Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1973, Qupperneq 10

Faxi - 01.05.1973, Qupperneq 10
Mikil söluaukning Ferðamenn skoða íslenzku ullarvöruna, sem mjög er eftirsótt Verzlun íslenzks markaðar hf. á Kefla- víkurflugvelli hefur nú starfað í 31 mán- uð og hefur heildarvörusala fyrirtækisins á því tímabili numið kr. 201.9 milljón- um. Þet.ta kom fram á aðalfundi félags- ins, sem haldinn var nýlega. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum, er íslenzkur markaður hf. stofnaður af ýmsum stærstu framleiðendum útflutn- ingsvara í þeim tilgangi að fá heimild til að reka verzlun í flugstöðinni á Keflavík- urflugvelli til að selja framleiðslu sína og kynna og gera markaðsathuganir með nýjar vörur, umbúðir o.fl., einnig til að leita eftir hugmyndum um nýjar fram- leiðsluvörur. Með tilkomu þessa fyrir- tækis opnuðust nýir og stærri möguleikar fyrir íslenzkar afurðir og iðnaðarfram- leiðslu. Þegar íslenzkur markáður hf. hóf starfsemi sína, hafði Ferðaskrifstofa rík- isins rekið verzlun á flugvellinum um nokkurra ára bil og selt ýmsan varning, bæði til íbúa á flugvellinum og til far- þega í millilandaflugi, og nam t.d. vöru- sala í þeirri verzlun árið 1969 kr. 27.2 millj., en fyrsta heila starfsár íslenzks markaðar hf. nam vörusalan kr. 72.4 millj., en var þá einungis um vörusölu til farþega í millilandaflugi að ræða. í viðræðum um verzlunaraðstöðu fyrir íslenzka iðnframleiðendur í flugstöðvar- byggingunni kom í ljós, að ekki var hús- næði fyrir hendi í byggingunni, þar sem hún annaði vart þeirri miklu umferðar- aukningu, sem 'hafði orðið á þeim tíma. Fyrirtækið reisti því á eigin kostnað 615 fermetra viðbyggingu við flugstöðina fyrir verzlunaráðstöðuna. Kostnaður við bygg- inguna nam kr. 8.5 milljónum, og var byggingin afhent ríkinu til eignar, en út- lagður byggingarkostnaður reiknaður sem fyrirfram greidd húsaleiga. í samningi Utanríkisráðuneytisins við íslenzkan markað hf. var svo kveðið á, að íslenzkur markaður hf. skyldi greiða Ferðaskrifstofu ríkisins gjald, kr. 21.00 af hverjum transitfarþega, en þessi greiðsla skyldi skoðast sem þóknun til Ferðaskrifstofunnar fyrir aðstöðumissinn á flugvellinum. Þá keypti íslenzkur mark- aður vörulager Ferðaskrifstofunnar og innréttingu sölubúðarinnar. Á sl. stafsári, 1. nóvember 1971 til 31. október 1972, nam heildarvörusala fyrirtækisins kr. 86.7 milljónum, þar af voru gjaldeyrisskil til Seðlabanka íslands kr. 81.7 milljónir, og var fyrirtækið aftui á sl. ári þriðji stærsti a.flandi gjaldeyris vegna ferðamanna í landinu. Aðeins flugfélögin tvö eru stærri. Umferð transitfarþega árið 1972 var 346.326 um flugvöllinn, og halði hún þá minnkað úr 374.374 árið 1971, en farþegaumferð yfir Atlantsh.afið með flugvélum jókst um 5-6% á sama tíma- bili. Lenging þverbrautar, aukinn ör- yggisútbúnaður og sókn yfirvalda til að kynna og auglýsa hagkvæmni lendinga á flugvellinum æt.ti að geta breytt þessari þróun. Eins og áður heíur komið fram, selur íslenzkur markáður hf. eingöngu íslenzk- ar afurðir og iðnaðarvöiur, og er sala þessara vara umtalsverð í beildarútflutn- ingi iðnaðarins, t.d. nam sala ullarafurða hjá fyrirtækinu 11,1% af heildarútflutn- ingi þeirrar vöru. Söluvörum verzlunarinnar má skipta í 15 meginflokka, sem seldust á sl. ári: Famaður úr ull millj. kr. 37.4 Værðarvoðir 3.0 Lopi 0.2 Fatnaður úr skinnum 7.3 Púðar, mottur, o.fl. úr skinnum 3.1 Smáhlutir úr leðri 0.9 Loðsútaðar gærur 5.6 Húðir og skinn 1.0 Fatnaður úr gerviefnum 1.8 Skartgripir 5.7 Keramik og postulín 5.6 Matvara 5.4 Póstkort og myndir 2.3 Bækur, blöð og tímarit 1.9 Ýmsar aðrar vörur 4.9 Samtals 86.7 Þrátt fyrir þá erfiðleika sem fyrirtæk- ið hefur átt við að stríða vegna hins háa transitfarþegaskatts, hefur verið unnið nokkuð áð kynningu, markaðskönnun- um og athugunum á sölumöguleikum ís- lenzkrar iðnaðarframleiðslu erlendis. Fyrirtækið réðst t.d. á sl. umri í samráði við ýmis framleiðslufyriitæki, að gefa út í annað sinn glæsilegan póstpöntunar- verðlist.a. Listinn, sem er 48 litprentáðar síður að stærð, var prentaður í 100.000 eintökum og hefur honum verið dreift víða um heim, t.d. hafa pantanir og fyrirspurnir borizt jafnvel frá Japan og Ástralíu, en megin hluti pantana er frá Bandaríkjunum. Hinn sérstæði íslenzki varningur, sem sýndur er og boðinn í list.anum, hefur vakið nrikla athygli, og hafa umsagnir birzt í fjölda erlendra blaða og tímarita. Sérstök jólagjafaþjónusta var boðin í list- anuin, og voru t.d. í nóvember og des- ember sendir nær 1800 „jólapakkar“ frá fyrirtækinu. tslenzkur útflutningsiðnaður vænt.ir mikils af starfsemi og möguleikum þeim, sem fyrirtækið hefur skapað honum, og hafa ýmsar upplýsingar fengnar úr fyrir- tækinu, komið frainleiðendum að miklu gagni í viðleitni þeirra til að skapa verð- mætari og seljanlegri framleiðsluvörur. Framkvæmdastjóri íslenzks markaðar hf. er Jón Sigur'ðsson. 86 — F AX I

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.