hefir það komið mörgu þörfu til leiðar, bæði fyrir sína eigin félagsmenn og einnig fyrir Keflavíkurbæ. Á ýmsan hátt hefir það verið lyftistöng menn- ingarlegra framfara og því fylgja félaginu heillaóskir allra þeirra, sem kunna að meta það sem vel er gert.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.