Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1967, Page 3

Faxi - 01.02.1967, Page 3
líf hennar leið fram eins og tær lind. Svona hef ég ævinlega munað hana. Foreldrar Sjönu fluttust íit í Leiru og þá skildu laiðir, síðan fluttujst þau í Garðinn og leigðu hjá Eggerti í Kothús- um, síðar bjuggu þau í Ivarshúsum. Bæði voru þau góð og heiðarleg í bezta máta. Eg hef áður minnst þess í Faxa að Vilborg var alsystir Gísla í Ráðagerði í Leiru, voru þau frá Framnesi á Skeiðum, börn Halldórs bónda þar, svo í Hákoti, d. 1846, 50 ára, Magnússonar og konu hans Elísa- betar, f. 1811, d. 5 apríl 1869, Gísladóttur bónda í Útverkum á Skeiðum, f. 1769, Jónsonar bónda í Unnarholti í Hrepp, Jónssonar. Þegar ég gekk til prestsins 1903 var ég rúmar þrjár vikur í Kothúsum hjá Vilborgu og Kristjáni og sótti daglega skóla að Útskálum til séra Friðriks Hall- grímssonar. Sjana var þá heima, falleg stúlka og fönguleg, kynntist ég henni þá á ný, leit upp til hennar, enda vissi ég að hún var harðdugleg og myndarleg. Atti ég mjög góða ævi hjá þeim hjónunum og Sjana var á ný sú góða stóra systir. Svo hefur hún ævinlega verið mér. Það er mikið dagsverk, sem Kristjana í Vörum hefur skilað um ævina. Þrátt fyrir barna- fjöldann og störfin bæði úti og inni hefur hún einnig getað sinnt félagsmálum. Eg hef áður minnst á bindindismálin, en hún hefur líka verið virkur jxítttakandi í Slysa- varnarfélaginu og Kvenfélaginu sem bæði eru þróttmikil félög í byggðalaginu. Nú er hún komin í sessin, saumar út og prjón- ar á barnabarnabörnin og fleirri niðja. Þorsteinn á Meiðastöðum, faðir Hall- dórs í Vörum var Borgfirzkur að upp- runa, kominn af fólki, sem stóð föstum fótum í ætt sinni og óðali, mikið fróðleiks- fólk með lifandi sögu aldanna í sál sinni, stolt og skapmikið, en undir sló gott og göfugt hjarta. Þorsteinn var sonur Gísla bónda á Augastöðum í Hálsasveit, Jakobs- sonar smiðs og bónda á Húsafelli Snorra- sonar prests á Húsafeili Björnssonar. Kona Gísla á Augastöðum var Hall- dóra, f. 1826, Hannesdóttir bónda á Stóra- Asi, Sigurðssonar, Auðunnssonar bónda á Hrísurn, Þorleifssonar bónda á Hofsstöð- um, Asmundssonar. Segir Kristleifur fræðimaður á Stóra-Kroppi að sú ætt sé ein þróttmesta bændaætt í Borgarfirði. Mátti hann vel vita það rétta, svo ætt- fróður sem hann var. Þorsteinn á Mciðastöðum var stór og vel vaxin, teinréttur og svipmikill. Hann var lista sjómaður og aflamaður hinn mesti, afburða duglegur, ágætiega vel gefinn og skemmtilegur. Hann var langa tíð odd- viti Gerðahrepps, hann átti frumkvæði að stofnun Bárufélagsdeildar ásamt Eggerti í Kothúsum, var einn af stofnendum Fiskifélagsins í Garðinum og var fulltrúi þess á fyrsta þingi Fiskifélags íslands. Þá hef ég áður getið um hlut hans í Góð- templarareglunni, má af þessu sjá að hann hefur verið félagslyndur maður af beztu gerð. Kona Þorsteins var Kristín, f. 23. nóv. 1863, Þorláksdóttir á Hofi á Kjalar- nesi, f. 22. október 1843, Jónssonar bónda á Hofi, f. 1799, d. 1865, Runólfssonar bónda á Ketilsstöðum o. v. Magnússonar bónda á Bakka á Kjalarnesi, Hallgríms- sonar, f. 1694, bónda á Bakka, Þorleifsson- ar, bónda á Þorláksstöðum, Jónssonar. Kona Þorleifs, 1693, var Guðrún f. 1667, Eyjólfsdóttir bónda á Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd, Hallgrímssonar prests og sálmaskálds í Saurbæ, Péturssonar. Húsfrú Kristín á Meiðastöðum hefur því verið áttundi liður frá séra Hallgrími Péturssyni. Móðir Kristínar var Hólmfríð- ur, f. 1. marz 1834 dóttir Jóns bónda í Eyfakoti á Eyrarbakka f. 1802, Einarsson- ar bónda í Eyfakoti, Bjarnasonar bónda á Litlu-Háeyri Bergssonar b. og hreppstjóra í Sölvakoti í Flóa, f. 1664, á lífi 1735, Gíslasonar, (Dr. G. J. Bergsætt I., 198.) Móðir Hólmfríðar var Ingveldur, f. 10. maí 1796, Jónsdóttir bónda í Tungu í Grafningi Asbjörnssonar. Þau Meiðastaða- hjón voru bæði alin upp í Melbæ í Leiru hjá Kristínu Magnúsdóttur búandi ekkju þar, mikilli myndar- og rausnarkonu, hún var hálfsystir Hólmfríðar móður Kristínar á Meiðastöðum. Kristín í Melbæ átti ekki börn sem lifðu, cn þau Þorsteinn og Krist- ín voru börnin hennar enda reyndust þau henni eins og beztu móður. Þau bjuggu nærri 20 ár í Melbæ en þann 29. des. 1899 brann þar íbúðarhúsið, allt innbú, fjós og 2 kýr, bjargaðist fólkið nauðlega og á síðustu stundu náði Þorsteinn fóstru sinni út um loftglugga, sakaði hana lítið sem ekki en Þorsteinn skaðbrendist á andliti og höndum, svo einnig Vilhelmína dóltir hjónanna, lá hún lengi í brunasár- um hjá hjónunum í Bakkakoti í Leiru, þcim Sigríði Stefánsdóttur ogEiríki Torfa- syni. Þau hjónin í Melbæ stóðu nú uppi allslaus á miðjum vetri með 9 börn sín, Kristínu fóstru sína og Hólmfríði móður Kristínar húsfreyju. En lítt munu þau hafa brostið kjark. Þau fengu árið eftir ábúð á Meiðastöðum í Garði, sem var með betri jörðum þar. Hófst nú hagur þeirra á ný, heimilið stækkaði, því enn bættust 5 börn við, urðu því börnin 14 sem upp komust. Einn son Jón að nafni andaðist ungur. Var þessi systkinahópur framúrskarandi mannvænlegur. Húsfrú Kristín var mikil myndarkona í sjón og raun, fríð sýnum og hýrleg mitt í hópnum sínum. Hún fór sjaldan út af heimilinu, þar var hún öll, enda nóg að vinna, allt var unnið og saumað heima og mikil hagsýni í hvívetna, en börnin ævinlega vel klædd þótt margt væri gert upp úr gömlu, og heimilið allt bar vott um þrifnað og góða siðu, þar ríkti glað- værð og gamansemi, þó í liófi, margt þurfti að vinna þótt aldurinn væri ekki hár og uppeldið var mikið gott. Mér eru þau hjón í fersku minni er þau komu prúðbúin í Útskálakirkju til messu, með börn sín, hún fríð og fyrirmannleg, hann þróttmikill og höfðinglegur. Nú eru þau Meiðastaðasystkinin, 6 bræður og 4 systur, horfin af þessu sjónarsviði, eftir lifa Hall- dór útgerðarmaður í Vörum, Helga hús- freyja á Gauksstöðum í Garði, Una og Hallbera búsettar í Reykjavík. Verða þessurn systkinum öllum gerð belri skil í næsta blaði Faxa. Systkinin í Vörum, börn Halldórs og Kristjönu eru þessi: I. Þorsteinn Kristinn útgerðarmaður og bifreiðarstjóri í Borg í Garði. Kona lians er Anna Sumarliðadóttir. 2. Vilhjálmur Kristjáai bifrdð'arstjóri, Brekku í Garði. Kona hans er Steinunn Sigurðardóttir. 3. Halldóra býr í Keflavík. 4. Gísli Jóhann skipstjóri Suðurgötu 43 í Keflavík. Kona hans er Lovísa Haraldsdóttir. 5. Steinunn, maður hennar er Benedikt Guðmundsson sjómaður, Sóltúni 16 Keflavík. 6. Guðrún, maður hennar Sigurbjörn Tómasson skipasmiður, Skólavegi 3 Keflavík. 7. Elísabet Vilborg, maður hennar er Jónatan Agnarsson skipstjóri, Faxa- braut 33D Keflavík. 8. Þorvaldur skipstjóri og útgerðarmaður Vörum, Garði. Kona hans er Ingibjörg Jóhannesdóttir. 9. Kristín býr í Reykjavík. 10. Marta Guðrún, maður hennar er Kjartan Asgeirsson vélstjóri Bjarrna- landi í Garði. II. Þorsteinn Nikulás skipstjóri og útgerð- armaður, Faxabraut 34, Keflavík. 12. Karítas Hallbera, maður hennar er FAXI — 19

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.