Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 9

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 9
Naclur- og helgidagalæknar í Kcflavíkurhcraði: í september: 19. Arnbjörn Olafsson. 20 Arnbjörn Ólafsson. 21. Guðjón Klemenzson. 22. Guðjón Klemenzson. 23. Kjartan Ólafsson. 24. Kjartan Ólafsson. 25. Arnbjörn Ólafsson. 26. Guðjón Klemenzson. 27. Guðjón Klemenzson. 28. Kjartan Ólafsson. 29. Kjartan Ólafsson. 30. Arnbjörn Ólafsson. I október: 1. Arnbjörn Ólafsson. 2. Guðjón Klemenzson. 3. Kjartan Ólafsson. 4. Kjartan Ólafsson. 4. Arnbjörn Ólafsson. 6. Arnbjörn Ólafsson. 7. Guðjón Klemenzson. 8. Guðjón Klemenzson. 9. Kjartan Ólafsson. 10. Arnbjörn Ólafsson. 11. Arnbjörn Ólafsson. 12. Guðjón Klemenzson. 13. Guðjón Klemenzson. 14. Kjartan Ólafsson. 15. Kjartan Ólafsson. 16. Arnbjörn Ólafsson. 17. Guðjón Klemenzson. 18. Guðjón Klemenzson. 19. Kjartan Ólafsson. 20. Kjartan Ólafsson. Húsafellsmóíið. Nú í sumar, eins og á undanförnum árum, var efnt til bindindismannamóts um verzlun- armannahelgina, og að bessu sinni að Húsa- felli í Borgarfirði, en þar hafa flest þessara móta verið háð. Húsafelhmótið var að þessu sinni hið lang- fjölmennasta, sem það nokkru sinni hefur verið, eða nær 2500 manns, og var þátttaka ungmenna héðan af Suðurnesjum geysimikil, cins og myndin hér á síðunni sýnir. Héðan fóru þrír langferðabílar, einn úr Garðinum og tveir úr Keflavík. I framhaldi af þessari frásögn má geta þess, að hin vinsæla hljómsveit, Hljómar úr Kefla- vík, lék þar fyrir dansi bæði kvöldin við mjög góðar undirtektir. Sóknarpresturinn í Keflavík sr. Björn Jóns- son flutti þar prédikun í stóru samkomu- tjaldi, en hann annaðist einnig fararstjórn héðan ásamt æðstatemplar st. Víkur, Hilmari Jónssyni. Þótti þessi samkoma æskulýðsins takast mjög vel og vera þeim er hana sóttu og fyrir henni stóðu til verðugs sóma. Fiinnitugur. Miðvikudaginn 26. ágúst varð fimmtugur Jón Tómasson símstöðvarstjóri í Keflavík. Við þetta tækifæri var hann heiðraður af vinum og vandamönnum með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. Jón er einn af „Faxamönnum“ og átti um langt skeið sæti í blaðstjórn Faxa, — var þar hlutgengur vel til framdráttar blaðinu og ósérhlífinn, eins og reyndar allsstaðar, þar sem hann tekur til hendinni. Fyrir giftudrjúg störf Jóns innan félagsins og við blaðið, skulu honum nú færðar hug- heilar þakkir á heiðursstund. Undirritaður var erlendis á afmælisdegi Jóns og gat því ekki heimsótt hann fyrr en síðar, en sendir afmælisbarninu í tilefni dagsins dá- lítið afmælisljóð, sem er á öðrum stað hér í blaðinu. H. Th. B. Kirkjubrúðkaup. Hinn 5. sepember síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband af séra Birni Jónssyni í Keflavikurkirkju ungfrú Elísabet Jensdóttir og Hilmar Jónsson, bókavörður. Heimili þeirra verður að Hátúni 27, Keflavík. (Ljósmynda- stofa Suðurnesja). Gjöf til Keflavíkurkirkju. Presturinn hefur afhent mér peningagjöf, kr. 2000,00, frá ónefndri konu til fegrunar kringum kirkjuna. Beztu þakkir. Formaður sóknarnefndar. Hermann Eiríksson. Frá barnaskólanuni í Keflavík. Kennsla 7, 8 og 9 ára barna hófst 1. septem- ber. Einnig voru eldri börn, sem þurfa á sér- stakri hjálp að halda við lestrarnám, boðuð í skólann 1. sept. Kennsla annarra barna hefst eins og áður 1. október. Sú breyting verður á kennaraliði skólans, að Guðmundur Norðdahl söngkennari hættir og Erlingur Jónsson, handavinnukennari drengja flyzt alveg að gagnfræðaskólanum, en hann hefur hingað til haft hálfa stöðu við hvorn skóla. Nýir kennarar eru Eiríkur Sig- tryggsson Framnesvegi 8, sem mun aðallega kenna söng, og Gísli Sighvatsson Suðurgötu 49, sem mun kenna almenna kennslu. Enn vantár handavinnukennara drengja. Aætlað er, að um 760 börn verði í skólan- um í vetur í 30 bekkjardeildum. Er það rúm- lega 30 börnum og 2 deildum fleira en í fyrra. Ilelgi Skúlason hlaut Silfurlampann. Silfurlampinn — viðurkenning Félags ísl. leikdómenda fyrir bezta leik ársins — var veittur í lokahófi Listhátíðarinnar, sem fram fór í Súlnasal hótel Sögu í júní síðastl. Silfurlampann hlaut Helgi Skúlason fyrir hlutverkið Franz í Föngunum í Altona eftir Sartre, sem Leikfélag Reykjavíkur flutti í vetur. Atkvæði þau, sem Helgi fékk í atkvæða- greiðslu leikdómenda, gáfu útkomuna 575 st. Næst að stigatölu varð Herdís Þorvaldsdóttir, hlaut 525 stig fyrir hlutverkið Maggi í danska leiknum Táningaást, sem Þjóðleikhúsið flutti seint á leikárinu. F A XI — 117

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.