Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 11

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 11
Við nám í Odense I októberblaði Faxa á síðasll. vetri, var sagt frá ungti námsfólki af Suðurnesjum, cr stundað hefur framhaldsnám á erlendri grund, bæði í bóklegum og verklegum fræðum. Þótt þar komi fram á sjónarsviðið all- fjölmennur skari framsækinna ungmenna, vantaði samt nokkra í hópinn, og verður mi liér í blaðinu getið tveggja, sem stunda framhaldsnám í Danmörku. Eg var svo heppinn í sumar, að ná tali af öðrum þeirra, Olafi Sigurðssyni, er hann dvaldi hér iijá foreldrum sínum í stuttu sumar- orlofi. Birtist þetta viðtal okkar á öðrum stað hér blaðinu. Hinn námsmaðurinn er Axel Nikolaisson, sem stundar nám í tæknifræði (múraraiðn) í Odense í Dan- mörku. Til gamans má hér geta þess, a? Axcl stundar nám sitt við sama tækni- skóla og Sktili Fjalldal, en hans var getið hér í blaðinu í fyrra. Axel er fæddur 28. maí 1937, sonur hjón- anna Kristjönu Jónsdóttur og Nikolais Elíassonar. Aður en Axel hóf nám við fyrrgreindan tækniskóla í Odense, hafði hann fullnumað sig í iðngrein sinni hér heima. Axel Nikolaisson, Ása Sigurjónsdóttir og dóttir þeirra Kristjana. Axel er kvæntur íslenzkri konu, Ásu Sigurjónsdóttur, er hefur dvalið erlendis með manni sínum. Eiga þau eina dóttur barna, Kristjönu að nafni. KEFLAVÍK - FRAMKVÆMUM ALLSKONAR MYNDATÖKUR SUÐURNES Á stofu. I heimahúsum. I samkvæmum. Passamyndir. Ökuskírteinismyndir. Eftirtökur á gömlum myndum. Auglýsingamyndir. Pantið í síma 1890 eða 1133. Ljósmyndastofa Suðurnesja Túngötu 22 — Keflavík — Sími 1890 — Pósthólf 70 KEFLVÍKINGAlt! SUÐURNESJAMENN! Munið, að þér fáið Loftleiðaþjónustuna hjá Kristjáni Guðlaugssyni, Víkurbraut, Keflavík, sími 1804. Þægilegar hraðferðir heiman og hcim. 17. júní 1964 Flutt 17. júní í Sandgerði af frk. Halldóru Ingibjörnsdóttur kennara. Um áratugi tvo, á þessum degi, eg tigin lít í helgri þakkarg/örð, því lcitt mig hefur Guð á gæfuvegi, og gefið mér hinn dýrsta auð á jörð. Að vera móðir frjáls. Við faðminn glæsta, eg fóstra börn mín, tápi búna þjóð. Á framabraut er elur hugsjón hæsta, og helgar minjar geymir, sögu og ljóð. Á öldum fyrr, cr sat eg færð í fjötra, fátæk móðir yzt í köldum sæ. Þá gullið bjó á bak við mína tötra í bókmenntum, er aldrei fóru á glæ. En synir mínir, andans ofurmenni, undir lágri súð, með fjöðurstaf, sagnir skráðu, og þótt aldir renni, eins og kyndlar lýsa um tímans haf. Sú andans glóð var áttavitinn bjarti, er ávallt benti fram á þráða braut. Og vorið beið, er bjó mig sigurskarti, að baki lágu fjötur, sorg og þraut. Og frjáls eg lyfti höfði í heiðið bláa, hér höfðu börn mín glæstu marki náð. Þá dýru perlu, frelsið helga og háa, þau hlutu að arfi gegnum fórn og dáð. Ó, geymið arfinn, gangið öll til dáða, glöð og traust, mín fr/alsu óskabörn. Hin sama eining ávallt megi ráða og unnið réttu bæði í sókn og vörn. En ekkert land á fegri lit og ljóma um ljósan dag og bjarta júnínótt. Nú andar vorið ilmi ungra blóma, í anda þess skal fram á veginn sótt. Ingibjörg Sigurðardóttir. STEINHÚDUN H.F. Jafnt fyrir híbýli sem vinnustaði: ULBRIEA húðun á GÓLF og STIGA, án samskeyta. mikið slitþol, einlitt og og litmynztrað. ULBRIEA á LOFT og VEGGI. Vamar sprungum, spara má fínpússningu, fiölbreytt áferð og litaval. Sími 2 38 82 FAXI — 119

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.