Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1966, Page 10

Faxi - 01.10.1966, Page 10
Kostum búna Keflavík köldum nærri víði: Klæðizt nýrri furðuflík farsælda og prýði. Ág. Pctursson. Hjólagammur hlaupa kann hraður þrammar veginn. Vatna damminn veður hann vinda hrammi sleginn. Ágúst L. Pctursson. Frá Tónlistarfclagi Kcflavíkur . Tónlistarskóli Keflavíkur var settur mánud. 3. október í Æskulýðsheimilinu. Um 170 nem- endur eru innritaðir í skólann í hinar ýmsu deildir hans og verða 11 kennarar auk skóla- stjórans, Ragnars Björnssonar. í skólanum verður kenndur píanó- og fiðluleikur, svo og leikur á ýmiskonar blást- urshljóðfæri. Þá verður einnig við skólann starfandi undirbúningsdeild. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands voru fluttir i Félagsbíói í Keflavík, miðvikud. 21. september. Stjórnandi var Bohdan Wodic/.ko. Efnisskráin var þessi: Rossini: Forleikur að óperunni „Semera- mide“. llaydin: Sinfónía í G. dúr. Sibelius: Finnlandía. Dovrak: Slavneskir dansar op. 46 nr. 8 og op. 72 nr. 2. Coates: Lundúnasvíta. Tónleikar þessir voru framúrskarandi vel fluttir og vöktu almenna hrifningu áheyrenda. í lokin var hljómsveitin klöppuð upp og hljómsveitarstjóranum færður fagur blóm- vöndur í þakkarskyni. Hljómleikar þessir máttu teljast vel sóttir og á Tónlistarfélag Keflavíkur þakkir skyldar fyrir að hafa gefið bæjarbúum kost á þeim. Klakksvíkingar í heimsókn í Kcflavík. Knattspyrnuflokkur frá Klakksvík í Fær- eyjum kom s.l. sumar í heimsókn til Kefla- víkur í boði Í.B.K. Hafa Keflvíkingar tví- vegis heimsótt Klakksvíkinga á ferðum sínum I Færeyjum og notið þar frábærrar gestrisni. Klakksvikingar eru nú Færeyjarmeistarar í knattspyrnu og hafa á undanförnum árum verið mjög framarlega í Færeyjakeppninni Klakksvíkingar komu 10. ágúst og léku hér þrjá leiki. Fyrst léku þeir við lið Í.B.K. og sigruðu Keflvíkingar í þeim leik með 4:2. Annar leikur inn var við Knattspyrnufélag Keflavíkur og sigruðu Færeyjingar þá með 3:1. Þriðji og síðasti leikurinn var svo við Ungmennafélag Keflavíkur og sigraði UMFK með 7:0. Eftir siðasta leikinn var Færeyingunum haldið kveðjuhóf í Aðalveri og voru þar ræður fluttar og skifst á gjöfum. Meðan Færeyingar dvöldu hér var farið með þá kynnisferðir um Reykjanesskagann, til Reykjavíkur og einnig til Þingvalla, Gull- foss, Geysis og víðar. (Á forsíðu er mynd af Klakksvíkingum og liði Í.B.K., er lék við þá fyrsta leikinn). <^<>^>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>i<<><>>>>^>>>0<>£<<>>>>>>>>>>>>>>>>>i’>>>> GÓLFDÚKAR LINOLEUM GOLFDUKAR C ÞYKKT - FILT GÓLFDÚKAR KORK-GÓLFDÚI<AR - GÓLFFLÍSAR MARGAR GlíRtílR GÓLFDÚKALÍM - FLÍSALÍM. Kaupfélag Suðurnesja Járn og Skipadeild HREINLÆTISTÆKI kxxx;< GUSTAVSBERG IIREINLÆTlSTÆKi ÁVALLT FYRIR- LIGGJANDI. Kaupfélag Suðurnesja Járn og Skipadeild <■>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>$} HJÓLBÖRUR, 'FVÆR STÆRÐIR - HJÓLBÖRUUJÓL - NÝKONIÐ HAGSTÆTT VERÐ Kaupfélag Suðurnesja Járn og Skipadeild BAÐHERBERGISSKÁPAR ÞRJÁR GERÐIR FYRIRLIGGJANDI. Kaupfélag Suðurnesja Skemman, sími 1790. >>>>>>>>>>>>>>>><>><>>>>>>>>>^<>><>>>>>^<><>>>>><>>>^^ KEFLAVÍK-SUÐURNES Hreinsum gólfteppi og húsgögn í heimahúsum. Vinsamlegast, pantið tímanlega fyrir jól. Gólffeppa- og húsgagnahreinsun Suðurnesja s.f. KEFLAVÍK - SÍMAR: 1979 og 2375 '>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>z<>><><xxz><><>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>^ 138 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.