Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 12
Frá aðalfundinum: Talið frá vinstri, aftari röð: Fundarritarar Óskar Jónsson, Jón Einarsson,
Þorgeir Hjörleifsson, og fundarstjóri Jón S. Baldurs. í ræðustól: Erlendur Einarsson
forstjóri, stjórnarformaður. Fremri röð: Ásgeir Magnússon framkvæmdastjóri, Jakob Frí-
mannsson, Karvcl Ögmundsson og ísleifur Högnason.
Aðalfundur Samvinnufrygginga
Aðalfundir Samvinnutrygginga og Líftrygg-
ingafélagsins Andvöku voru haldnir á Blöndu-
ósi 10. f. m. Fundinn sátu 12 fulltrúar víðs-
vegar að af landinu, auk stjórnar og nokkurra
starfsmanna félaganna.
í upphafi fundarins minntist formaður
stjórnarinnar, Erlendur Einarsson, þriggja
forystumanna félaganna, sem látizt höfðu
frá því síðasti aðalfundur var haldinn, þeirra
Guðmundar Ásmundssonar, hrl., Sverris
Jónssonar, flugstjóra, og Oddgeirs Kristjáns-
sonar, tónskálds.
Fundarstjóri var kjörinn Jón Baldurs, fyrr-
verandi kaupfélagsstjóri á Blönduósi, en
fundarritarar þeir Óskar Jónsson, fulltrúi,
Selfossi, Jón Einarsson, fulltrúi, Borgarnesi og
Þorgeir Hjörleifsson, deildarstjóri, ísafirði.
Formaður stjórnar, Erlendur Einarsson,
forstjóri, flutti skýrslu stjómarinnar, en Ás-
veikinni. Öll standa þessi hús ennþá, nema
Fögruvellir, sem eins og áður er getið
voru fluttir á annan stað. Utasta býlið var
vitahúsið. Þar bjó þá Isak Sigurðsson vita-
vörður á Garðskaga og kona hans, Guðlín.
Þá tel ég, að getið sé allra býla í Garð-
inum og ábúenda þeirra á fyrr greindu
tímabili. Reynist miklar villur í þessari
frásögn, sem alltaf kann að henda, þá mun
það verða leiðrétt seinna eftir beztu
manna yfirsýn.
A sjúkrahúsinu í Keflavík, sumarið 1965.
Hallmann Sigurðsson.
geir Magnússon, framkvæmdastjóri félaganna,
skýrði reikninga þeirra.
Á árinu 1965 opnuðu Samvinnutryggingar
nýjar umboðsskrifstofur með Samvinnubank-
anum í Keflavík og á Húsavík og söluskrif-
stofu í Bankastræti 7 í Reykjavík.
Á árinu 1965 gengust Samvinnutryggingar
fyrir stofnun klúbbanna „Oruggur akstur“,
sem hafa það að markmiði að stuðla að auknu
umferðaröryggi og betri umferðarmenningu
í viðkomandi byggðarlögum.
Heildariðgj aldatekj ur Samvinnutrygginga
námu á árinu 1965, sem var 19. reikningsár
þeirra, kr. 186.535.339,00 og höfðu iðgjöldin
aukizt um kr. 31.566.099,00 eða 20,37% frá
árinu 1964. Er um að ræða iðgjaldaaukningu
í öllum tryggingagreinum.
Heildartjón Samvinnutrygginga námu á ár-
inu kr. 149.086.479,00 og höfðu aukizt um kr.
4.578.397,00 frá árinu 1964. Er tjónaprósentan
79,92% af iðgjöldum á móti 93,25% 1964.
Nettóhagnaður af rekstri Samvinnutrygg-
inga 1965 nam kr. 479.111,51 eftir að endur
greiddur hafði verið tekjuafgangur til trygg-
ingartakanna að fjárhæð kr. 5.553.000,00 og eru
þá endurgreiðslur tekjuafgangs frá upphafi
orðnar kr. 61.723.736,00. Bónusgreiðslur til bif-
reiðaeigenda fyrir tjónlausar tryggingar námu
kr. 12.780.000,00.
Iðgjaldagreiðslur Líftryggingafélagsins And-
vöku námu kr. 2.290.489,00. Tryggingastofn
nýrra líftrygginga á árinu nam kr. 4.685.000,00
og var tryggingastofninn í árslok kr.
114.193.729,00. Trygginga- og bónussjóðir fé-
lagsins námu í árslok 1965 tæpum kr.
30.000.000,00.
Úr stjórn áttu að ganga ísleifur Högnason
og Ragnar Guðleifsson, en þeir voru báðir
endurkjörnir.
Að loknum aðalfundi hélt stjórnin fulltrú-
um og allmörgum gestum úr Húnaþingi og
Skagafjarðarsýslu hóf í félagsheimilinu á
Blönduósi.
Stjórn félaganna skipa: Erlendur Einarsson,
forstjóri, formaður, Isleifur Högnason, Jakob
Frímannsson, Karvel Ogmundsson og Ragnar
Guðleifsson.
Framkvæmdastjóri félaganna er Ásgeir
Magnússon.
Lætur af starfi.
Magnús Guðmundsson, sem um árabil hefir
af mikilli árvekni sinnt vigtarstörfum í
Grindavík og jafnframt látið mér í té afla-
skýrslur þaðan í Faxa, hefir nú látið af þessu
starfi og er um þessar mundir fluttur búferl-
um með allt sitt vestur að Stóra-Fjalli í Mýra-
sýslu, þar sem þau hjónin hyggjast reisa sér
nýbýli, sem þau hafa valið nafnið „Tún“.
Magnús er fæddur að Húsatóftum 18. júlí
1917, sonur hjónanna Kristínar Gísladóttur
og Guðmundar Jónssonar frá Hópi í Grinda-
vík. Föður sinn missti hann, þegar hann var
nálægt þriggja ára aldri, en var með móður
sinni á Hópi til 7 ára aldurs. Magnús stund-
aði sjóinn frá unga aldri allt til ársins 1955,
er hann lét af sjómennsku og tók að sér
vigtarstörfin við höfnina. Hafði hann á sjó-
mannsferli sínum ýmist róið hjá öðrum eða
á eigin farkosti, en hann átti um eitt skeið
ásamt fleiri bátinn Búa, sem þeir félagar
gerðu út saman og var Magnús þá mótoristi
á honum.
Magnús er kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur
frá Stóra-Fjalli, og mun þar að leita skýr-
inga á búferlaflutningi þeirra vestur. Þau
hjónin eiga 2 syni, Guðmund og Einar, en
auk þess hafa alizt upp hjá þeim 2 stjúpbörn
Magnúsar, sem hann hefir reynzt eins og
bezti faðir.
Héðan af Suðurnesjum fylgja þeim hjónum
hlýjar framtíðaróskir vina og vandamanna og
í þeim hópi vil ég mega telja mig og Faxa,
sem báðir höfum notið góðrar og lipurrar
fyrirgreiðslu Magnúsar og trúmennsku.
H. Th. B.
Áttatíu og átta ára.
Sigurður Magnússon frá Valbraut varð í
vor 88 ára. Við það tækifæri barst honum
eftirfarandi vísa frá Ágústi L. Péturssyni, sem
reyndar orti hana bæði fyrir sig og her-
bergisfélaga Sigurðar, Jóhannes Árnason.
Vísan er svona:
Lundin þín er góð og gegn,
gleði vekur haginn.
Háaldraður heiðursþegn,
heill sé þér með daginn.
En Sigurður kvað:
Ellina má á mér sjá,
ýtum skal það gjaman tjá.
Áratalan orðin há.
átta tvisvar skrifa má.
92 — F A XI