Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 11
í upphafi kaflans um Nýjabæ. Hann var
að mörgu leyti sérstæður maður, í fyrsta
lagi hvað dugnað áhrærði og var hann þó
orðinn nokkuð roskinn, er ég kynntist
honum. Þá var hann þjóðhagasmiður,
jafnvígur á tré- og járnsmíði og einnig
skipasmíði var hann vandvirkur í bezta
lagi, og var þó, eins og að framan
getur, orðinn gamall og hálf bæklaður af
gikt, þegar ég kynntist störfum hans.
Hann hafði smiðju í Gerðum á vellystar-
árum Milljónafélagsins, og hafði þá á hönd-
um alla járnsmíði til stóru skipanna, sem
þá voru sem óðast að koma. Oft var
mannkvæmt í smiðjunni hjá Jóni og jafn-
víst, að engum leiddist, því Jón var gam-
ansamur og orðheppinn í bezta lagi og
það svo, að sumir af bröndurum hans
verða lengi í minni. Mun ég samt ekki
flíka þeim hér, enda naumast tímabært,
meðan ekki er lengra liðið frá atburðum,
sem þeir fjalla um.
Næsti bær er Móhús. Þar bjó Hildi-
brandur. 15úinn er ég að gleyma föður-
nafni hans. Hann var kvæntur og átti tvö
börn uppkomin. Þessi fjölskylda fluttist
litlu síðar til Reykjavíkur. Skömmu síðar
fluttist þangað maður að nafni Oddur
Jónsson, austan úr Skaftafellssýslu, þá ný-
kvæntur Kristínu Hreiðarsdóttur, systur
Júlíönu, konu Þorleifs sál. Ingibergssonar
í Hofi. Bíuggu þau þar nokkur ár, en
fluttust síðar að Presthúsum, þar sem þau
búa enn. Var afmælisgrein um Odd
áttræðan í Faxa í fyrra.
Þá koma næst Guðlaugsstaðir. Þar
bjuggu nokkuð aldraðar manneskjur, Guð-
mundur og kona hans, er mig minnir að
héti Guðrún, þó ég viti það ekki með
neinni vissu. Þau áttu ekki börn. A Guð-
laugsstöðum var gömul torfbaðstofa.
Skömmu áður en Guðmundur dó, bygg-
ði hann lítið timburhús, sem stendur enn
þó með nokkrum breytingum.
Er nú komið að Akurhúsum, þar var
tvíbýli. Á Austurpartinum bjó Benidikt
Björnsson, austan úr Skaftafellssýslu.
Hann átti tvo syni, sem voru þá upp-
komnir menn, Björn og Þorlák. Björn
fluttist fljótlega í burtu, bjó lengi á Akur-
eyri og hafði þar netagerð. Fluttist hann
síðar til Reykjavíkur og starfrækti þar í
háa tíð netaverkstæði. Hann er nú látinn.
Þorlákur ílentist í Garðinum og tók við
**úi af föður sínum í Akurhúsum og býr
par enn. Þess skal hér getið, að á þessum
býlum flestum var grasnyt fyrir 1—2 kýr
°g kannske vel það, hjá þeim, sem bezt
hirtu bletti sína, og alls staðar voru kál-
garðar, sem gáfu oft mikla björg í bú.
Nú er mikið af þessum görðum og gras-
nytjum um allt byggðarlagið, fallið í órækt
og niðurníðslu og ekkert um þá hirt. Þeg-
ar foreldrar Akurhúsabræðra hættu bú-
skap, tók Þorlákur við jörðinni, eins og
að framan er sagt og hefir búið þar síðan.
Hann hefir nokkuð mikið starfað að opin-
berum málum, m. a. verið um langan
tíma í hreppsnefnd. Þó hygg ég, að störf
hans að kirkjulegum málefnum hafi verið
honum hugleiknust. Sérstaklega hefir hann
látið sér annt um kirkjusönginn og var á
tímabili jafnframt bústörfum organisti
kirkjunnar. En hann hefir einnig stundað
verzlun um 40 ára skeið. Fór þar allt
saman: kurteis framkoma, örugg afgreiðsla
og ekki þurfti að efa, að rétt væri reiknað.
Þorlákur er nú roskinn maður og bilaður
að heilsu.
Þá er það Vesturbærinn. Þá bjó þar
Sigurður Sæmundsson, einn af þeim Vatna-
garðsbræðrum. Hann átti nokkur upp-
komin börn. Um þetta leyti byggði hann
lítið timburhús, sem stendur enn. Afkom-
endur hans eru margir hér um slóðir.
Sigurður var skynsemdarmaður og félags-
sinnaður. Hann starfaði mikið að bind-
indismálum. Sigurður varð ekki gamall
maður, hann andaðist sumarið 1910.
Næsti bær er Lónshús. Þar bjuggu þá
Magnús og Valgerður, þau áttu fjögur
börn uppkomin, tvo syni og tvær dætur.
Yngri sonurinn dó, þegar hann var að
komast á legg og litlu seinna kom í ljós,
að eldri sonurinn, Magnús, var með holds-
veiki og var fluttur á spítalann í Laugar-
nesi og andaðist þar nokkrum árum síðar,
en móðirin og dæturnar biuggu áfram
saman. Hún er nú löngu dáin, en syst-
urnar hafa aldrei giftst og búa þar enn.
Þá er Nýlenda næsti bær, þar var þétt-
býli. Á öðrum partinum bjó Einar Matth-
íasson og upkominn sonur hans, Guð-
mundur. Ekki veit ég hvaðan Einar var
upprunninn. Hann var þá orðinn nokkuð
gamall maður, en þó hress. Hann fékkst
þó nokkuð við smíðar og fórst það vel
úr hendi, m. a. smíðaði hann mikið af
þvottabölum úr tré, sem þá voru almennt
notaðir. Einar mátti kallast greindur mað-
ur en nokkuð sérkennilegur í samræðu.
Á hinum partinum bjó Bjarni Björns-
son. Hann átti einn son, sem þá var að
verða uppkominn og hét Bjarni. Þeir flutt-
ust litlu síðar til Reykjavíkur.
Lambastaðir er næsti bær. Þar bjuggu
þeir feðgar, Magnús, þá orðinn gamall
maður og Þorgeir, sonur hans. Þorgeir
var dugnaðarmaður og mátti vel segja
með afbrigðum og fiskisæll í bezta lagi,
enda var þetta heimili talið með efnuð-
ustu heimilum, sem þá voru í Garði. Þor-
geir entist ekki vel, fékk vonda gikt og
var alveg ósjálfbjarga síðustu árin. Kona
hans hét Helga, einnig bráðdugleg. Áttu
þau mörg börn, sem ég held að séu flest á
lífi, en aðeins einn sonur er á Lambastöð-
um og er þar nú niður fallinn hinn mynd-
arlegi búskapur, bæði á sjó og landi, eins
og reyndar víða er nú á tímum, enda
kannske ekki óeðlilegt, þegar æðstu menn
þjóðarinnar láta í það skína, að rétt sé að
flytja meiri part þjóðarinnar á suðurströnd
Faxaflóa.
Þá er að nefna Hof, sem lengi var ut-
asti bær í Garði. Fyrst á þessu tímabili
bjuggu þar bræðurnir Þorleifur og Þor-
lákur Ingibergssynir. Ibúðarhúsið var þá
úr timbri, allgott á þeirra tíma vísu, með
porti og íbúð á lofti. Þetta hús stendur
enn, þó er búið að gera rnikið við það.
Litlu síðar fór Þorlákur frá Hofinu og
byggði sér hús uppi á Skaganum, sem hann
kallaði Fögruvelli. Bjó hann þar í nokkur
ár, reif svo húsið og flutti það til Reykja-
víkur og byggði það upp þar. Þegar þetta
var að gerast, var inni í Garði ungur mað-
ur nýkvæntur, Isleifur Jónsson. Hann
keypti þá hálflenduna af Þorláki og bjó þar
í æði mörg ár, og gerði út á móti Guð-
laugi Jónssyni á Hólabrekku. Þeir voru
alltaf í Lambastaðavörinni. Þegar Isleifur
fór frá Hofi tók Þorleifur við allri jörðinni.
Hann átti fjögur börn, sem öll eru á lífi,
ein dóttir gift í Grindavík og tvær búsettar
í Garðinum. Yngstur barnanna er Sigur-
bergur hreppstjóri og vitavörður á Garð-
skaga. Allt er þetta myndarlegt dugandis
fólk.
Á þessum árum voru byggð nokkur ný-
býli á Skaganum í Otskálalandi, en kirkjan
á mest allan skagann þannig, að Lamba-
staðir og Hof eiga tiltölulega lítið land
utan túns, en kirkjulandið er stórt. Fyrsta
býlið var Sjávargata, það byggði Guð-
mundur Guðjónsson, bróðir Ingmundar
á Garðsstöðum, sem getið er hér að fram-
an. Hann dó úr Spönsku veikinni 1918,
ásamt konu sinni og tengdamóður. Þar
næst eru Fögruvellir, sem hér hafa verið
nefndir, þá voru byggðir Blómsturvellir,
þar byggði Þorkell Hreiðarsson. Um líkt
leyti var byggt býlið Hólavellir, það byggði
Guðjón bróðir Þorkels. Hann dó í Spönsku
F A X I — 91