Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1973, Qupperneq 3

Faxi - 01.05.1973, Qupperneq 3
in sterk og þrálát, sezt í íbúðir, gegnum- sýrir húsgögn og fatnáð, hefur slæm á- hrif á sjúka, og eimurinn hefur jafnvel orsakað slys, þar sem hann hefur lagt yfir akbrautir og byigt mönnum sýn. Og Ellert. heldur áfram: — Ef ég man rétt, þá gerði bæjarstjórn Keflavíkur samþykkt í fyrra, að reyna að stemma stigu við þessum hvimleiða fnyk, en ekki er inér kunnugt um áð neitt hafi verið framkvæmt í þeim efnum, a.m.k. ekki sjáanlega. Að þessum inngangsorðum loknum snýr Ellert tali sínu að hugmyndum sín- um um lausn þessa vandamáls. — Flest.ir lrafa hugsað sér lausnina hátt í lofti, með strompum, margra tuga metra háum, sem gera ekkert annað en .að dreifa óþefnum betur yfir bæina og landið. Að mínu áliti er þar um of „há- fleygar“ hugmyndir að ræða. Menn ættu að líta neðar, jafnvel í sjóínn. Hver veit nema lausnin liggi einmitt þar. Ellert dregur pappírsörk upp úr skjaia- tösku sinni, með rissmynd á, ásamt skýr ingum. Hann lítur af og til á blöðin urn leið og hann útskýrir hugmynd sína. — Þar sem vitað er, að mengunar- magnið er gufa, blönduð rykögnum, sem lyktin er að mestu bundin í, verður að kæla gufuna og koma í veg fyrir ský- myndun, allt. niður í 1 stig á celsíus, og þá er mjög líklegt áð ólyktin hverfi með öllu, en það verður að sannreyna mcð tilraunum. Hugmynd mín er því sú, að í stað þess að hleypa gufunni út í andrúms- loftið, yrði hún leidd í geymi, — því sem næst fylltum sjó eða vatni, þar sem hún inettaðist og allar rykagnir, ólyktarber- 'arnir, hyrfu úr henni. Til að fyrirbyggja hugsanlegan óþef úr sjálfum geyminum, mætti koma fyrir tæki í loftopi hans, sem brenndi það loft sem út streymdi. Til- raunir yrðu að leiða þörf þess í ljós, eins og annað. Þannig er hugmynd Ellerts í fæstum drát.tum, en hann hefur athugað málið frá ýmsurn öðium hliðum, sem ekki er hægt að fullvinna á pappírum, heldur að- eins með því að þreifa sig áfram með athugunum. — Tökum sem dæmi, að engin ólykt verði eftir í gufunni þegar henni hefur verið hleypt í vatnsgeyminn, þá gæti verið alveg eins heppilegt að leiða hana. beint í sjóinn niður á nægjanlegt dýpi. Brennslu- útbúnaður verður þá óþarfur, svo og vatnsgeymirinn. blásara til áð flytja gufuna í sjóinn. Með þessu móti yrði fra.mkvæmdin mjög ó- dýr — í það minnsta alla vega ódýrari en 60-70 metra hár strompur. Að minni hyggju væri þetta æskilegasta lausnin, þar sein næstum hver einasta verksmiðja stendur á sjávarbakka. Mengun í sjónum yrði ekki teljandi — ef hún verður þá nokkur. Verkalýðshreyfingin hefur látið holl- ustuhætti á vinnustöðum sig æ meira skipta til að vernda heilsu manna. Ef þessi lofthreinsunaraðferð Ellerts reynist bæði góð og ódýr, gæti hún þá st.uðlað að því, að launþegar öndúðu að sér heil- næmu lofti í vinnusölum? Ellert svarar því hiklaust játandi, verði framkvæmdin jafn ódýr og hann gerir sér vonir um. Og þá er komið að því hvernig hann ætlar 'að gera alvöru úr hugmyndum sínum og hvaða aðstöðu Ellert hefur til þess og hjálp, sérstaklega fjárhagslega? — Ætli hnífurinn komi ekki einna helzt t.;l með að standa í kúnni í þeim efnum, en ef við at'hugum aðeins mögu- leikana, og hvað til þarf, þá vantar í fyrsta lagi geymi, en þeir eru til við flest- ar fiskimjölsverksmiðjur. Þá væri hægt að nota, án þess að raska notagildi þeirra fyrir verksmiðjurnar. Smíða þyrfti leiðslu og blásara til að flyt.ja gufuna frá mjöl- þurrkar.a til vatnsgeymisins, og dælu, sem sífellt endurnýjaði vatnið eða sjóinn í geyminum. Að sjálfsögðu þyrfti svo frá- rennslisleiðslu út í sjó. Þar sem ég hef lítið hreyft hugmyndinni, enn sem komið er, hef ég ekkeit á að byggja annað en vonina um að einhverjir gefi tillögum mínurn gaum og að þær fái hljómgrunn hjá þeim, sem umrædd mál varða. Og þá vaknar sú spurning, hverjir það eru, sem þessi mál varðar, verksmiðju- eigendur, bæjar- og sveitarfélög, almenn- ingur? — Auðvitað tvinnast þessir aðilar saman þegar allt er athugað. Óskandi væri, að einhver fiskimjösverksmiðja vildi ljá aðstöðu sína til tilrauna í þessu skyni — og þá um leið eignast þann út- búnað, sem lagður er til á staðnum, — og leyst um leið ólyktarvandamálið. Ég hef hugsáð mér að athuga, hvort. ríki og bæir vilji ekki styðja mig að einhverju leyti, í sambandi við væntanlegar tilraun- ir, sem miða að því að þessir aðilar geti framfylgt eigin reglum um mengun and- rúmsloftsins. T.d. má benda á, að ekki má kveikja í öskutunnum, til að valda ekki rnengun á lóðum nágrannanna, en þessir sömu áðilar verða samt áð líða það, að þúsundum rúmmetra er dælt yfir híbýli þeirra vegna knýjandi nauð- synja um sköpun verðmæta. Hvort hugmyndir Ellerts verði að raunveruleika og komi almenningi til góða, verður framtíðin að skera úr um, en beri hugmyndir hans þann árangur, sem fastlega má gera ráð fyrir, ef góður vilji er fyrir hendi, þá hvað? — Þá getum við auglýst með sanni, landið með hreinasta og tærasta loft í heimi. emm ,,Það er engin lausn á vandanum að hœkka strompana, — þennan mökk verður að Aðeins þarf st.okk og leiða annað“, segir Ellert F A X I — 79

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.