Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 4

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 4
VIÐ NÁM OG STÖRF - í TVEIMUR HEIMSÁLFUM jÞcss var getið í júníbl. Faxa s.I. vor, að Ágúst Guðinundsson prentari væri á fiirum vestur um liaf til Winnipeg til þess að starfa við prentverk það, sem annast útgáfu vestur- ísl. blaðsins Lögberg Hcimskringla. En cins og kunnugt er, hefir Ágúst um langt árabil unnið við setningu og prcntun FAXA í Al- þýðuprentsmiðjimni við Vitastíg í Iteykjavík og kynnti sig í því starfi mcð lúnum mestu ágætum. Síðan Ágúst flutlisl veslur unt haf með konu sína og son, hefi ég fengið frá honum nokkur kærkomin vinarbréf og síðasl nú á dögunum barst mcr eitt slíkt. En þar sem þctta bréf flytur góðar fréttir af tveim ungum og efnilegum Suðumcsjamiinnum, og öðrum þeirra hreinræktuðum Keflvíkingi, get ég ekki stilll mig um að birta hér í Faxa hluta af því ásamt mynd af þeim félögum, sem fylgdi með í bréfinu. í trausti þess að þctla uppátæki milt nnel- ist vel fyrir gef ég Ágústi orðið um leið ég þakka honum ágætt bréf. II. Th. B. —'Fagran síðsumarsdag er ég staddur við vestanvert Winnipegvatn í Manitoba, í smábænum Gimli, þar sem fyrstu vestur- fararnir reistu sér samfellda landnáms- byggð í Vesturheimi. Baráttu og sigrum frumbyggjanna á þessum slóðum lýsir vestur-íslenzka skáldið Guttormur Gutt- ormsson meistaralega í kvæðinu „Sandy Bar“, sem ég verð því miður að sleppa hér vegna rúmleysis í Faxa okkar. Þennan sólbjarta ágústmánuð er mikið um dýrðir meðal landa okkar vestra. Islendingadagurinn setur svip á um- hverfið, dagurinn, sem allir eldri Islend- ingar hlakka til á svipaðan hátt og ís- lenzk aldamótabörn þráðu komu jólanna á sinni tíð. íslenzk tunga kliðar mjúk- lega innan um enskuskvaldrið. Víða blika tár á hvarmi, er gamlir vinir og ættingjar heilsast að íslenzkum sveitasið — með kossi eða hressilegu handabandi — og rifja upp ljúfar eða sárar æsku- minningar og bernskubrek. I þessu framandi umhverfi vcrður mér starsýnt á tvo geðþekka menn, er ég sé að gefa mér gætur, en virðast ekki hafa kjark né áræði til að taka mig tali. Þeir koma kunnuglega fyrir sjónir, þótt senni- lega hafi þeir aldrci borið fyrir augu mín fyrr. Eg geng til þeirra og spyr þá for- málalaust á móðurmálinu, itvort þeir séu íslenzkir. Ekki ber á öðru.— Hér eru á ferðinni ungir Suðurnesjamenn, cr dval- ið hafa í Kanada um tíu mánaða skeið, eftir tæpa ársdvöl við nám í Bretlandi og fárra vikna viðstöðu á Islandi á leið sinni milli heimsálfanna. — Tókust þarna með okkur góð kynni, er leiddu til þess að ég tók að spyrja þá spjörunum úr um fortíð þeirra og fram- tíðaráform. Þar sem hér eiga í hlut Kefl víkingur og brot úr Keflvíkingi, langaði mig sem gamlan „hjálparkokk" við Faxa að kynna lenendum blaðsins þessa ungu efnilegu menn, er verið hafa þjóð sinni og æskustöðvun til sóma á erlendum vett- vangi. Þar sem rúm blaðsins er takmark- að, hlýt ég að fara fljótt yfir sögu; stikla aðeins á helztu atriðum úr viðræðum okkar, og rek um leið ætt þeirra og upp- runa lítillega, ásamt fyrri námsferli. Eggert Kristinsson er gagnfræðingur, sonur hjónanna Kamillu Jónsdóttur og Myndin er lekin á liin- uni sögufræga stað, „Low- en Fort Gandy“ við Kauð- á, um 30 mílur frá Winni- peg, þar sem fyrr mcir var miðstöð skinnaviirukaup- manna, —Jiegar slórfljótin voru aðalsamgiinguæðar landsinanna — cr skipti hiifðu við vciðimenn (Trappers) og Indjána. á myndinni eru, lalið frá vinstri: Eiður, Gunnar Svan Ágústsson, Eggerl og grcinarhöfundur. Kristins Jónssonar, Sólvallagötu 14, Kefla- vík. Eiður Sigurðsson er Hafnfirðingur, sonur hjónanna Fjólu Pállsdóttur og Sig- urðar Eiðssonar, Suðurgötu 39, Hafnar- firði. — Amma Eiðs er búsett í Keflavík og býr hjá syni sínum, Lárusi Eiðssyni, Vallartúni 3. Hún heitir Sigurrós Jóhann- esdóltir. ---- Eiður hefur lokið lands- prófi við Flensborgarskóla. Utþráin er rík í eðli Islendingsins. Fyrir nokkrum árum seiddi hún þessa ungu menn í ferðalag til ýmissa Evrópulanda, áður en þeir lögðu í námsför sína til Eng- lands, en hún liófst í september 1964. Skólinn, sem þeir stunduðu nám við í Englandi, er víðkunnur verzlunarskóli, sem heitir „The London School of For- eign Trade“. Þangað sækja nemendur úr flestum löndum heims, m. a. hafa nokkrir íslendingar stundað þar nám áður. En þetta skólaár stunduðu þrír landar þar nám við aðra deild skólans, en skólinn starfar í tveim deildum. Kennsla fer fram í fyrirlestraformi; er því góð enskukunn- átta skilyrði fyrir inntöku. Má telja þenn- an skóla á háskólastigi, þar sem strangar kröfur eru gerðar til nemenda og náms- efnið fjölbreylilegt í hinum ýmsu verzl- unarfræðum. Einkunnargjöf við þennan skóla er gefin í stigum — þrjú stig. Þrír nemendur hlutu hæstu einkunn þetta skólaár, en þeir voru 90 í deild Eiðs og Eggerts. Til gamans má geta þess, að tveir íslend- inganna hlutu hæstu einkunn og munaði mjóu að þeir hlytu allir fyrstu gráðu.— Aðeins tæplega helmingur nemenda hiaut brottfararvottorð — „Diploma", en hinir fengu aðeins viðurkenningu fyrir því að hafa stundað þar nám, en ekki náms- árangur gefinn í stigum. í júlílok 1965, eftir að hafa krufið til mergjar tveggja ára námsefni flestra verzlunarskóla með ágætum árangri, var haldið lieim til Islands og sóttur í sig móður til nýrra átaka. Nú skildi sótt í vesturveg og kannaðar nýjar slóðir í Kanada. Þar skyldi starfað með huga og hendi, en ekki selið á skóla- bekk. Og í októbermánuði sama ár er enn á ný lagt upp í langferð. Fyrst með flugvél til Englands og þaðan með skipi til Montreal í Kanada. Þar var ekki löng viðstaða, heldur haldið sem leið liggur með járnbraut til vesturstrandarinnar og stað- næmzt í Vancover. — Þar leizt þeim ekki nægilega vel á sig til að staðfestast þar. 132 —FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.