Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 15

Faxi - 01.06.1966, Blaðsíða 15
 'W *$> >»,: , *'< 3 S Í^^Vl ^ í i i' i U íí * p p d r >=> •• t ví v ■* i >*' k k )i. íí l A g. S &§KÍTi' ' <■ ' ? ■■■ •■•■ : •■ ■■ >' ■ ■• •••:•• iX !<> Fy>'( &t<k&kux. • r-if ;> &&vk « v<x? %i« r«> &» &íj ^afljMW* 150 £&? s« m '.<>■• r Stækkun Keflavíkur Uppdráttur þessi á að sýna landsvæði Keflavíkurkaupstaðar og lögsagnarum- dæmi eins og það er nú samkvæmt lögum, er samþykkt voru á Alþingi 4. maí s. 1. En samkvæmt þeim lögum stækkaði lög- sagnarumdæmi Keflavíkur um 415 ha. eða rúmlega þrefaldaðist að flatarmáli, var um 200 ha. áður. Dökku punktalínurnar sýna mörk þessa landsvæðis norðan við Keflavík, er við stækkunina lagðist undir lögsögu Kefla- víkurkaupstaðar. Land þetta var áður í Gerðahreppi, en undir lögsögu lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli og í eigu ríkisins, nema þríhyrna næst Keflavík, sem markast af Grófinni að sunnan, og að norðan af línu frá Hellumiði í Kefla- víkurborg. Þríhyrna þessi er um 50 ha. að stærð. Hún er í eigu H.f. Keflavíkur í Keflavík, en var í lögsögu sýslumannsins í Gullbringusýslu. Sjást mörk hennar á uppdrættinum. Stækkun Keflavíkur til vesturs inn á flugvallarsvæðið er um 65 ha. og markast við byggðasvæði Keflavíkur, eins og það var, með línu, er hugsast dregin frá Kefla- víkurborg til SSA. — Aðeins lítill hluti þessa svæðis hefur fengist til bygginga á þessu ári, hvað sem síðar kann að verða. Þá má á uppdrættinum sjá dökka þrí- hyrnda reiti í stefnu af flugbrautum Kefla- víkurflugvallar, til N og NNA. Þessir reitir eiga að sýna svæði, þar sem hávaði vegna flugvéla í flugtaki og lendingu á Keflavíkurflugvelli getur orðið 90—95 dB—A1) eða meiri. Þessu til skýringar skal þess getið að í Bandaríkjunum er mesti þolanlegi hávaði í íbúðahverfum tal- inn mega vera 63 dB—A en á Norður- löndum 60 d'B—A. Hér er því hávaðinn 50% meiri. Svæði þessi voru hljóðmæld á síðastliðnu hausti og var þá miðað við hávaða frá þrýstiloftsflugvélum, af gerðinni DC 8 C, í flugtaki og lendingu á Keflavíkurflug- velli. Ennþá eru fáar farþegaflugvélar af þessari gerð, sem lenda á Keflavíkurflug- velli, og er því slíkur hávaði, sem hér hef- 1) dB—A er lesið decibel, en það er eining, sem notuð er þegar styrkleiki hljóðs er ákveð- inn. ur verið tilgreindur ekki þarna að stað- aldri. En við lifum á þotuöldinni og allar líkur benda til þess, að Loftleiðir og Flug- félag Islands taki þoturnar í þjónustu sína og þá má búast við ferðum þeirra yfir þessu svæði daglega og oft á dag. Heyrzt hafa þær raddir, að með stækk- un lögsagnarumdæmis Keflavíkur hafi verið tekið land af Gerðahreppi. Þarna er mjög blandað málum. Gerðahreppur átti ekkert af því landi, sem féll undir lög- sögu Keflavíkur við stækkunina. Megin- hluti þessa landsvæðis er í eigu ríkis- ins eða um 300 ha., eins og áður er frá skýrt. Keflavíkurbær leitar nú eftir að fá land þetta keypt og standa vonir til, að það takist. Hins vegar má fullyrða, að ríkið hefði aldrei selt Gerðahreppi land- svæði þetta eða leyft hreppnum þar bygg- ingar, á meðan heimaland Gerðahrepps er ekki að fullu byggt. Að óbreyttu hefði því land þetta verið óbyggt og engum til nota næstu tugi ára, eins og það hefur verið hingað til. Ragnar Guðleifsson. FAXI-95

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.