Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 3

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 3
og fyrirhyggju, en aflabrögð nýtt vel, svo ekkert fór í súginn. Snyrtimennska í allri umgengni, bæði utan húss og innan, bafði verið meiri og bctri en almennt gerðist, en sá ágæli siður lá þar í landi alla tíð meðan búið var í Ytri-Njarðvík. Jón Snorrason andaðist í Ytri-Njarðvík 20. apríl 1837 „af elliburðum, lá í kör und- ir 2 ár, 6 barna faðir, af hverjum 4 dætur lifa. í mörgu uppbyggilegur merkismaður og einhverr ráðvandasti, lifði í hjónabandi 46 ár.“ Katrín Einarsdóttir, kona hans, andaðist í Ytri-Njarðvík 14. júní 1845, 86 ára. „Ein- bver mesta merkiskona.“ Sigurður Arnason varð bóndi í Ytri- Njarðvík 1796. Hann var Skagfirðingur að ætterni, fæddur 1762, skírður 6. júlí, sonur Árna bónda á Mælifellsá og víðar Asgrímssonar og konu hans Þuríðar Jóns- dóttur. (P. /.: Ættir Skagfirðinga nr. 272, 3. liður). Kona bans var Sólveig Snorra- dóttir, alsystir Jóns Snorrasonar, sem bjó í Ytri-Njarðvík samtímis þeim. Systir þeirra var einnig Oddbjörg, kona Jóns Sigbvats- sonar í Höskuldarkoti, svo að þau voru þarna búsett á Njarðvíkurtorfunni þrjú systkinin, börn Snorra Gissurarsonar og konu hans Margrétar Jónsdóttur. Þau Sigurður og Sólveig höfðu átt beima í Keflavík frá giftingu, 17. okt. 1788 til 1796. Vann Sigurður við Keflavíkurverzl- un (bina elztu) þessi ár. Þau Sigurður og Sólveig bjuggu í Ytri-Njarðvík fram yfir 1803 og ef til vill lengur, en árið 1816 er Sólveig orðin ekkja og kornin bústýra að Bakka á Kjalarnesi og þar eru einnig tvö börn bcnnar, Magnús og Sólveig. Þeim Sigurði og Sólveigu varð 12 barna auðið. Af þeim lifðu, við arídlát Sólveigar, 1837, sex synir og ein dóttir, sem var heyrnar- og mállaus. Frambald í næsta blaði. Hjarta- og æðavcnulai-rélag Keflavíkur og nágrennis stofnað. Fyrir nokkru var stofnað í Keflavík félagið Hjarta- og æðaverndarfélag Keflavíkur og nágrennis. Á stofnfundinum, sem haldinn var 1 Aðalveri, mættu milli 50 og G0 manns. Á stofnfundinum flutti Snorri P. Snorrason læknir mjög fróðlegt erindi um myndun hjarta- og æðasjúkdóma, einnig skýrði hann bað helzta, sem hægt væri að gera til varnar sjukdómsmyndun. Að lokum svaraði læknir- ínn fyrirspurnum. Stjórn sú, sem kosin var á stofnfundinum, hefur skipt með sér verkum og er þannig skipuð: Formaður Kjartan Olafsson, héraðs- læknir, gjaldkeri Páll Jónsson, ritari Sólveig Hannesdóttir, meðstjórnendur Guðjón Kle- menzson og Jón Tómasson. Til athugunar fyrir þá, sem hug hafa á að ganga í félagið og teljast vilja stofnendur, þá skal á það bent, að listar liggja nú frammi á fjölmörgum stöðum í Keflavik, Grindavík, Sandgerði og Garði, ennfremur hjá stjórnar- meðlimum. Forsetafrú íslands látin Forsetafrú, Dóra Þórhallsdóttir, andað- ist hinn 10. þessa mánaÖar eftir stutta legu. Hún var jarSsungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík þrið/udaginn 15. sept. Þann dag blöstu fánar í hálfa stöng um gjörvallt Island, enda syrgSi þjóSin öll heils hugar sína látnu forsetafrú, sem um tólf ára skeiS hafSi meS mikilli sæmd og glæsi- brag skipaS landsins tignasta húsfreyju- sæti. Frú Dóra var glæsileg og göfug kona. Hún var í senn tigin og fyrirmannleg, en þó aSlaSandi og látlaus í framgöngu. Hún var sönn dóttir þjóSar sinnar, enda dáS og virt af öllum, er til hennar þekktu. ÞjóSin mun varSveita minningu hennar. FAXI — 111

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.