Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1967, Qupperneq 6

Faxi - 01.02.1967, Qupperneq 6
Annríkismaður og afmælisbarn GuSjón Einarsson vélstjóri á Vallargötu 10 í Keflavík, sá mikli dugnaðar- og brandarakarl, vippaði sér yfir á níræðisald- urinn þann 18. janúar s.l. En samkvæmt kirkjubókanna hljóðan, er hann borinn í þennan heim og það í Keflavík, 18. janúar 1887, sonur hjónanna Guðnýjar Olafsdótt- ur og Einars Jónssonar. En hann drukkn- aði af opnum báti héðan frá Keflavík sama árið og drengurinn fæddist. Auk Guðjóns áttu þau Guðný og Einar eina dóttur, Guðrúnu, er varð móðir þeirra bræðranna Einars Norðfjörðs húsasmiðs og Margeirs Jónssonar útgerðarmanns. I tilefni af áttræðisafmæli Guðjóns brá ég mér á fund hans nú á dögunum til að spyrjast frétta frá löngum og annasöm- um ævidegi þessa heiðursmanns og fer það helzta úr þessu spjalli okkar hér á eftir. — Hvað er þér nú minnisstæðast frá æskuárum þinum hér í Keflavík, Guðjón? — Fátæktarbaslið á þeim árum er mér efst í huga. Eg ólst upp hjá móður minni hér í Keflavík og byrjaði á 15. ári að fara til sjós, fyrst á skútu frá Patreksfirði. Upp frá því var ég eiginlega alltaf til sjós þang- að til 1943, er ég hætti sjómennskunni al- farið og réðist til Dráttarbrautar Keflavík- ur, fyrst við vélaviðgerðir og síðar við ýmislegt annað sem til féll. — Varstu lengi á skútunni frá Patreks- firði ? — Nei, aðeins 3 ár, þá fór ég á Kefla- víkina, en á henni var ég um 9 ár. — Hver var þá skipstjóri á Keflavík- inni ? — Hann hét Engilbert Magnússon og var Keflvíkingur, eins og reyndar fleiri af áhöfn skipsins. — Hvaða veiðarfæri notuðuð þið? —Aðallega handfæri. — Og veiðisvæðin? — Mest var veitt í Faxaflóa- og Eyrar- bakkabugtum. — Hvernig fiskaðist og hver var hlutur hásetanna ? — Yfirleitt var fiskiríið sæmilegt, nú og hlutur okkar nægði til að framfleyta heim- ilunum, þó oft þyrfti að bæta hann upp með vinnu í landi, t. d. á haustin, þegar skipin lágu aðgerðarlaus. Annars voru nú kröfurnar til lífsins í þá daga, ekki eins miklar og í dag og mun auðveld- ara að gera fólki til hæfis. Guðjón Einarsson — Varstu aldrei til sjós á Austurlandi? — Jú, ég var 4 sumur formaður á skipi frá Seyðisfirði. — Hver átti þann bát? — Stefán Th. útgerðarmaður átti hann, ásamt ýmsum fleiri. — Hvernig féll þér fyrir austan? — Svona sæmilega. Þetta var með fyrstu vélbátunum, sem þangað komu og allur útbúnaður fremur ófullkominn. — Þú ert vélstjóri að mennt, Guðjón. Hvenær lærðir þú þetta starf? — Það gerði ég fyrsta árið, scm Vél- skólinn starfaði í Reykjavík. — Þetta hefir svo verið þín atvinna síðan ? — Já, ég var lengi vélstjóri á ýmsum bátum hér í Keflavík, t. d. á Arnbirni Olafssyni í ein 11 ár, á Bjarna Olafssyni og Jóni Guðmundssyni, svo nokkrir séu nefndir. Þá var ég um eitt skeið með bát frá Einari í Garðhúsum, eingöngu í vöru- flutningum milli Reykjavíkur og Grinda- víkur. — Hvernig féll þér það og hvernig var það borgað? — Mér féll vistin hjá Einari fremur vel. Hann greiddi okkur mánaðarkaup, fremur lágt að vísu, enda var þetta á fyrri stríðsárunum, áður en kaupgjald og verðlag tók vcrulega að breytast. — Hefir þú sjálfur aldrei átt skip, Guðjón? — Jú, cg hefi átt tvo litla báta. Hét annar þeirra Afram og var 10 tonn, hinn var 11 tonn og bar nafnið Egill Skalla- grímsson. — Voru þeir byggðir hér í Keflavík? — Annar hér en hinn í Reykjavík. — Varstu sjálfur með þessa báta? — Nei, ég var vélamaður. — Hve lengi áttir þú bátana? — Ég átti Áfram í 2 ár, en Egil í 3. — Hvers vegna hættir þú við útgerð bátanna ? — Ég gat þá ekki stundað sjóinn leng- ur, vegna heilsu minnar og fór ég þá að vinna í landi, — eins og ég gat um áðan. — Þú ert kvæntur? — Já, það er ég búinn að vera yfir 40 ár. Kona mín er Guðrún Sveinsdóttir, ættuð frá Stórhólmi. — Eigið þið mörg börn? — Börn okkar eru tvö, Sveinn og Anney, sem bæði eru gift. Sveinn er kvæntur Aðalheiði Þorsteinsdóttur og búa þau í Reykjavík, en Anney er gift Bjarna Frið- rikssyni og búa þau hér í Keflavík. Þess má geta hér, að Olafur B. Ólafsson út- gerðarmaður ólst upp hjá móður minni og mér til fullorðinsára, og síðar ólum við hjónin upp dótturdóttir okkar, Elsu Björk Kjartansdóttur, sem nú er gift og búsett hérna í næsta nágrenni við okkur, eða rétt á þeirri lóð, sem æskuheimili mitt stóð. — Hvernig er svo heilsufarið, Guðjón? — O, við skulum segja að það sé sæmi- legt, a. m. k. er maður enn að fást við vinnuna. — En ég er mjög að tapa minni og það hrjáir mig einna mest. — Þú manst samt að segja mér frá einhverju skemmtilegu eða minnisstæðu úr langri og strangri sjómannsævi þinni? — Það held ég bara ekki, svona í fljót- heitum, enda þá erfitt að vita, hvað það ætti helzt að vera. Eitt atriði kemur mér þó strax í huga, en það var, þegar ég var á þilskipinu Hafsteini frá Reykjavík. Mun láta nærri að það hafi verið 1910. Við vorum á fiskiríi í Faxabugt í miklum suð- austan stormi, þegar skipið allt í einu lagðist á hliðina. Eg minnist þess, að það varð mikil ringulreið um borð, allt virtist vera að farast, skip með reiða og rá, mönn- um og mús. Eg held að flestir hafi reikn- að þá með að til stórtíðinda dragi. Þó voru strax gerðar ráðstafanir til að rétta skipið, tunnur og annað hreifanlegt var fært yfir í hina hliðina og viti menn, skipið rétti sig við, og við vorum úr allri hættu. — Hver verður niðurstaðan, ef þú berð saman lífskjör fólks í dag við það sem var í þínu ungdæmi? — Þetta tvennt er svo gjörólíkt, að mig skortir orð til að lýsa þeim feikna mun sem orðinn er á öllum sviðum. 22 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.