Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1973, Síða 6

Faxi - 01.05.1973, Síða 6
Samsöngur Karlakórsins Karlakór Keflavíkur hélt. sinn árlega samsöng í Félagsbíói í Keflavík, fimmtu- daginn og föstudaginn 10. og 11. maí, í bæði skiptin fyrir fullu húsi áhorfenda. Síðan hefur kórinn gert all víðreist, farið austur fyrir fjall og haldið þar söng- skemmtanir við hinar beztu undirtektir. Karlakór Keflavíkui stendur nú á tímamót.um. Ekki er það aðeins hvað aldur snertir, en hann hefur nú senn starfáð í tvo áratugi, heldur og hvað tón- Karlakór Keflavíkur listarflutning snertir. Á þessum samsöng naut hann aðstoðar popp-hljómsveitar í fyrsta sinni, auk hefðbundins undirleiks, og verður ekki ann.að sagt en þetta hafi heppnazt vonum framar og gefi góðar vonir um áframhaldið. En því tók ég sértaklega fram um aldur kórsins, að tuttugu ára tímabilið vill iðulega verða erfitt í sögu allra kóra, og vafalaust, hefur karlakórinn okkar orðið fyrir sínum erfiðleikum í því sam- bandi. Á því skeiði verða nefnilega hváð stórtækustu breytingarnar í sambandi við mannaskipan. Elztu félagarnir, sem af ötulleik hafa stutt kórinn, eru að yfir- gefa hann, raddimar ekki eins ferskar og hreinar og áður, og nýir menn og mis- jafnlega þjálfaðir koma í þeirra stað. Við þessu er ekkert að segja. Það er eðlilegt., að dugmiklir og starfsamir félagar, sem unna kór sínum, starfi með honum eins lengi og þeim finnst fært. Hitt er svo annað mál, hvort raddir þeirra uppfylli lengur þær kröfur, sem gera verður til kórsins með tilliti t.il verkefnavals og túlkun. Þó ber þess að geta sérstaklega, að Karlakór Kefla.víkur sleppur furðuvel fiá þessu, og það væri fráleitt að benda á einhverja röddina sem dæmi um þetta. Aðalsmerki kórsins er afburða sterkur bassi og góður tenór, og það er blát.t á- fram hrífandi áð heyra kórinn taka á. Þó kórinn geti náð því að vera hugljúfur í blíðróma túlkun, og eigi lof skilið fyrir túlkun sína á ýmsu, finnst inanni eima of mikið eftir af þróttinum til að geti talizt. fullkomið. Það er lán Karlakórs Keflavíkur að hafa slíkan stjórnanda, sem Jón Ásgeirs- son, á þessum tímamótum, og fáum til trúandi að ná því út úr röddunum, sem honum hefur nú t.ekizt, á jafn fjölbreyti- legri efnisskrá og boðið er upp á. Jón er hinn kunnáttusami finnandi í músík, hann veit hváð má bjóða, hann kann að tefla saman röddunum af þeirri smekk- vísi, að ánægju vekur. Lög hans og út- setningar eru ekki aðeins áheyrileg fyrir áhorfiandann, þau eru þroskandi fyrir flytjandann. Undirleikur Agnesar Löve v,a,r frábær, og popp-hljómsveitin skilaði sínu. Einsöngvarar voiu með flesta móti að þessu sinni, og bar mest á Hauki Þórðarsyni, sem flut.ti hugljúft lag Bjarna Gíslasonar við ljóð Jóns frá Ljárskógum. Ólafur R. Guðmundsson og Jón Krist- insson fluttu negrasálm.a af þrótti og ör- yggi, og loks kom fram tenór, Sverrir Guðmundsson, sem mér skilst vera ný- byrjaður með kórnum, og hefur geysi- fagra rödd. Það er engin ástæða til að ræða söng- skrána ítarlega. Áður er getið þáttar Jóns Ásgeirssonar, en tvennt vil ég þó fá að minnast á: Þáttar Bjarna J. Gíslasonar, sem þarna átti tvö, hiarla ólík lög, und- urfögur, hvort á sinn hát.t. Ég vona, að það megi verða tradisjón að flytja lög Bjarna á hverjum hljómleikum. Og ann- ars sakna. ég þá: mér finnst vanta Suður- nesjamenn á efnisskrána — á hverju ári, engan veginn í sömu útsetningunni. Að öðru leyti er efnisskráin frábær og valin af mikilli smekkvísi. Jón Ásgeirsson, söngstjórí Ég undirritaður vonast til að mega skrifa um Karlakór Keflavíkur á tvít.ugs- afmælinu. Slíku menningarstarfi gegnir hann af göfgi og dugnaði, að það er til- hlökkunarefni, hvenær sem hann heldur samsöng. Þökk fyrir skemmtunina. Baidur Hólmgeirsson 82 — F A X I

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.