Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.1973, Side 8

Faxi - 01.05.1973, Side 8
Umsjón: Þorsteinn Eggertsson Einar, Tvennar og Þrennar Einu sinni voru þrír bændur, sem hétu Ríkharður, Blánklinur og Skjóni. Rík- harður átti þrjá syni, sem hétu Einar, Tvennar og Þrennar. Blánklinur átti eina dóttur, sem Gríðhildur hét, en Skjóni átti einn hest, sem hét Snati. Bændunum kom öllum mjög vel sam- an, en þótt Gríðhildur væri eina stúlkan í héraðinu, vildu bóndasynirnir ekki sjá hana, því hún var svo ljót og leiðinleg. Það voru svo skemmdar í henni tenn- urnar, að þessar tvær eða þrjár, sem eftir voru í munni hennar, voru annað hvort brúnar eða svartar — eða loðnar af myglu. Hendur hennar voru svo skessulegar, að í stað þumalfingra hafði hún stórutær, en þumla í stað venjulegra fingra. Hún var svo digur, að hún þurfti að bregða skóhorni á mjaðmir sér til að komast gegnum bæjardyrnar — og svo óskaplega hraut hún, er hún svaf, að oft og iðulega voru rúðurnar á herbergis- gluggum hennar brotnar, þega hún vakn- aði. En veslings Gríðhildur hafði ekki allt- af verið svona — og auk þess var hið rétta nafn hennar Blíðhildur — en í bernsku hafði hún einhvern tíma ónáð- að snarvitlausan galdrakarl, sem setti hana í þessi álög, með þeim ummælum, að hún gæti ekki losnað úr þeim fyrr en hún yrði kysst af ungum pilti, sem ein- hvem tíma hefði losnað undan slunginni galdrakerlingu. Hins vegar voru synir Ríkharðs, þeii Einar, Tvennar og Þrennar, hinir föngu- legustu piltar og hver öðrum skemmti- legri. í fjöllunum, fyrir ofan sveitina sem þeir bjuggu í, var mikill og þykkur skóg- ur, sem var svo stór, að hann huldi þrjú fjöll. í skógi þessum vom einstaka veiði- kofar og smáhýsi — og þar bjuggu ein- mitt stúlkurnar, sem Einar og Þrennar höfðu áhuga á; en þær hétu Eineyg og Þríeyg. Auk þess bjuggu þar þrjú önnur ungmenni á þeirra reki, sem hétu Rauð- hetta, Hans og Gréta. Nú víkur sögunni að Skjóna og hesti hans, Snata — Snati var sem sé enginn venjulegur hestur, því hann gat talað og var þar að auki ritstjóri sveitablaðsins, vegna þess, að hann hafði sérstakan hæfi- leika til þess að hlera uppi allt það merkilegasta, sem skéði í héraðinu. Og svo var það einn daginn, að hann komst að því, að Hans, sem átti heima í skóginum ásamt Grétu systur sinni og hundinum Högna, hafði eitt sinn losnað undan slunginni galdrakerlingu, með að- stoð Grétu. Hvort sem hesturinn komst að þessu með því að lesa Giimms-ævintýri (hann var lestrarhestur hinn mesti) eða bara á heiðarlegan hátt ,fór hann nú að hitta Blánklin bónda — og sagði honum frá þessu. Blánklinur sagði hins vegar Gríð- hildi, dóttur sinni tíðindin: að nú væri búið að finna ungan mann, sem gæti leyst hana úr álögum. Gríðhildur varð nú heldur en ekki feg- in, en þar sem hún treysti sér ekki inn í skóginn sjálf, sendi hún eftir sonum Rík- harðs og bað þá að ná í þennan Hans fyrir sig. Og þar sem strákarnir voru beztu sál- ir, fóru þeir inn í skóginn til að heim- sækja Hans — en á leiðinni kom Þrenn- ar auga á undurfagra stúlku með rauða hettu á höfði. Hún hélt á fullri körfu af kökum og góðgæti — og var að tína blóm meðfram veginum. Þrennar kynnti sig fyrir stúlkunni, sem sagðist heita Rauðhetta, og gaf sig á tal við hana — með þeim afleiðingum, að hann varð viðskila við bræður sína, Einar og Tvennar. Ekki höfðu þeir Einar og Tvennar gengið lengi, er Einar kom auga á ein- eygða stúlku, sem var að reka geit upp í hlíðar. Hann hljóp til hennar — hún sagðist heita Eineyg (en það vissi hann reyndar) og svo hurfu þau eitthvað, svo að Tvenn- ar hélt nú einn áfram ferðinni, þar til hann kom að húsi Hans og Grétu, Gréta kom til dyra og varð Tvennar svo gagntekinn af fegurð hennar — og hún af glæsileik hans — að þau féllu næstum í stafi. Svo bauð hún honum inn og hann bar upp erindi sitt við Hans; sagði honum frá vandræðum Gríðhildar og hvernig mætti breyta henni í fagra stúlku að nýju. Hann féllst á fara til Gríðhildar og kyssa hana (fyrir sanngjarna þóknun) — og með það fóru þau aftur niður í sveit- ina. Á leiðinni slógust þau Einar og Ein- eyg, Rauðhetta og Þrennar með í förina, en Gréta fylgdi Tvennari sem í leiðslu. Er nú ekki að orðlengja það ,að Hans kyssti Gríðhildi hina ljótu, sem breyttist á svipstundu í Blíðhildi hina fögru. Hans varð svo snortinn af fegurð Blíð- hildar, að hann bað hennar á stundinni, en við það rönkuðu þeir Einar, Tvennar og Þrennar við sér og báru upp bónorð sín til þeirra Eineygar, Grétu og Rauð- hettu — og játúðu allar stúlkurnar biðl- um sínum. Því næst var allt geit tilbúið fyrir stórt og margfalt brúðkaup — og var hestur- inn Snati sendur í þorpið til að ná í prest- inn. En þar sem Snati var gáfaður hestur, sem fyrr segir, kom hann við í skóginum til að hitta Þríeygu, og biðja hennar fyrir hönd húsbónda síns, sem var farið að förlast sjón. Og auðvitað játaði hún bónorðinu líka. Eða hélduð þið kannski að einhver yrði skilinn út undan? 84 — FAX i

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.