Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 5

Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 5
M I N N I N G JÓRUNN M. EINARSDÓTTIR Fœdd 3. janúar 1891. Dáin 12. nóvember 1966. \ Droltinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Fegurð og hirta þessa einfalda og huggunarríka trúarljóðs fylltu litlu kirkj- una í Njarðvík mildan haustdaginn, 18. nóvember síðastliðinn. Eai þur fór þá .fram iJtför aldraðrar konu, er fengið hafði hvíld frá löngu og erfiðu sjúk- dómsstríði. Jórunn M. Einarsdóttir Heiðavegi 17 í Keflavík var þar kvödd liinztu kveðju. En hún lézt í Sjúkrahús- inu í Keflavík 12. nóvember s. 1. Jórunn var f;edd á Eyrarbakka 3. janú- ar 1891. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Þórðarson og Ingveldur Erlends- dóttir. Þau voru Rangæingar að ætt, en fluttu í Arnessýslu og bjuggu um skeið að Heimalandi við Hraungerði í Flóa. Þar ólst Jórunn upp með foreldrum sín- um í fyrstu bernsku eða til 9 ára aldurs, að hún fluttist til Reykjavíkur. Þar var hún hjá Jóel Þorleifssyni og Sigríði Kristjánsdóttur, er heirna áttu að Skóla- vörðustíg 15. Eins og þá var algengt fór hún að vinna fyrir scr þegar eftir fermingu. Var hún í vist hjá ýmsurn í Reykjavík, en lengst hjá Vigfúsi Guðbrandssyni klæð- skera. I Rcykjavík kynntist Jórunn eftirlif- andi manni sínum, 'Helga Kristjánssyni vélvirkja og giftust þau 22. desember 1917. Fyrstu 5—6 árin bjuggu þau að Skóla- vörðustíg 15, en fluttu þá að llergstaðar- stræti 17 og bjuggu þar til 1931, að þau fluttu að Hrúðunesi í Leiru. En 1936 byggðu þau sér snoturt hús að Heiðar- vegi 17 í Keflavík og fluttu þangað um haustið. Attu þau þar smekklcgt og að- laðandi heimili, sem bar vitni um snyrti- mennsku þeirra hjóna. Systkini Jórunnar voru alls 6. Tvær systur sínar missti Jórunn ungar. En eft- ir lifa, Una, ekkja Magnúsar Jónssonar byggingarm., Vatnsstíg 10, Reykjavík, Ingvar, vélstjóri, var lengst á skipum Eimskipafélagsins, Jóna og Bergþóra, báð- ar í Reykjavík. Jórunn var fríð kona og bar svip hrein- Jórunn M. Einarsdóttir lyndis. Hún hafði ríka tilfinningu fyrir hinu fagra og bar heimilið ljósast vitni um smekkvísi hennar og alúð, er hún lagði í öll sín störf. Þau Jórunn og Helgi eignuðust 2 syni, Einar og Kristján. Þeir voru báðir sérstakir efnismenn, sem miklar vonir voru tengdar við. En þeir féllu báðir frá ungir. Einar lézt af slysförum 26. nóv. 1935, á 16. aldursári, en Kristján í nóvem- ber 1946, rúmlega tvítugur að aldri. Kjörsonur þeirra er Magnús Þór ’Helgason, verkstjóri hjá Keflasjíkurbæ. Hann kom til þeirra 6 mánaða gamall í byrjun árs 1919. Það var á þeim tímum, er hin skæða drepsóttj, inflúensan eða spánska veikin hafði herjað Reykjavík og nærliggjandi héruð og víða skilið eftir djúp sár. Það var á dimmum degi síðast í nóv- ember 1935, að fundum okkar Jórunnar og Helga bar fyrst saman. Við ræddum þá saman um son þeirra Einar, er þá var nýlega horfinn sjónum okkar. En Einar hafði verið nemandi minn undan- farna vetur í unglingaskóla. Fyrst í Gerð- um, en síðan í Keflavík. Þar hafði ég kynnst óvenjulega þroskuðunr unglingi, — góðum dreng og heilsteyptum, sem miklar framtíðarvonir voru við tengdar. Ég saknaði hans mjög og mun ávallt minnast hans með trega. Hér hafði verið stórt skarð höggvið í lífsmeið þeirra hjóna, skarð, sem aldrei varð aftur fyllt. Þetta voru þungar stund- ir ástríkum foreldrum og þá einkum til- finningaríkri móður. Og aftur knúði sorgin dyra. Ellcfu ár- um síðar var Kristján sonur þeirra kall- aður burtu mjög sviplega. Um Kristján skrifaði ég þá nokkur orð, og þar á meðal þetta: Við, sem þekktum Kristján bezt, vitum að sannur drengur er horfinn, þar sem hann var. En hann hcfur skilið eftir það sem aldrei deyr, minningar bjartar og fagrar um ungan, en óvenjulega þrosk- aðan mann. Mann, sem alltaf og af heilum hug vildi vera samferðamönnunum til hjálpar. Enginn, nema sá, er reynir, getur sett sig í spor þeirra, er þannig verða að sjá á bak sínu dýrmætasta, sem allar fram- tíðarvonir voru bundnar við. Árin liðu, Magnús Þór sonur þeirra var farinn að heiman og liafði stofnað sitt eigið heimili. Jórunn vann utan heimilis af og til, en gekk þá ekki alltaf heil til skógar. 'Heilsunni hrakaði og 8. júlí 1961 veiktist hún alvarlega. Lamaðist hún alveg hægramegin. Eftir þetta lá hún rúmföst og oftast mjög þjáð í rúm 5 ár. Lá hún oft í sjúkrahúsum, en oftast heima. I þessari erfiðu sjúkdómslegu Jórunnar reyndi mjög á fórnfýsi og þrautseigju manns hennar, sem þó aldrei brást, þótt oft sýndust erfiðleikarnir ósigrandi, vegna eigin vanheilsu. Hér nutu þau einnig mikillar hjálpar Magnúsar sonar þeirra og þá sérstaklega konu hans, Kristínar Magnúsdóttur, sem ávallt var búin til hjálpar. Með þessum fáu kveðjuorðum til Jór- unnar vil ég og fjölskylda mín þakka hcnni og þeim hjónum báðum allar sam- verustundirnar og góð kynni á liðnum árum. Ragnar Guðleifsson. Golfklúbbur Suðurncsja. Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja var haldinn 11. febrúar s.l. í Golfskálanum í Leiru. A dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarsörf. Fundurinn var fjölmennur og á honum ríkti einhugur. I ársskýrslu stjórnar kom fram að mikil gróska hefur verið í starf- seminni á liðnu ári. Lofuðu fundarmenn stjórn klúbbsins fyrir miklar framkvæmdir á árinu. Nýkjörin stjórn er þannig skipuð: For- maður Ásgrímur Ragnars og meðstjórnendur Guðlaugur Þorsteinsson, Olafur I. Hannesson, Hólmgeir Guðmundsson, Kristján Einarsson, Árni Þorgeirsson og Guðfinnur Sigurvinsson. FAXI — 21

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.