Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.1973, Side 11

Faxi - 01.05.1973, Side 11
Banaslys á Reykjanesbraut. Tólf óra piltur beið bano Vagn Einarsson, Holtsgötu 40 í Ytri-Njarð- vík, beið bana er fólksbifreið, sem Bandaríkja- maður ók, lenti ó reiðhjóli hans, rétt innan við Innri-Njarðvíkurafleggjarann, þ. 18. mai sl. Var Einar heitinn ó leiðinni inn brautina, ósomt tveimur félögum sínum, og hugðust þeir halda inn á Hóabjalla. Hjóluðu þeir allir ó hægri vegarbrún, en Einar mun hafa sveigt inn ó akbrautina, skömmu óður en fólksbifreiðina bar að og tókst ökumanni hennar ekki að forða órekstri, með fyrrgreindum afleiðingum. Hvirrtleiðut' reykjarmökkur af Keflavíkurflugvelli ó góðviðrisdögum Varlo bregst það, þær fóu sólskinsstundir sem gefast yfir sumartímann, að kolsvartan reykjarmökk leggi upp fró Keflavíkurflugvelli, svo að dimmir í lofti og dregur fyrir sólu, stundum tvisvar ó dag. Okkur er sagt, að þarna sé að verki slökkvilið Keflavikurflug- vallar, að þjólfa menn sína i að slökkva olíu- eld. Ekki skal ó móti því haft, að umrætt lið búi sig sem bezt ef voða ber að höndum, en einhvern veginn finnst mörgum, sem hafa haft orð ó því við blaðið, að kannski væri hægt að velja aðra tima sólarhringsins en einmitt þeg- or sólin skin sem skærast, og fylla loftið af kolsvörtum reyk. Úfvegsbanki íslards flytur í ný húsakynni í Keflavik Þann 19. októþer 1963 hóf Útvegsbanki (s- lands starfsemi í Keflavík í leiguhúsnæði, og nú, 10 órum síðar heldur starfsemi bankans ófram i nýju eigin húsnæði oð Hafnargötu 60. Starfsemi Útvegsbanka fslands í Keflavik ó sér alllangan aðdraganda. Arið 1954 var sam- þykkt i bankaróði Útvegsbanka fslands að heimila bankastjórn að festa kaup ó lóð i Keflavik vegna væntanlegrar byggingar banka- útibús þar. Næsta ór, 1955, keypti Útvegsbankinn lóð ó mjög góðum stað í Keflavik, ó horni Hafn- argötu og Vatnsnesvegar, við Hafnargötu 60. Frekari aðgerðir voru þó ekki hafnar, of ýms- um óstæðum, en óvallt hugað að framtiðar- óformum. f upphafi órs 1963 samþykkti svo bankaróð Útvegsbankans, að hefja skyldi rekstur útibús I Keflavík, og fól bankastjórn þegar að leita eftir hentugu leiguhúsnæði til starfseminnar. Var gerður samningur til fimm cra um hluta af fyrstu 'hæð og kjallarahúsnæði að Tjarnargötu 3 I Keflavik. Útibúið opnaði eins og fyrr segir 19. október 1963. Afgreiðslusal- urinn vor þó 55 fermetrar og fjórir starfsmenn. Nú vinna I sama húsnæði niu storfsmenn. Það var því eigi að óstæðulausu að Útvegs- banki fslands hyggði ó þessu óri til bættrar aðstöðu útibúsins með byggingu eigin húsnæð- is í Keflavik. Það hús er nú risið af grunni. Stærð þess er 3700 rúmmetrar. Fyrsta hæð er 400 fermetrar og húsnæði ó 2. hæð 240 fermetrar. Þar verð- ur m.a. íbúð útibússtjórans. Geymslukjallari er undir byggingunni, rúmgóður og bjartur. Hörður Björnsson, byggingatæknifræðingur annaðist hönnun og aðalumsjón byggingarinn- ar, en innanhússteikningar annaðist Þorkell Guðmundsson, arkitekt. Aðalverktaki við bygg- inguna var Trésmiðaverkstæði Héðins og Hreins, Keflavík. Raflagnir annaðist Rafiðn Sigurðsson, tæknifræðingur, Reykjavík. Mól- hf. i Keflavik, en teikningar og hönnun Ólafur arameistarar voru fró fyrirtækinu Olafur og Sigurður hf. Ólafur Ólafsson annaðist teppa- og flísalagnir. Verkfræðiskrifstofa Guðmundar og Kristjóns teiknaði vatns- og hitalögn i húsið. Pipulagnir annaðist Rörlagnir sf., Keflavik. Almenna Verkfræðistofan hf. í Reykjavik annaðist jórnateikningar. Jónas Sól- mundsson húsgagnasmíðameistari, só um smiði afgreiðsluborða og annarra húsgagna. Jón (sleifsson hefur veitt útibúinu forstöðu fró þvi er það tók til starfa. Skák-fréttir Töpuðu fyrir Hveragerði Skákfélag Keflavíkur hefur starfa’ð af miklum krafti í vetur. Um fyrri helgi gerðu þeir víðreist og héldu austur fyrir fjall, nánar tiltekið í Hveragerði, og þreyttu kapptefli við þá heimamenn á samtals 15 borðum. Lauk þeiiri viðureign með stórum sigri austanfjallsmanna, 10 vinningum gegn aðeins fimm Keflvíkinganna. Það voru þeir Gísli Guðfinnsson og Marteinn Jónsson, sem kræktu sér í vinninga, með því að leggja kónga andstæ'ðinga sinna að velli. Jafntefli gerðu þeir Pálmar Breiðfjörð, Skarphéðinn Agnarsson, Kristinn Hilmarsson, Tómas Marteins- son og Jóhann Ingvason. Pálmar efstur Uin þessar mundir stendur yfir finna- keppni taflfélagsins. Var sá hátt.ur hafður á, að keppendur drógu um fyrir hvaða. fyrirtæki þeir kepptu, en þeir eru yfir 20 talsins. Tefldar eiu 6 umferðir eftir Mon- rad-kerfinu, tvær 45 mínútna skákir á kvöldi. Eftir fjórar umfeiðir var Pálmar Breið- fjörð efstur, hafði unnið allar sínar skák- ir. Þykir þessi keppni gefast í alla staði tnjög vel og verður að líkindum fastur þáttur í starfsemi félagsins á’komandi ár- uin. F A X i — 87

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.