Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 5
Sæluvika kvenna í Bifröst Að sumarlagi er Hreðavatn í Borgarfirði sannkallaður sælustaður öllum þeim, er hvíld- ar og næðis vilja njóta. Þar í faðmi blárra fjalla við fossanið og elfarsöng stendur hið ágæta mennta- og menningarsetur Samvinnu- manna, Bifröst, í stórbrotnu landslagi, skart- andi þeirri fjölbreyttu litadýrð, sem íslenzk náttúra á fegursta til. Mörg undanfarin sumur hafa Sambandið og kaupfélögin boðið þangað til vikudvalar konum frá hinum ýmsu byggðarlögum lands- ins og leitast við að gera þeim dvölina þar skemmtilega, lærdómsríka og minnisstæða. Hafa þær allar lokið miklu lofsorði á sam- vinnusamtökin fyrir Bifrastardvölina og að- búðina þar, sem þær helzt vilja líkja við neillandi ævintýr. Héðan af félagssvæði Kaupfélags Suður- nesja hafa margar konur orðið þessa aðnjót- andi á undanförnum árum og ein þeirra, frú Sigríður Hafliðadóttir úr Ytri-Njarðvík, var ein þeirra Suðurnesjakvenna, sem dvaldi þar á síðast liðnu sumri. Verða hér birtir nokkrir þættir úr dagbók 'hennar frá þessum björtu Bifrastardögum. „í boði Kaupfélags Suðurnesja og Sam- bandsins var ég dagana 16.—22. maí 1965 að Bifröst í Borgarfirði, — í svo nefndri húsmæðraviku. Það var glæsilegur hópur, alls 64 kon- ur, víðs vegar að af landinu, sem lagði af stað frá Sambandshúsinu í Reykjavík kl. 2, sunnudaginn 16. maí 1965. Fararstjóri okkar var forstöðumaður Fræðsludeildar S. I. S., Páll H. Jónsson. Þótti honum tak- ast fararstjórnin með ágætum. Þungt var í lofti, þegar lagt var af stað, og þegar komið var upp í Borgar- fjörð, hrosti sólin við okkur, sem hún væri að bjóða okkur velkomin til þessa fagra og tilkomumikla staðar, Bifrastar, þar sem við áttum að dveljast vikutíma í góðu yfirlæti. Þegar þangað kom, kynnti Páll okkur fyrir skólastjórafrúnni, Guð- laugu Einarsdóttur, er tók brosandi á móti okkur og bauð okkur hjartanlega velkomnar á húsmæðravikuna. Þá sýndi hún okkur herbergin, sem við áttum að búa í meðan við dveldum þar og fengum við síðan stund til að snyrta okkur og lagfæra áður en hringt var til matar. Þegar í borðstofuna kom settist hver að sínu ákveðna borði, ásamt borð- félögunum. Aður en staðið var upp frá þessari fyrstu máltíð, kynnti frú Guðlaug okkur, en síðan var sezt í setustofu og drukkið kaffi. Þaðan var okkur boðið í hátíðasalinn, þar sem fararstjóri okkar, Páll, ávarpaði okk- ur og bauð okkur velkomnar á húsmæðra- vikuna, sem væri sú 7. í röðinni. Þá las hann nöfn þeirra, sem mættar voru og ræddi síðan um hin ýmsu mál sem næst væru á dagskrá. Var okkur síðan sýnd kvikmyndin „Bú er landstólpi“, sem er bæði þjóðleg og skemmtileg. Að morgni næsta dags, kl. 10, flutti Snorri Þorsteinsson kennari erindi um samvinnumál. Kl. 11 ræddi Baldvin Þ. Kristjánsson um tryggingar. Þar næst spjallaði Vilhjálmur Einarsson við okkur um æskulýðsmál. Var mál hans vel flutt og snjallt og snerist um hin margþættu vandamál æskunnar og hvað hægt væri að gera fyrir hana. A eftir framsöguerindi Vilhjálms voru tilnefndar nokkrar konur, ein úr hverju byggðarlagi til að ræða þessi mál nánar og var fróðlegt að heyra álit þeirra og sjónarmið, varðandi æsku- lýðsmál líðandi stundar og stóð þessi um- ræðufundur til kl. 4. Um kvöldið var svo spiluð félagsvist af miklu fjöri undir stjórn Páls H. Jónssonar, og hlutu 4 konur verð- laun. Kl. 10 að morgni næsta dags flutti Bryn- dís Steindórsdóttir erindi um húsmæðra fræðslu. Fannst okkur konunum sá þáttur í alla staði mjög fróðlegur og skemmti- legur. Lærðum við þar ýmislegt og feng- um að bragða flesta rétti, sem Bryndís bjó til. Þá var okkur sýnd andlitssnyrting af Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Um kvöldið var „bingó“, sem Páll og frú Guðlaug stjórnuðu. Vakti það mikla Suðurnesjakonurnar Eyrún Eiriksdóttir og móðir hennar Guðrún Stcinsdóttir. Elínrós Benediktsdóttir og lengst til hægri er Sigríður Hafliðadóttir, höfundur greinarinnar. ánægju, enda voru margar af konunum, sem aldrei höfðu séð það áður, hvað þá heldur spilað. Hepnin var með 16 kon- um, sem fengu bingó, voru 2 af þeim ljósmæður. Verðlaunamunirnir voru gefn- ir af Sambandinu, Dráttarvélum h.f. og Bókabúð Norðra. Voru verðlaunahafar myndaðir af Vilhjálmi Einarssyni við þetta tækifæri. Næsta dag, þann 19. maí, kl. 10 að morgni, flutti Oli Valur Hansson garð- yrkjuþátt, en kl. 2 eftir hádegi var farið í ferðalag um Borgarfjörð. Fararstjórar voru þau Snorri Þorsteinsson og Olga Agústsdóttir. Var Vilhjálmur Einarsson myndasmiður fararinnar. Lagt var af stað í faðmi blárra fjalla. F A X I — 85

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.