Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 2

Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 2
Kosning til bæjar- stjórnar í Keflavík Sunnudaginn 22. maí fóru fram bæjar- stjórnarkosningar í Keflavík sem og í öðr- um kaupstöðum og kauptúnum landsins, en slíkar kosningar fara venjulega fram fjórða hvert ár og er þetta í annað skiptið, sem þær eru framkvæmdar að vorinu. Aður var venja að kjósa til bæjarstjórnar í jan- úarmánuði. I Keflavík voru að þessu sinni 2514 á kjörskrá. Þar af geriddu atkvæði 2279 eða 90,65%. Kosið var í tveimur kjördeildum í barnaskólanum við Sólvallagötu. Bæjarfulltrúum í Keflavík var nú fjölgað úr 7 í 9. í kosningunum 1962 bauð Al- þýðubandalagið fram og hlaut 137 atkvæði, en nú tók það ekki þátt í kosningum. Auðir seðlar voru 60 og ógildir 4, og 2 vafaatkvæði. Fara hér á eftir úrslit kosninganna, en til samanburðar verða innan sviga birtar tölur frá kosningunum 1962. Keflavík. A ........................ 585 (458) 2 (2) B ....................... 1008 (613) 4 (2) D ........................ 620 (816) 3 (3) Kosnir af A-lista: Ragnar Guðleifsson og Olafur Björnsson. Af B-lista: Valtýr Guð- jónsson, Margeir Jónsson, Hilmar Péturs- son og Hermann Eiríksson. Af D-lista: Alfreð Gíslason, Kristján Guðlaugsson og Sesselja Magnúsdóttir. Jafnhliða var kosið um það í Keflavík, hvort opna skuli þar vínbúð. Já sögðu 1254, nei 773. Njarðvíkur. 618 kusu af 724 á kjörskrá, eða 85%. A ........................ 154 (182) 2 (2) B ........................ 158 2 C (vinstri) ............... 57 (115) 0 (1) D ........................ 235 (215) 3 (2) Auðir seðlar og ógildir 14., Fulltrúum var fjölgað ufrifrá síðustu kosningum. Kosningu hlutu: Af A-lista: Ólafur Sigurjónsson og Hilmdr Þórarins- son. Af B-lista: Bjarni F. Halldórsson og Olafur I. Hannesson. Af D-lista: Ingólfur Aðalsteinsson, Magnús Kristinsson og Ingvar Jóhannsson. Gerðahreppur. 323 kusu af 351 á kjörskrá, eða 92%. A (Sjfl. og fl.) ....................... 204 3 B (Frj. kj.) ........................... 112 2 Auðir og ógildir 7. Frá Árna Pálssyni í Narfakoti Dagbókarbrot Árna Pálssonar, sem birzt hafa í 2 síðustu blöðum, hafa vakið nokkra athygli, enda bregða þau upp augnabliks- myndum af harðri lífsbaráttu, en ódrepandi kjarki og hugsjónareldi. Eins og áður getur skrifaði Árni nokkuð af blaðagreinum. M. a. skrifaði hann alllanga grein í ísafold. sem hét: Smápistlar til ungra fátæklinga," þar sem hann gefur þeim ýmis heilræði, byggð á sinni bitru reynzlu. Sum þeirra eru algild, en önnur kunna að orka tvímælis við núverandi aðstæður, enda miðuð við aðra tíma og gerólíkar aðstæður. Birtast hér nokkrir kaflar úr þessari grein,sem er of löng til að birtast í heild, og segir hann þar þætti úr sinni sögu. G. M. Fyrir mörgum árum skrifaði ég nokkrar greinar í blöðin. Brátt varð ég þess var, að þær vöktu eftirtekt. En hún var nokkuð á annan veg en ég vildi óska, því þó einn segði t. d. “Þetta eru ágætar hugmyndir og prýðilega fram settar”, þá sagði ef til vill hinn: „Já, hvern fj .... vill hann vera að kenna mönnum að lifa, hann, sem ekki á bita upp í kj .... á sér”, o. s. frv. Peningarnir eru afl, — ekki einungis þeirra hluta, sem gera skal, heldur einnig þeirra orða, sem tala skal. Eða eru ekki orð auðmannsins áhrifameiri en hins snauða? Eg fann sárt til þess að ég mundi vera of snauður til að tala opinberlega við landa mína, hætti með öllu og ásetti mér jafnvel að hreyfa ekki framar penna í þeim til- gangi. En nú held ég að það sé ekki rétt af mér að þegja lengur. Lífsreynzlan hefur kennt mér svo margt síðan, sem ég álít ekki rétt að láta falla niður. En ég skal þegar geta þess, að hér á eftir skrifa ég ekki fyrir þá, sem kunna “listina þá að lifa”, heldur aðeins fyrir ykkur, ungu fátæku landar mínir. Mér finnst það siðferðileg skylda mín, að benda ykkur á skerin, sem ég hef strandað á,og jafnframt á ýmislegt í eigin dæmi, er gæti orðið ykkur að liði, ef þið vilduð taka það til íhugunar og eftirbreytni. Það er skaðlegur misskilningur, að vér megum ekki tala hátt, — láta skoðanir okkar í ljósi, — þó vér séum fátækir. And- inn getur verið og á að vera sístarfandi, þó aflið vanti til verklegra framkvæmda. Andlegt ófrelsi og einurðarleysi dregur oss enn meira niður í eymd og örbirgð. Notum því þjóðtungurnar þægilegu, — blöðin, — og tölum hiklaust og einarðlega um mál- efni vor. Hvetjum og áminnum hver annan til hverskonar þarflegra framkvæmda, Verum samtaka að hrista af oss fjötra ófrelsis og örbirgðar. Tökum fúslega bend- ingum og aðvörunum reyndra manna og færum oss þær sem bezt í nyt.Það hlýtur að bera blessunarríka ávexti fyrir sjálfa oss, niðja vora og þjóð. Hafðu það ávallt hugfast að hleypa þér ekki í skuldir. Ég skal setja hér dæmi þér til viðvörunar: — Eg byrjaði búskap 1880 með lítil efni, en alveg skuldlaus. Það er líklegt að minni skuldafreistingar mæti þér en mér, því “nú er öldin önnur”. Það er nokkuð ginnandi þegar manni býðst ótakmarkað lán til hvers sem vera skal. — Þá var afli allgóður, verzlun hin fjörug- asta og líf og fjör í öllu. Þessvegna réðjst ég í að byggja allstórt íbúðarhús úr timbri, að miklu leyti af lánum. Og í von um að geta hið bráðasta borgað skuldirnar, jók ég sjávarútveg minn með ærnum kostnaði. En þá komu aflaleysisárin — 1884 — 86 — þegar allur þorri manna hér lifði á hallæris- og útlendum gjöfum. Með þessu, samfara veikindum og vaxandi ómegð, komst ég Kosningu hlutu: Af A-lista: Björn Finn- bogason, Þórður Guðmundsson og Þor- steinn Einarsson. Af B-lista: Þorsteinn Jó- hannesson og Njáll Benediktsson. Sandgerði (Miðneshreppur). 467 kusu af 506 á kjörskrá, eða 92,3%. A ..................... 120 (175) D .................... H (Frfl., Abl.) ...... K (Oh. borgarar) .... Auðir og ógildir 14. Kosningu hlutu: Af 94 (114) 98 (103) 141 (3) (1) (1) A-lista: Brynjar Pétursson. Af D-lista: Jón H. Júlíusson. Af. H-lista: Magnús Marteinsson. Af K- lista: Ólafur Vilhjálmsson og Bergur V. Sigurðsson. Grindavík. 441 kaus af 503 á kjörskrá, eða 87,7%. A ....................... 195 (242) 3 (3) B ....................... 121 1 D ....................... 112 1 (2) Auðir og ógildir 13. Kosningu hlutu: Af A-lista: Svavar Árnason, Bragi Guðráðsson og 'Hjalti Magnússon. Af B-lista: Bogi Hallgrímsson. Af D-lista: Eiríkur Alexandersson. 82 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.