Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1972, Page 17

Faxi - 01.10.1972, Page 17
Nýkomið GOLFDUKAR GÓLFTEPPI KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Hafnarstrœti 61 — Sími 1790 lcgustu. Vairð í Jivert sinn að senda skrif- legar beiðnir þar iað lútandi til sýslumanns- ins í Hafnarfirði. Þannig ritar Sólon Einarsson sjómaður f. h. Góðtemplarareglunnar til Páls Ein- arssonsr með beiðni, að vísu ekki um tom- bólu, en : „Með línum þessum vildi ég f. h. Good-tempkirafélagsins í Keflavík fara þess á leit við yður, hvort þér vilduð eigi leyfa ofan-nefndu félagi að leika sjónleiki hér í vetur. Agóðanum af þessum sjónleikum, á að verja til þess að borga með skuldir, sem hvíla á hinu nýbyggða búsi félagsins (sem seinna hét Skjöldur), hér í Keflavík. Kefla- vík 1. des. 1905“. Síðan var leyfið veitt 5. sama mán'aðar. Víkjum þá að tombólum. í febrúar 1911 ritar Helgi Asbjörnson í Njarðvík til sýs'lumanns og fer þess á leit að hann „ásamt nökkrum Njarðvíkingum, mætti halda tombólu á komandi vetrar- vertíð. Ágóðanum er ákveðið að verja til þess að sprengja upp sker fyrir Njarðvíkur- fitjum, sem hætta stafar af fyrir flæði á sauðfé1. Það sama kemur fyrir i Grindavík. Stúk- an „Þörf“ nr. 32 byggir sumarið 1904 stúku'hús í samlögum við barnaskóla hreppsins. Arið 1905 fer Einar á húsa- tóftum fram á tombóluhald þá um vertíð- ina til að bonga upp skuld stúkunnar, sem er kr. 370. Seinna sama ár, í öktóber, ritar Einar Jónsson aftur til sýslumanns og fer fram á að halda sjónleiki þá um veturinn. En í þetta sinn á að verja ágóðanum til nýstofn- aðs 'lestrarféiags í Grindavíktirhreppi. E ggæti nefnt fleiri dæmi ‘héðan um tom- bólur og sjónleiki til styrktar málefnum. En látum þetta nægja, enda komið nokkuð út fyrir efnið. í nóvember 1912 greiða 29 félagar í Lestrarfélagi Keflavíkurlhrepps gjöld sín til þess, fyrir árið 1912/13. Samtals 58 krón- ur (pr. 2 'kr. á mann). Flestir verða félagar í lestrarfél'aginu 1917/18, 43 alls, en hæst komast félagsgjöldin 1916/17 í kr. 70,50, þó fólagataila sé 39. Stafar það af því að eftir 1917/18 kemur upp hálft gjald innan fé- lagsins sem ungmenni og börn greiða. Er það 1 kr. Árið 1921 hækkar almennt gjald innaln Lestrarfélagsins uppí kr. 3 og helzt svo meðan það starfar. Við athugun meðlimatals kemur í ljós, að iflestir í félaginu hafa vcrið búsettir í Keflavík. Fyrsta árið er Einar Svéinbjarn- arson i Sandgerði talinn, en síðan ekki meir. Virðist jafnvel mega ráða það að um þetta leyti hafi lestrarfélagið sem stofnað var um 1902—03 í Sandgerði hafa hætt störfum, því varla hefur Einar né aðrir Miðnesingar leitað til Keflavíkur í þekk- i ngarleit, ef starfandi 'héfur verið lestrar- félaig í Miðneshreppi. Um Njarðvík gegnir öðru máli. Bæði hverfin þar voru innan Keflavíkurhrepps, og styttra að fara, en úr Sandgerði. Þó eru einkennillega fáir meðlimir úr Njarðvík. Árið 1913/14 eru 4 menn þaðan. Lengst var félagi Jón Jónsson úr Innri-Njarðvrk fram til 1920. Sama er að segja um Magnús i Höskuldarkoti. I Byggðasafhi Keflavíkur er varðveitt skrá yfir bækur LestrarféLagsins, en því miður er 'hún með öllu ártalalaus, og ekkert sem gefur til kynna frá hvaða tíma hún er inema ef vera kynnu sjálfir bókatidarnir. Árin 1911 til 1912 koma vel til greina. Bókatitlum er raðað þar eftir stafrófsröð. Alls eru inn færðir 202 bókatitlar, en gera má ráð fyrir að í upphfai hafi þéir verið fleirli^ því i framanverða skrána vantar a. m. k. eina blaðsíðu. I heild má því geta sér til iað allir bókatitlar hafi verið frá 210 'ti'l 215. Þætti það ekki merkilegt sveitar- eða 'hreppsbókasafn í dag, þegar hver meðalmaður áhugasamur um bækur, getur komið sér upp slíku safni á fáum mánuðum. En 'hafa skulum við í huga ögn meiri fjölbreytni nú en þá. Flest eru það skáldrit sem setja svip sinn á Lestra'rfélagið, eða 91 titill. Þar af eru 22 íslenzkar, eftir því sm ég hefi komizt næst. Eintakahæstur'höfunda er Jón Trausti með 9 eintök. Fræðslu- og leiðbeiningarrit eru 17 alls. T. d. eru bækurnar eftir J. S. Mills „Um frélsið" og „Kúgun kvenna“. Þó var fátt kvenna í lestrarfélaginu. Fyrsta árið er Guðlaug á Framnesi félagi ásamt Mörtu Jónsdóttur. Titlar Jjóðabóka eru 6, þ. e. a. s. þeir sem segja til sín með nafni. Þá eru nokkur bindi íslendingasagna og þjóðsög- ur. Gera má ráð fyrir að skiptingin milli einstakra bokaflokka hafi verið meiri, þar sem bækur bera oft ekki efni sitt í nafni. Til að komast að því þarf miklu nánari könnun, sem gæti orðið efni í langa grein. Eg vil geta þess, að öll rit félagsins voru á íslenzku, eftir Iþví sem næst verður komizt. Eins og i öðrum bókasöfnum hefur ár- iegur safnauki verið einhver og bókum því fjölgað smám saman eftir því sem á leið. En vafalaust hefur það verið heldur lítið, því úr litlum efnum var jafnan að spila, meðfram því, sem bókaútgáfa í landinu var ekki ýkja mikil né margbreytt lengi vel. A'llt var lesið er hönd á festi. Orlög margra bóka hafa orðið þau, að þær liafa hreinlega verið Jesnar upp til agna. Kann- ast margir bókasafnarar við það, er þeim hefur e. t. v. heppnast að ná í eina skruddu þannig farna. I dag kemur 'það sjaldan fyrir að bók fái sMka útreið enda upplög önnur og bækur vandaðri hvað allan frá- gang snertir. Framhald í nœsta blaði. F A X I — 153-

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.