Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 6

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 6
---------------,----------------------------—-t i Jón Tómasson símstöðvarstjóri fimmtugur jon Tomasson. Ef yrkja skal lof um einhvern mann, enginn það fremur á skilið en hann, sem nú hefir lokið við fimmtugs flug og flýgur yfir á sjötta tug. En heldur þó œskunnar léttu lund og lífsgleði nýtur á hverri stund. í Grindavík fœddist garpur sá, því greina kirkjubœkurnar frá. Og seinna, er brimið þar braut við sker, var barninu dillað, — það skemmti sér. En styrkur því jókst við strengleik þann og stórviðrin gjörðu úr barni mann. Þannig leið œskan fram unaðsblíð, — ásýnd veraldar skein þá fríð. — Er sveinninn eltist, fékk þor og þrótt, voru þrásinnis djúpmið til fiskjar sótt á opinni bátskel um úfin höf, hvar œgði sjómannsins vota gröf. En lukkan var Jóni Ijúf og ör og lífið óslitin sigurför. Hvort beitti hann öngul og brá í sjó, eða batt upp klyfjar og reiddi mó, þá léku verkin í höndum hans og heppnin var með til sjós og lands. Ég kynntist fyrst Jóni í Keflavík. Hann kom hér suður í slitinni flík. En hjartað var gott og heilinn klár, heimurinn víður og draumablár. í Samvinnuskólanum skírn hann hlaut , sú skírn honum dugar í hverri þraut. Viljasterkur og vœnn í lund, vöxturinn tiginn og kröftug mund, fráneygur bœði og fríður í sjón. Fallega skapaður maður er Jón. Á mannvœnleg börn og myndar frú. Margar sér kysu að vera sú. Nú er það langbezta ótalið enn, sem ég œtla að viti guð og menn, hve Jón er með afbrigðum félagsfús og því fáir, sem honum ei bjóða dús. Til forustu dável hann fallinn er og fyrirmynd annarra, sýnist mér. Göfugum málum hann leggur lið. Lífsþráin stefnir á hœrri svið. Er reiðubúinn að rétta hönd og reisa við fallinn á grýttri strönd. Við Bakkus Jón heyir heilagt stríð, þeim herjans óvini ristir níð. Já, stöðvarstjórann nú blessa ber og bera á gullstól, sem verðugt er. Hér vinsœlli maður ei fyrirfinnst og sá fíngerðasti, sem ég hef kynnzt. En samt á hann skaphitans brunabál, ef bekkist einhver við göfugt mál. „Ávallt viðbúinn" vígorð Jóns er. Hann vinnur í anda þess hvar sem fer. Nú hyllum við fimmtugan höfðingjann og heitum á guð að styrkja hann og gefa honum hálfa aðra öld. Hann auki Jóns veg fram á síðsta kvöld. Með vinarkveðju og heillaóskum. — H. Th. B. ------------------------------------—.——+ F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.