Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 10
var duglegur að bjarga sér, heppnis for-
maður og aflaði oft mikið. Kona hans
var Steinunn Steinsdóttir, Lárussonar,
sem áður er getið. Hún var sönn ágætis-
kona og vel að sér á margan hátt. Hún
dó of snemma, var álit margra samferða-
manna hennar, en um það er ekki að
sakast.
Eitt býlið er eftir að nefna, en það er
Vatnagarður. Stendur það utast á bakk-
anum, beint niður undan Utskálum. Þar
bjó lengi Sigurður Isleifsson og kona hans,
Kristín. Þau áttu nokkur börn, þeirra á
meðal var sr. Páll, sem lengi var prestur
í Bolungavík og seinna í Ameríku. Oll
eru börn þessara hjóna nú dáin, en bær-
inn þeirra stendur enn, þó langt sé síðan
í honum hafi verið búið.
Nú skal gera nokkra grein fyrir lands-
lagi þarna. Að neðanverðu afmarkast bakk-
inn vitanlega af fjörunni, sem er að mestu
sandfjara, en að ofanverðu er svo kallað
Síki. Er það löng og mjó tjörn, sem nær
innan frá Gerðatúni og út fyrir neðan
Utskála. I þurrkum á sumrin þornar það
víða upp en alltaf eru þó í því nokkuð
stórir pollar, sem aldrei þorna og er ut -
asti parturinn þeirra dýpstur. Af þessu
leiðir, að þarna er nokkuð fallegt, enda
er bakkinn allur vel grænn að sumarlagi.
En þrátt fyrir það, er þar nú engin byggð
lengur. Ef við höldum upp fyrir Síkið,
verða fyrir okkur margir bæir. Innst voru
Vegamót, þar voru tveir bæir. I þeim innri
bjó Hannes nokkur, ættaður úr Skaga-
firði og kona hans, Jarðþrúður, sem mun
hafa verið sunnlenzk. I hinum bænum,
sem var stærri og portbyggður, eins og
það var kallað og var þá íbúð á loftinu,
bjó þá aldraður maður, Magnús að nafni.
Var hann hættur róðrum og hafðist ekk-
ert að, þegar hér var komið. Atti hann
engin börn, var nokkuð sérlegur í háttum
en skynsamur.
Þá voru Smærnavellir. Þar bjuggu Ei-
ríkur Guðmundsson og Guðrún Sveins-
dóttir. Þau áttu margt barna, sem komust
upp. Einn sonur þeirra býr í Garðinum,
Guðmundur í Garðhúsum, sem allir kann-
ass við. Eiríkur varð ekki gamall maður,
en hann var prýðis drengur í allri fram-
komu og það var Guðrún einnig, þvf þau
voru samhent í búskapnum, enda var
alltaf snyrtibragur þar á öllu, utan húss
og innan. Eiríkur hafði lært seglasaum
og var snillingur í því starfi. A þessum
árum var smíðað mikið af skipum, bæði
stórum og smáum og mun hann hafa
saumað mest af þeim seglum, sem á þau
þurfti.
Rétt ofan við þessa bæi var lítið kot,
sem hét Bali. Þar bjuggu tvær gamlar
manneskjur, Jón Þorsteinsson og Jarð-
þrúður. Jón var ættaður og uppalinn norð-
ur í Fljótum og vandist þar sjó á hákarla-
skipum, en á öldinni sem leið, var mikil
útgerð í Fljótum á hákarlaveiðar og urðu
oft stórir mannskaðar í þeim ferðum.
Þessi gömlu hjón dóu litlu síðar. Allir þess-
ir bæir eru nú fyrir löngu í eyði komnir
og tættur einar.
Næsta jörð er Krókvöllur. Þar bjuggu
þá Stefán Einarsson og Sigríður Sveins-
dóttir. Þau áttu fjölda barna, sem upp
komust og eru flest þeirra á lífi. Þessi
hjón voru ættuð úr Þingvallasveit. Stefán
var atkvæðamaður að dugnaði og áhuga-
maður svo mikill, að hann sást oft lítt
fyrir. Hann ræktaði mikið þó jarðlag væri
þarna ekki hentugt til þeirra hluta og
byggði allgott steinhús, sem stendur enn.
Þau hjón björguðust mjög vel og komu
upp mannvænlegum barnahópi, sem flest
munu vera á lífi og öll búsett í Reykjavík.
Stefán og Sigríður eru bæði gengin til
hvíldar fyrir löngu síðan.
Næsti bær er Krókur og bjuggu þar
bræður, Magnús og Sigurður. Þeir voru
miklir menn að vexti og taldir sterkir.
Sigurður var þá ógiftur en kvæntist litlu
síðar og fluttist suður að Stafnesi og bjó
þar í nokkur ár.
Þá er næst að nefna Miðhús. Þar bjó
Þorsteinn Olafsson, Húnvetningur að upp-
runa, og kona hans, Guðrún Jónasdóttir,
líka ættuð að norðan. Björn, sonur Þor-
steins var þar líka, þá ókvæntur, en giftist
litlu síðar. Þorsteinn var annálaður sjó-
maður á þeim tíma, bæði sem sjósóknaii
og stjórnari. Hann drukknaði á leið úr
Keflavík, voru tveir á, hinn maðurinn
komst á kjöl og var bjargað.
A Miðhúsalóðinni var eitt tómthúsbýli,
Garðbær. Sá er þar bjó, hét Þorleifur Kláus,
ekki man ég hvað kona hans hét. Þau áttu
mörg börn, sem komust upp. Þessi fjöl-
skylda fluttist til Hafnarfjarðar og hefi
ég engin kynni síðan af henni haft.
Er röðin þá komin að Utskálum. Þá
var þar prestur sr. Kristinn Daníelsson,
ágætur maður og mjög vel liðinn. Hann
hafði nokkuð stórt bú og gerði út eitt
sexmannafar á vertíð. Þá mun ég telja
kirkjujarðirnar, sem flest býli í út Garðin-
um voru þá og eru reyndar enn: Rétt
upp undan Utskálum og innst af þessum
býlum, voru Garðhús, þar bjuggu Eiríkur
Guðlaugsson og kona hans, Guðrún. Þau
áttu þrjá syni, sem voru að verða upp-
komnir menn um þetta leyti. Þeir höfðu
alltaf útgerð. Þessi fjölskylda fluttist að
Meiðastöðum 1916 og þar búa allir bræð-
urnir ennþá, nú orðnir nokkuð aldraðir
menn.
Næsti bær er Presthús. Þar bjó Oddur
Björnsson og Guðrún kona hans. Þau
áttu mörg börn, sem upp komust og eru
enn flest á lífi. Eru þau öll dugnaðarfólk.
A þessum árum fékk ungur maður, Magn-
ús Sigurðsson frá Akurhúsum, leyfi hjá
prestinum til að byggja sér býli upp á
melnum, beint uppundan götunni, sem
liggur heim að Utskálum. A þessum mel
hafði sr. Kristinn gert tilraun með ræktun,
lét plægja dálítið stykki og sá í það. Þetta
lukkaðist vel fyrst, en svo féll það í órækt
aftur. A þessum bletti byggði Magnús
sem fyrr segir lítið hús og ræktaði mikið
út á melnum. Seinna byggði hann svo
stærra hús, sem stendur enn og er það
með snotrustu býlum í Garði. Magnús er
látinn fyrir nokkrum árum. Hann eign-
aðist þrjá syni, sem allir eru á lífi. Einn
þeirra, Hjálmar, býr á Nýjalandi, en svo
var býli Magnúsar látið heita.
Þá er Móakot næsti bær, þar bjó mað-
ur að nafni Ólafur. Ekki vissi ég föður-
nafn hans, né hvaðan hann var ættaður.
Hann var orðinn gamall maður, er hér
var komið sögu og andaðist skömmu síð-
ur. Sonur hans uppkominn, sem hét Olaf-
ur, bjó þar áfram með móður sinni í nokk-
ur ár, en fluttist svo til Reykjavíkur.
Næst má nefna Nýjabæ. Þar bjuggu
Jón Eiríksson og Kristín. Attu þau þrjár
dætur. Tvær þeirra bjuggu allan sinn bú-
skap í Nýjabæ: Dagbjört, gift Einari
Helgasyni, ættuðum austan af Skeiðum.
Eiga þau uppkomin börn, tvo syni, sem
báðir eru skipstjórar hér og hafa reynst
vel í starfi. Búa þeir báðir í Garðinum.
Hin dóttirin, sem í Nýjabæ bjó, hét Laufey.
Hún giftist Sigurgeir Olafssyni frá
Skeggjastöðum. Olafs er getið hér að fram-
an. Þessi hjón eignuðust ekki börn. Þriðja
dóttirin, sem Hrefna hét, giftist manni
aðfluttum og fór með honum til Hafnar-
fjarðar. Skildu þau samvistir eftir fá ár.
Allar eru systurnar látnar nú, svo og Sigur-
geir. Einar er einn á lífi af þessari gömlu
Nýjabæjarfjölskyldu, — orðinn háaldrað-
ur.
Þá vil ég víkja nokkrum orðum að Jóni
Eiríkssyni, sem ég nefndi hér að framan
90 — FAXI