Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 4
FAXl Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.
Kitstjóri og afgreiðsluir.aður: Magnús Gislason.
Blaðstjórn: Gunnar Sveinsson, .Jón Tómasson, Margeir Jónsson.
Auglýsingastjóri: I’órir Maronsson.
\'erð hlaðsins í lausasölu kr. 30,00.
Aljtýðuprentsmiðjan h.f.
Myndlist og menning
Sennilega er sköpunarþörf mannsins jafngömul lionum sjálfum. Kemur
hún fram á margan máta, og meðal annars í myndgerð, svo sem teikningum,
málverkum, höggmyndum, svo að nokkuð sé nefnt. Margar aldir eru liðnar
síðan myndin fór að verða sjálfsagður og blátt áfram nauðsynlegur hlutur í
hýbýli manna. Og í dag er varla til sú íbúð, að þar gefi ekki að líta eina eða
fleiri myndir, til að lífga upp á umhverfið. Vissulega væri snauðara um að
litast á veggjum, ef engin mynd væri til staðar.
I heimi myndlistarinnar eru margir kallaðir, en fáir útvaldir, eins og á öllum
sviðum þess sem nefnt er list. Baráttan til að öðlast viðurkenningu, sem lista-
maður, er oftast afar hörð og sumir fá hana ekki fyrr en þeir hafa gengið fyrir
ætternisstapann, þá loks verða menn þess áskynja, að mikill meistari hefur
verið á ferðinni.
Þótt menn finni köllun hjá sér til myndgerðar, stefna þeir mismunandi liátt
á veg listarinnar. Allir stunda listir af innri þörf, en mönnum er ekki jafnt
gefið að leggja verk sín undir mæliker samborgaranna. Sumir mála aðeins
fyrir sjálfan sig og fá þannig útrás sköpunarþarfar sinnar, en öðrum finnst
meira um vert að fá mat samborgaranna á verk sín, sem oftast felst í því hve
eftirsótt þau reynast sem söluvara, og er hvort tveggja fyllilega heilbrigt.
íslendingar hafa löngum haft mikinn áhuga fyrir myndlist, en ekki þótti
hlutur okkar Suðurnesjamanna ýkjamikill á þeim vettvangi fyrr á árum. Mátti
oft heyra það á utanaðkomandi fólki, að því þætti Mtið koma til menningar-
áhuga okkar og við værum í þeim efnum langt á eftir öðrum landshlutum.
Meira að segja heyrðist þingmaður nokkur, úr öðrum landsfjórðungi, spyrja
Suðurnesjamann að því, í fullri alvöru, hvort hér væru til nokkrar bækur.
Þessi spurning sannar betur en margt annað, álitið, sem landsfólkið hafði á
Suðurnesjum, og alltof margir virðast hafa enn. Hvað mótar slí'kar skoðanir
væri út af fyrir sig rannsóknarefni, en í fljótu bragði má ætla að hógværð
okkar og lítill áhugi fyrir að flíka Suðurnesjum, eigi sinn þátt í þessum skiln-
ingi manna. Hitt ber Mka að athuga, að lífsbaráttan var hörð og glíman við
Ægi, sem öll afkoma okkar byggðist á, veitti mönnum ekki margar aflögu-
stundir. Til að reka af okkur slyðruorðið að fullu og öllu ættu Suðurnesja-
menn að hugsa um það eitt að vinna saman að hinum ýmsu menningarmál-
um og styðja allir sem einn hverja þá viðleitni sem fram kemur til menn-
ingarauka. Aðeins fá ár eru liðin frá því að aðstaða skapaðist til sýninga fyrir
myndlistarmenn. Nokkrir Suðurnesjamenn riðu á vaðið og sýndu þar verk sín.
Síðan hafa margir komið á eftir og nú sækjast landskunnir listamenn eftir að
syna her syðra, — og sanna undirtektir fólks að Suðurnesjamenn kunna vel að
meta sM'kt framlag til aukningar menningunni.. emm.
•••••••••••••
Ökumenn, bifreiðaeigendur.
Láfið okkur gera við hjólbarðana
Vanir menn. - Fijóf afgreiðsla.
Hjólbarðaverkstæði
ísleifs Sigurðssonar
Aðalstöðinni.
•••••••••••••
140 — F A X I