Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 11

Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 11
— Suðurnesjabúar, athugið! Önnur bók Kálhaussins, HRÆRIGRAUTUR, er tilbúin til afgreiðslu, að Mánabraut 8c í Keflavík, og œttu þeir, sem halda vilja sömu númerum og á fyrri bók- inni, að gera vart við sig í síma 2456 og láta skrá niður nöfn sín. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! — Amen. BÓKAÚTGÁFAN ÞRÍDRANGUR, Keflavík. Ég var að grufla upp nokkur gömul lög um daginn; aitt frá þeim tíma er Rock ’n’ Rol'l hóf innreið sína fyrir 17 árum og setti 'hálfan Iheiminn á annan endann. Það vill einmitt svo vel ,til, að einmitt um þessaj mundir eru um 8i4 ár síðan Bítlarnir komu af stað Bítlaæðinu, 814 ári eftir að Rokkæðið gerði al'lt vitlaust. Ef til vi'll skjátlast mér, en ég held þó að þessi 10 lög, sem hér fara á tíftir, hafi 'h'aft mjög mikil áihrif á alla táningamúsik: 1955: Rock around the Clock — Bill Hai- ley, Deep River Boys. 1956: Hound Dog / Don’t be cruel — Elvis Presley. 1957: Long Tall Sally — Little lliohard. 1961: Let’s twist again — Chubby Check- er (a'fleitt tímabil). Popphljómsveitir um víða veröld hafa fengið á sig slæmt orð fyrir fíknilyfja- neyzlu; svo slæmt orð, að poppmúsík yfir- leitt hefur fengið á sig hálfgerðan fíkni- lyfjastimpil. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að út um allan heim eru til hljómsveitir, sem háfa mestu andstyggð á allri fíkni- lyfjaneyzlu. Má þar t. d. nefna hljóm- sveitina Deep Purple, sem berzt gegn eiturlyfjum að maður nú ekki tali um Frank Zappa og George Harrison, sem fyrirlíta fíknilyf. 1963: She loves you — The Beatles. 1965: Blöwing in the Wind — Bob Dylan. 1966: Satisfaction — The Rolling Stones. 1968: Spinning Wheel — Blood, Sweat & Tears. 1969: Whole lot of Love — Led Zeppe- lin. 1970: In the Summertime — Mungo Jerry. Auðvitað er hægt að deila um þetta val hjá mér, en það er engin hægðarleikur að taka aðeins 10 lög út úr öllum þeim ara- grúa, sem htífur verið á markaðinum af táningamúsík s. 1. 17 ár. Auk þess gat ég ekki bara valið þau lög, sem mér hefur persónulega fundizt gaman að. Það hefði verið svindl. Að vísu fékk George Harrison orð á sig fyrir að hafa neytt fíknilyfja meðan hann var í Bítlunum, en síðan hann fór að vinna upp á eigin spýtur htífur hann snúið sér að þvfl’íku hrein’lffi, að hann hvorki reykir, drekkur áfengi eða neytir eitur- lyfj a —en þó drekkur hann kaffi, að því er sagt er. Það er líka nokkuð athyglisvert, að George hefur aldrei verið jafn frjór og áfkastamikill og einmitt síðan hann sagði skilið við Bítlana. Met af ýmsum gerðum - Einhverntíma heyrði ég talað um Ara- bískan auðkýfing, sem átti yfir 300 börn með fjölmörgum konum sínum, en hvað ætli ein kona geti átt mörg börn um æfina ? Það er almennt reiknað með að kona geti átt um 30 börn á æfinni, hvort sem það þykir 'hollt til eftirbreytni eður ei, en sú kona sem á heimsmet í barneignum hét Maddama Vassilet, var rússnesk og dó fyrir nákvæmlega 100 árum, 56 ára gömul. Hún eignaðist hvorki meir^ né minna en 69 börn! — í 27 fæðingum; 16 sinnum tvíbura, 7 sinum þrfbura og 4 sinnum fjórbpra. Flest af börnum hennar komust til vits og ára. Verður Guðmundur Snæ- land elzti þríburi heimsins? Það sakar kannski ekki að geta þess, að elzti þríburi heimsins náði 73 ára aldri árið 1969, svo að það eru góðir möguleikar fyrir heimsmeistarann okkar í hunnhörpu- leik, Guðmund Snæland, að verða elzti þríburi allra tíma. Til þess þarf hann ekki að verða nema 75 ára gamall, eða svo, og auðvitað reiknum við öll með að hann verði a. m. k. 100 ára gamall, ef ekki meira. Það má geta þess, að elzti þríburi heimsins er þekktur víða um lönd vegna aldurs síns. Hann hét Giovanni Zio og átti heima á Sikiley. Eruð þér nokkuð upptckin í kvöld, fröken? Popphljómsveitir og fýknilyf F A X I — 147

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.