Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 5

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 5
Hann kynnti AMORELLU erlendis og heima Nú á dögunum átd Faxi stutt símaviðtal við hinn þjóðkunna og margumtalaða dæg- urlaga söngvara, Hauk Morthens í tilefni af nýju lagi og nýju ljóði eftir Kristinn Reyr, en Haukur hefur sungið lagið inn á hljómplötu, sem oft hefur heyrzt í ríkis- útvarpinu að undanförnu. — Þú hefur einnig sungið lagið erlend- is, Haukur? — Já, ég hafði það meðferðis í söngför til Norðurlanda nú í sumar. Söng það til dæmis á fjölsóttum skemmtistað í Höfn. — Og hvernig líkaði svo Dönum lagið? — Alveg ljómandi vel. Við þetta sam- komuhús söng ég um tveggja mánaða skeið. Er ég hafði kynnt lag Kristins nokk- ur kvöld, naut það fljótlega slíkra vin- sælda, að segja má að það yrði óskalag samkomuhússins, enda söng ég það a. m. k. tvisvar á kvöldi allt tímabilið, sem ég dvaldi þar. — Hvað er sérstaklega til marks um vinsældir lagsins? — Ja, — til dæmis — hve oft ég var keðinn að syngja það — og einnig sú stað- reynd, hve gestirnir voru fljótir að til- einka sér lagið, og létu sig þá ekki muna að læra hinn íslenzka texta, sem þeim var þó síður en svo munntamur. Já, vissulega var lagi Kristins ákaflega v<d tekið í Danmörku og sama var uppi a teningnum í Noregi, enda hefur norskt Myndin sýnir Hauk Morthens á um- slagi hljómplötunnar Amorella og Hafið bláa. +u—<■—«—«—«—«—«—<■—«—«—«—«—<<—«—«—«—«—«—«—«—<«4> AMORELLA Ljóð og lag: Kristinn Reyr. Sungið á hljómplötu af Hauk Morthens. Ungmeyja þar á torgum í erlendum hafnarborgum og skál jafnt í gleði og sorgum var skuggi míns draums um þig. í laufskála okkar kynna við logaspil handa minna og fyrirheit augna þinna eg faðma og kyssi þig. Ljúfasta Amorella, ástvina mín la bella ó, lífið er tarantella, ! eg tilbið og elska þig. útgáfufyrirtæki nú óskað að fá keyplan einkarétt á laginu fyrir öll Norðurlöndin. — Er það leyfi veitt? — Já, það held ég mér sé óhætt að full- yrða, og nú hefur fyrirtæki þessu verið send „platan“ og nóturnar, og ætti þá skriður að komast á málið. — Hvað um undirtektir við lag Kristins hér heima? — Þær hafa verið alveg frábærar. Eg hef sungið lagið víðsvegar um landið og alls staðar hefur það vakið hrifningu og verið á toppnum, sem kallað er, og sama er að segja um viðtökurnar, sem upptaka lagsins fékk, er sannast bezt á því, að plöt- urnar eru löngu uppseldar hjá forlaginu. — 'Hvað að lokum, Hauktir? — Aðeins að óska Kristni til hamingju með þetta litla og hugljúfa tónverk hans, sem ég hef haft mikla ánægju af að kynna. Þetta mun vera fyrsta lag Kristins þessarar tegundar, og má það kalla snoturlega af stað farið. Eg þakka Hauk Morthens viðtalið og ánægjuleg ummæli um „Faxa-manninn“ og skáldið Kristin Reyr. — Hér sannast sem oft áður, að verkið lofar meistarann. H. Th. B. Sig. Magnússon kveður uni sjálfan sig: Alltaf hér minn aldur vex, orðin löng er biðin. Attatíu ár og sex ævibrautar liðin. Þrek og kraftur þrotið senn, þannig ævi lýkur. Hugsun skýr þó hjá mér enn, í henni er Bragi ríkur. Guð hefur ljúfur leitt mig vel, lífsins götu alla í hans forsjón æ ég fel ævi mína og galla. FAXI — 113

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.