Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1969, Side 2

Faxi - 01.02.1969, Side 2
Ingólfur á Sá heiðurs karl, Ingólfur E. Sigurjóns- son á Reynistað í Leiru, tók upp á því þann 27. júní s. 1. sumar, að eiga sjötugs- afmæli. Þar sem ég hafði sannfrétt að mað- urinn væri fróður vel um margt er snýr að gamla tímanum, t. d. um byggðasögu Leirunnar, freistaðist ég til að ná tali af honum og vita, hvers ég yrði vísari, enda þótt nokkuð væri liðið frá afmælinu. Ingólfur missti konu sína á s. 1. sumri. eftir langa sjúkdómslegu, og býr hann nú einn á Reynistað, þar sem börn þeirra hjóna eru löngu að heiman farin. Er mig bar þar að garði, var hann nýkominn frá vinnu sinni og tók kvabbi mínu af hinni mestu vinsemd. Honum sagðist svo frá: — Eg fluttist með foreldrum mínum til Keflavíkur 1901, þegar ég var þriggja ára. Foreldrar mínir bjuggu í Keflavík til ársins 1921, en tóku þá á leigu jörðina Litla-Hólm í Leiru og fluttust þangað með börnum sínum, að mér undanskildum, en ég ólst upp hjá afa mínum, Einari Ein- arssyni koparsmið, sem bjó á Klapparstíg 6 í Keflavík. Ég var elztur minna syst- kina, en þau sem ólust upp í foreldrahús- um voru: Teitur, Olafur, Þorbergur, Aðal- steinn og Margrét. Jörðina Litla-Hólm keyptu foreldrar mínir 1923 og bjuggu þar æ síðan. — Hvað er þér minnisstætt frá æskuár- um þínum, Ingólfur? — Líklega rrian ég fyrst eftir mér, þegar ég var 8 ára, en þá gerði ofsaveður af suð- vestri, sem olli miklu tjóni víða um land. I því veðri fórst þilskipið Ingvar. Þessa aftaka veðurs mun ekki hafa gætt eins í Keflavík, sem var því að þakka að heiðin dró úr vindhraðanum, enda urðu þar eng- ir teljandi skaðar af völdum þess. — Manstu hvernig Keflavík leit út í þá daga ? — Hún var þá lítið sjávarþorp, aðeins 40 íbúðarhús, að mig minnir, með um 250-270 íbúa. — Þú hefir gengið í barnaskóla í Kefla- vík ? — Jú, og minn fyrsti kennari var Sól- mundur Einarsson, sem var hinn prýðileg- asti maður. Næst honum kenndi mér Jóna Sigurjónsdóttir, þá Gunnlaugur Krist- mundsson, sem var skólastjóri. Kennslan fór fram í hinu nýja og veglega skólahúsi, sem var byggt 1911 og er enn í fullu gildi, eins og þér er manna kunnugast. Eg minnist þess, að þá giltu þær reglur, Reynistað að til þess að opinber styrkur fengist út á skólahald fyrir unglinga, þurftu nemend- ur að vera minnst 12 talsins. Svo skemmti- lega vildi til, að þegar ég innritaðist var ég einmitt 12. nemandinn og bjargaði þannig skólahaldinu í það skiptið. Ingálfur og Guðrún fóstra hans. Við unglingadeildina kenndi þá Ásgeir Magnússon, er síðar starfrækti unglinga- skóla á Hvammstanga, en gerðist svo starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu, þegar það var sett á laggirnar. Hann var hinn mæt- asti maður og mikilhæfur kennari. Tómas Snorrason, síðar skólastjóri bæði í Kefla- vík og Grindavík, kenndi þá ensku við skólann. Prófdómari var hinn kunni skóla- maður, Ögmundur Sigurðsson, síðar skóla- stjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði. í unglingaskólanum var ég í 3 ár og út- skrifaðist þaðan með gagnfræðaprófi. — Hvað hafðir þú nú helzt fyrir stafni sem unglingur í Keflavík? — Sem barn var maður notaður til snún- inga, en strax og ég varð til nokkurs gagns, tók faðir minn mig með sér í vega- vinnu á sumrum, en um þær mundir var hann flokksstjóri undir yfirstjórn Sigur- geirs Gíslasonar, sem þá var aðal vega- verkstjóri fyrir sunnan Hafnarfjörð og lagði m. a. hinn gamla og fræga Suður- nesjaveg, sem nú hnefir að mestu lokið hlutverki sínu. Síðar tók svo faðir minn við vegaverkstjórn hér um Leiru, Garð og Sandgerði og víðar. Að þessu frátöldu vann eg svo alla algenga vinnu, eftir því hvað til féll hverju sinni. Árið 1917—18 vann ég í Stálfjallskola- námunnni svokölluðu, bæði sem vélstióri og járnsmiður, en þá iðn lærði ég hjá afa mínum { Keflavík. — Hvar var þessi náma og hverjir starf- ræktu hana? — Náman var innanvert við Skor á Breiðafirði og var starfrækt af dansk- íslenzku fyrirtæki. — Hve lengi vannstu þar? — Alls 9 mánuði. Mér féll vistin þar afar vel og þessi starfstími minn þarna við námuna, var mér dýrmætur skóli, sá bezti, sem ég um dagana hefi notið. Yfir- verkfræðingurinn var Theodor Rosgaard. vel látinn og kunnur hér á landi, vegna verka sinna, byggði t. d. verksmiðjuna Völund í Reykjavík og fleiri íslenzk mann- virki. — Hvernig féll þér að vinna undir hans stjórn ? FAXI — 18

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.