Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1973, Síða 2

Faxi - 01.05.1973, Síða 2
Firrir ný hugmynd um hreinsitœki okkur ólyktinni frá fiskimjölsverksm. ef einhver vill leggja mér lið. Þessi orð mælti Ellert Guðmundsson, tæknifræðingur, er við fréttum af áhuga hans við að losa fólk við það, sem nefnt hefur verið „peningalykt“ og valdið hef- ur fólki nokkrum óþægindum, sem búa í nágrenni við bræðslustöðvar, og jafn- vel talin heilsuspillandi, sérstaklega fyrir þá sem eru viðkvæmir í lungum og kvef- sæknir. Þrátt fyrir megnan óþef, sem eimnum fylgir, hefur fólk sýnt mikið um- burðarlyndi gagnvart eigendum bræðsl- anna, og furðu lítið kvartað. Menn sætta sig að öllum líkindum við óþægindin, vitandi vits, að verið er að mala gull í þjóðarbúið, eins og reyndar orðið „pen- ingalykt" gefur vísbendingu um. — Menn hafa gert sér tíðrætt um mengun í seinni tíð, bæði til lofts, lands og sjáva.r, og stemma beri stigu við þeirri óhollustu, sem maðurinn er að breiða yfir jörðina. „Peningalyktin“ er ekki sér- mál Suðurnesjamanna, heldur mál lands- manna allra. T.d. eru fiskimjölsverk- smiðjur í flestum þéttbýlli stöðum á landinu, og fnykurinn, sem frá þeim legg- ur, er alls staðar sama vandamálið. Lykt- Mökkinn jrá Fiskiöjunni leggur yjir byggðina bœði nótt og dag 78 — F A X I Ellerf' Guðmundsson ræðii' um hugmynd sína í effirfarandi viðtali Ellert Guðmundsson á all sér- stœðan námsferil að baki. Fyrsl nam hann rennismiði, síðan bif- vélavirkjun. Ejtir að haja starfað í þeim greinum í allmörg ár, lagði hann land undir fót og hélt til Kaupmannahafnar til náms í tœkni- frceði. Hinn 30. marz 1968 lauk hann prófi frá KÖBENHA VNS PRODUKTIONS TEKNIKUM, i véltœkni, með framleiðslutækni sem sérgrein. Ellert er œttaður úr Kjósinni, en fœddur í Reykjavík. Hann hefur verið búsettur í Njarðvíkum frá 1952 og stafar nú sem fagkennari við Iðnskóla Keflavíkur Auk þeirra greina sem að fram- an eru taldar, hefur Elleri lagt stund á hljóðfœrasmíði í tómstund- um sínum. — Fyrir rúmu ári fæddist hugmyndin, þegar einn kunningi minn færði það í tal við mig, hvað fnykurinn frá fiski- mjölsverksmiðjunni væri hvimleiður — og síðan hef ég verið að velta hinni tæknilegu hlið fyrir mér, og nú er ég bú- Ellert Guðmundson, tœknijrœðingur inn að gera frumdrætti áð útbúnaði til að koma í veg fyrir að óþefur sá, sem jafnan fylgir bræðslum og fiskimjöls- verksmiðjum, berist út um borg og bý. Næsta skrefið er að reyna að hrinda af stað tilraunastarfsemi hugmynda minna,

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.