Faxi

Volume

Faxi - 01.05.1973, Page 12

Faxi - 01.05.1973, Page 12
FREISTINGIN Páll, Aggi, Frank og Toggi urðu allir samferða úr skólanum einn laug- ardag. Þeir töluðu um það á leiðinni, að þá langaði í bíó daginn eftir, „Ég skal segja ykkur, að það er ægilega spenn- andi mynd(" sagði Páll, ((hann stóri bróðir minn hefur séð hana. Ó, ég hlakka svo mikið til". Rétt á eftir skildu drengirnir og hver fór heim til sín. Toggi átti lengst heim, og á leiðinni fór hann að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti kom- izt með félögum sínum í bíó, eins og hann hafði ætlað, þar sem hann átti enga peninga til í eigu sinni. Reyndar var þetta ekki stór upphæð, þar sem miðinn kostaði aðeins 35 aura fyrir börn. Toggi vissi, að um langt skeið hafði faðir hans verið atvinnulaus, og mátti því enga aura missa. Það var ekki lengra síðan en í gærkvöldi, að Toggi hafði heyrt foreldra slna vera að tala um að þau vantaði 25 krónur til að geta borgað húsaleiguna næsta mánuð. Toggi hafði sofnað út frá þessu sorglega tali þeirra. Þegar sunnudagurinn rann upp hugsaði Toggi mikið um, hvernig í ósköpunum hann ætti að fá peninga til þess að komast í bíó með félögum sínum. Ekki gat hann beðið foreldra sína um þá. Hann vissi að þau mundu neita honum. Svo leið fram á daginn, klukkan varð hálf fimm. Toggi fór fram í eld- hús að fá sér að drekka. Allt í einu kom hann auga á peningabudduna hennar mömmu sinnar á diskahill- unni. Það greip hann einkennilegur órói. Honum fannst hann mega til að gæta að, hve mikið væri í henni af peningum. Hann skimaði í kringum sig, nei, enginn sá til hans. Hann opnaði budd- una og í henni voru skínandi fallegar átta krónur. Nei, nei, þaut í gegnum huga hans. Ef þú gerir það, ertu þjóf- ur. Hann ætlaði að leggja budduna aftur á sama stað. En( nei, freisting- in var of mikil. Með miklum flýti stakk hann krónunum í vasa sinn. ,,Má ég fara út með Páli og Agga"? spurði hann mömmu sína eftir stutta stund. (/Já( en þú verður að vera kom- inn heim klukkan sjö", svaraði móðir hans. Toggi lofaði því og flýtti sér út. Fimm mínútum síðar hitti hann fé- laga sína fyrir framan bíóhöllina, þar sem þeir biðu ásamt mörgum öðrum börnum. Myndin var mjög spennandi, en aum- ingja Toggi tók lítið eftir henni. Ein- hver innri rödd var alltaf að hvísla að honum: „Þú ert þjófur, þú stalst frá henni mömmu þinni". Hann fann vel, að þetta var sannleikur. Hvað skyldu mamma og pabbi segja, þegar þau kæmust að þessu? Honum leið illa. Samvizkan nagaði hann svo mikið, að hann yfirgaf fé- laga sína og sagðist ætla heim. Gott var að komast út, en hvað átti hann að gera? Hann rölti niður að sjó, en hvernig sem hann fór að, gat hann ekki gleymt, að hann hafði stolið peningum frá mömmu. Æ, hvað hon- um leið illa. Toggi fór að athuga skip- in, sem lágu í höfninni. Sá hann þá afar fallega lystisnekkju, sem hafði uppi ameríska fánann. Allt í einu kom hann auga á litla telpu, fjögurra til fimm ára, á þilfari snekkjunnar. Hún veifaði til hans og Toggi svaraði í sömu mynt. Hún kallaði til hans, en hann heyrði ekki hvað hún sagði. Sá hann nú, að litla stúlkan klifraði upp á lunningu skipsins. Toggi hrópaði til hennar, að hún ætti að vara sig að detta ekki í sjóinn, en í sömu andrá steyptist hún á höfuðið í sjóinn. Eng- inn sá þetta nema Toggi, en þar sem hann var afar duglegur að synda hugsaði hann sig ekki um í eitt augna- blik, reif sig úr jakkanum og buxun- um og henti sér í sjóinn í nærklæðun- um. „Hjálp!" kallaði hann eins hátt og hann gat, um leið og hann stakk sér í sjóinn. Hann náði fljótt í litlu stúlkuna, sem hágrét af hræðslu, og synti með hana að bryggjunni. Henni var borgið. í sömu svifum komu fjórar manneskjur hlaupandi eftir þilfarinu og ætluðu að hjálpa börnunum, en þau voru þá komin upp á bryggjuna. Foreldrar litlu stúlkunnar fóru með þau niður í káetu og klæddu þau í þurr föt. Foreldrarnir þökkuðu Togga með mörgum fögrum orðum fyrir að hafa bjargað litlu stúlkunni þsirra, en Togga fannst varla taka því að tala um það. „Það var alveg sjálfsagt að ég bjargaði henni," sagði Toggi, „því ekki kunni hún að synda". Nú mundi Toggi eftir því, að hann hafði lofað mömmu sinni að koma heim klukkan sjö. Hann kvaddi því litlu stúlkuna og foreldra hennar, sem þökkuðu honum enn einu sinni. Faðirinn fékk honum seðil, sem hann bað hann að eiga, en slíkan seðil hafði Toggi aldrei séð fyrr. Á leiðinni heim var Toggi að hugsa um, hvað þessi seðill væri mikils virði, því að hann sá að þetta var peninga- seðill. Það stóð á honum „Ten Doll- ars", og svo mikið kunni Toggi í ensku, að hann vissi að ten þýddi tíu, LITLI LESANDINN UMS3ÓN: Á. M. 88 — FAX I

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.