Faxi

Volume

Faxi - 01.05.1973, Page 13

Faxi - 01.05.1973, Page 13
„Hjálp!“ hrópaði hann eins hátt og hann gat, um lcið og hann stakk sér í sjóinn KROSSGÁTA NR. 5 DÆGRADVÖL Lárétt: 1. Blys. 6. Púki. 7. Kyrrð. 8. Keyr. 9. Kvenmannsnafn. 11. Óra. 13. Reipi. 14. Spýta. 16. missir. 17. Lítið. Lóðrétt: 1. Vindur. 2. Góma. 3. Háv- aði. 4. Tveir sérhljóðar. 5. Læsing. 9. Klukka. 10. Afgreitt. 11. Árstíð. 12. Þras. 13. Tveir eins. 15. Án. 1. Niðri í skúffu eru geymd 10 pör af hvítum og svörtum sokkum. Ef þú leitar í skúffunni í myrkri, hvað þarftu þá að taka marga sokka upp til að vera viss um að fá eitt par af samstæðum sokkum? 2. Ef þú tekur tvö epli af þrem, hvað hefurðu þá mörg? 3. Eggjafjöldi í körfu tvöfaldast á hverri mínútu. Eftir klukkutíma var karfan orðin full. Eftir hvað lang- an tíma var hún hálf? 4. Tíu feta langur kaðalstigi hangir niður með skipshlið. Á milli þrep- anna er eitt fet og neðsta þrepið nemur við hafflötinn. Það er aðfall og sjórinn hækkar um hálft fet á hverjum klukkutíma. Eftir hve langan tíma nær sjórinn upp að þriðja þrepinu? 5. Tveir feður og tveir synir skutu hver um sig eina önd, og þó skutu þeir aðeins þrjár endur samtals. Hvemig er það hægt? 6. Norskur Norðmaður í Norður-Nor- egi. Hvað eru mörg r í því? og að dollari væri meira virði en dönsk króna. Þegar Toggi kom heim tók hann um hálsinn á mömmu sinni og bað hana fyrirgefningar. Og eftir langa mæðu gat hann sagt foreldrum sínum frá krónunum, sem hann hafði tekið, en stamaði svo að lokum: ,,Hér hef ég tíu dollara, þið megið eiga þá alla." Pabbi og mamma urðu öldungis for- viða, og Toggi varð að gera grein fyrir því, hvar hann hafði fengið pen- ingana. Nú ríkti gleði á heimilinu hans Togga. Fyrst og fremst af því, að hann hafði beðið fyrirgefningar og iðrazt þess að hafa gert það sem Ijótt var, og eins, að nú gátu þau borgað húsaleiguna, því að seðillinn gilti 45 krónur. En hamingjusamastur af öllum var þó Toggi. Hann hafði bjargað manns- lífi og fengið fyrirgefningu. Hann strengdi þess heit, að hann skyldi aldrei framar taka nokkurn hlut, sem hann átti ekki, og hann skyldi allt sitt líf meta eignarrétt annarra manna. Og Toggi hélt heit sitt. (Þýtt úr dönsku: Una Guðmundsd.) LAUSN Á KROSSGÁTU NR. 4 RADNINGAR Á DÆGRADVÖL 1. Þrjá sokka. 2. Auðvitað tvö. 3. Eftir 59 mínútur. 4. Aldrei. Skipið og stiginn lyftast einnig með aðfallinu. 5. Þeir voru aðeins 3. Afi, faðir og sonur. 6. Það er ekkert r í orðinu þ v í. F A X I — 89

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.