Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 16

Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 16
Frá barna- og unglingaskóla Njarðvíkur Ágúst Guðmundsson. Á förum til Vesturheims Ágúst Guðmundsson prentari, sá sem mest og bezt hefir dugað blaðinu okkar, Faxa, mörg undanfarin ár, er nú á förum með fjölskyldu sína vestur um haf til Winnipeg í Kanada. Næstu missirin til að byrja með mun hann dveljast þar og starfa hjá prentverki því, sem annast prentun og umbrot á vestur-íslenzka blað- inu Lögberg-Heimskringla. Er fyllsta ástæða til að samgleðjast þeim þar vestra með ráðningu þessa ágæta og fjölhæfa manns, þó því verði ekki neitað, að slík samhygð hlýtur að vera nokkrum sársauka blandin, þar eð Ágúst hverfur nú frá þýðingarmiklum störfum við Alþýðu- prentsmiðjuna í Reykjavík, þar sem Faxi hefir síðustu tvo áratugina verið prentaður af mikilli prýði, og nú síðustu árin undir lipurri handleiðslu Ágústs og öruggri verk- stjórn, sem ávallt hefir verið til sannrar fyrirmyndar. En úr því vinur minn Ágúst vill nú hafa þetta svona, þá þykir mér hlýða að fylgja honum úr garði með örfáum kveðju- orðum. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum þann 26. ágúst 1913, sonur hjónanna Guð- rúnar Kristjánsdóttur og Guðmundar Helgasonar, sem bæði voru ættuð úr Rang- árvallasýslu. Framan af ævi mun Ágúst hafa fengist við ýmis algeng störf, þar á meðal nokkuð við verzlun. Hann hóf prentnám 17 ára í Vestmannaeyjum og lauk því í prentsmiðjunni Acta í Reykja- vík, sem nú er prentsmiðjan Edda. Eftir Skólanum var slitið 26. maí s. 1. í fé- lagsheimilinu Stapa. Fjölmenni var við skólauppsögn að venju. Síðast liðið skólaár stunduðu rúmlega 330 nemendur nám í skólanum, hafði fjölgað verulega, m. a. vegna þess að börn í Höfnum á aldrinum 7—12 ára stunduðu nú nám í Njarðvíkurskóla, en þau voru 19 að tölu. Þá voru ennfremur fjórir nemendur í 2. bekk unglingadeildar frá Gerðahreppi. Undir unglingapróf gengu 37 nemend- ur o gnáðu 32 af þeim tilskilinni fram- haldseinkunn. Barnapróf tóku 38 börn, þar af náðu 35 tilskilinni einkunn. Tveir nýir kennarar störfuðu við skól- ann, þeir Ingi B. Karlsson og Kristbjörn Tryggvason og ennfremur einn nýr stunda- kennari, Ásgrímur Ragnars, en látið höfðu af störfum tveir fastir kennarar, þau Drífa Sigurbjarnardóttir og Gylfi Hjörleifsson. Ennfremur 'Þorgeir Þorsteinsson stunda- kennari. Allmikil þrengsli fara nú þegar að gera vart við sig í skólanum og varð í vetur að þrísetja í tvær stofur. Iþróttakennsla hefur fallið með öllu nið- ur tvö s. 1. ár, en nú er hafin bygging íþróttahúss og sundlaugar og sýnist ærin nauðsyn þó fyrr hefði verið, að svo fjöl- mennur skóli hefði einhverja aðstöðu til íþróttakennslu. Er þess að vænta að bygg- ingunni verði hraðað svo sem auðið er. það stundaði hann framhaldsnám í Kaup- mannahöfn í prentiðn við „Fagskolen for Boghaandværk". Var það árið 1937, en síðan hefir hann unnið við ýmsar prent- smiðjur hér á landi, m. a. prentsm. Eddu og Hólaprent. En síðan 1959 hefir hann starfað í Alþýðuprentsmiðjunni við Vita- stíg. Ágúst er kvæntur Hönnu 'Hannesdóttur, hinni ágætustu konu, og eiga þau einn son, Gunnar Svan, sem nú fer með for- eldrum sínum vestur um haf til nýrra og framandi heimkynna. Megi þeim öllum vegna vel í fyrirheitna landinu. H. Th. B. Við skólaslit voru veitt allmörg verð- laun fyrir góðan námsárangur. Rotarý- klúbbur Keflavíkur og Njarðvíkur gaf að venju öllum þeim nemendum barnaskól- ans, sem efstir voru í sínum bekk, bækur, og hlutu verðlaunin að þessu sinni: I 6. bekk Sigurdís Ingimundardóttir, í 5. bekk Guðrún Einarsdóttir, í 4. bekk Þorsteinn Þorgeirsson, í 3. bekk Solveig Einarsdóttir, í 2. bekk Haukur Jóhannes- son og 1. beklc Ragna Olafsdóttir. Þá veitti Lionsklúbbur Njarðvíkur tveim nemendum unglingaskólans, sem fengu hæstu einkunnir, þeim Elísabetu Karls- dóttur og Hallgrími Guðjónssyni, bókar- verðlaun. Formaður skólanefndar, Olafur Thor- dersen, veitti tveim nemendum verðlaun fyrir hæstu einkunn í eðlisfræði í 2. bekk unglingadeildar og hlutu þau Elísabet Karlsdóttir og Hannes Olafsson. Sr. Björn Jónsson veitti verðlaun fyrir beztu ritgerð til barnaprófs og hlaut þau Sigurdís Ingi- mundardóttir. Bókabúð Keflavíkur veitti tvenn bókarverðlaun fyrir hæstu einkunn í íslenzku við unglinga- og barnapróf. Hlutu verðlaunin þau Elísabet Karlsdóttir og Sigurður P. Hafsteinsson. Hæstu einkunn, sem gefin var að þessu sinni við skólann hlaut Hallgrímur Guð- jónsson, nemandi í 1. bekk unglinga- deildar, 9,67. Nemendur unglingadeildar höfðu að venju nokkrar danssamkomur og nem- endur beggja skólanna héldu árshátíð, sem var geisi fjölsótt. Þótti hún takast sérstak- lega vel. Sigurbjörn Ketilsson. Lokadagur vcrtíðarinnar. Aætlaður bátaafli í vetrarvertíðirmi er nú á svæðinu frá Homafirði að ísafjarðardjúpi frá 1. janúar til 30. apríl sem hér segir: Þorskur 174.000 lestir, en á sama tíma í fyrra 191.000 lestir. Loðnuaflinn er um 121.000 lestir, en um 49.000 lestir í fyrra og síldarafl- inn um 17.000 lestir en var í fyrra tæpar 50.000 lestir. Aætlaður þorskafli utan vertíðarsvæðisins er um 10.000 lestir, þannig að heildarþorsk- afli bátaflotans frá áramótum er um 184.000 lestir. Mestum afla mun hafa verið landað í Reykjavík. 96 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.